Mikilvægasti El Clasico í langan tíma Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. apríl 2021 10:31 Allra augu verða á Lionel Messi í kvöld. getty/Alex Caparros Barcelona heimsækir Real Madrid á Alfredo Di Stefano völlinn í kvöld. Spænsku risarnir tveir sitja í öðru og þriðja sæti La Liga og þetta gæti verið einn mikilvægasti El Clasico leikurinn í langan tíma. Titilbaráttan á Spáni hefur sjaldan verið jafn spennandi og nú. Nú þegar níu umferðir eru eftir trónir Atletico Madrid á toppnum, einu stigi fyrir ofan Barcelona. Real Madrid fylgir fast á hæla þeirra og einungis þrjú stig skilja þá frá toppnum. Það er því um margt að spila í kvöld. Sigur gefur ekki aðeins montrétt í þessum erkifjendaslag, heldur er toppsætið einnig í húfi. Barcelona eru taplausir í seinustu níu leikjum og hafa ekki tapað leik árið 2021. Með sigri ná þeir tveggja stiga forskoti á toppnum. Real Madrid jafnar granna sína í Atletico að stigum með sigri, en tyllir sér á toppinn á innbyrgðis viðureignum. Madrídingar eru einnig á góðu skriði og hafa ekki tapað í seinustu tólf leikjum, og hafa unnið fimm í röð í öllum keppnum. Tap setur stórt strik í reikninginn fyrir bæði lið í titilbaráttunni, en að lenda fimm stigum á eftir Barcelona og mögulega sex stigum á eftir Atletico Madrid gæti þýtt að brekkan sé orðin of brött fyrir lærisveina Zinedine Zidane. Atletico Madrid á leik gegn Real Betis á útivelli á morgun og þarf á sigri að halda þar ef þeir ætla ekki að missa risana fram úr sér. #ElClásico mode: pic.twitter.com/jmu9vwlD0x— Real Madrid C.F. (@realmadriden) April 9, 2021 Ramos og Coutinho á meiðslalistanum Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, þarf að sætta sig við það að horfa á leikinn úr stúkunni. Ramos meiddist á kálfa á dögunum og spilar því ekki með. Dani Carvajal er einnig á meiðslalista Real og Raphael Varane greindist með veiruna á dögunum, en Eden Hazard gæti snúið aftur á bekkinn hjá Madrídingum. Efasemdir hafa verið um hvort Gerard Pique og Sergi Roberto geti spilað leikinn fyrir Barca. Heimildir herma þó að þeir ættu að vera í hóp, en Philippe Coutinho og Ansu Fati verða ekki í leikmannahóp Barcelona. Er Messi að spila sinn seinasta El Clasico? Real Madrid og Barcelona hafa mæst 245 sinnum. Real Madrid hefur unnið 97 leiki og Barcelona 96, og þá hafa 52 endað með jafntefli. Lionel Messi hefur mætt Real Madrid 46 sinnum í treyju Barcelona, og einhverjir velta fyrir sér hvort að þetta sé í seinasta skipti sem við fáum að sjá Messi spila El Clasico. Framtíð Argentínumannsins er enn óljós eftir sumarið, en litli Argentínumaðurinn hefur komið með beinum hætti að 40 mörkum þegar þessi lið mætast. Hann hefur skorað 26 og lagt upp 14 mörk gegn Real Madrid. Hvað sem verður um framtíð þessa 33 ára framherja er nokkuð ljóst að allra augu verða á honum þegar hann reynir að hjálpa liði sínu að vinna enn einn titilinn. G AL OF THE DAY #ElClasico! Leo #Messi pic.twitter.com/ltzh3ggzju— FC Barcelona (@FCBarcelona) April 9, 2021 Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsendingin klukkan 18:50. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Spænski boltinn Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Sjá meira
Titilbaráttan á Spáni hefur sjaldan verið jafn spennandi og nú. Nú þegar níu umferðir eru eftir trónir Atletico Madrid á toppnum, einu stigi fyrir ofan Barcelona. Real Madrid fylgir fast á hæla þeirra og einungis þrjú stig skilja þá frá toppnum. Það er því um margt að spila í kvöld. Sigur gefur ekki aðeins montrétt í þessum erkifjendaslag, heldur er toppsætið einnig í húfi. Barcelona eru taplausir í seinustu níu leikjum og hafa ekki tapað leik árið 2021. Með sigri ná þeir tveggja stiga forskoti á toppnum. Real Madrid jafnar granna sína í Atletico að stigum með sigri, en tyllir sér á toppinn á innbyrgðis viðureignum. Madrídingar eru einnig á góðu skriði og hafa ekki tapað í seinustu tólf leikjum, og hafa unnið fimm í röð í öllum keppnum. Tap setur stórt strik í reikninginn fyrir bæði lið í titilbaráttunni, en að lenda fimm stigum á eftir Barcelona og mögulega sex stigum á eftir Atletico Madrid gæti þýtt að brekkan sé orðin of brött fyrir lærisveina Zinedine Zidane. Atletico Madrid á leik gegn Real Betis á útivelli á morgun og þarf á sigri að halda þar ef þeir ætla ekki að missa risana fram úr sér. #ElClásico mode: pic.twitter.com/jmu9vwlD0x— Real Madrid C.F. (@realmadriden) April 9, 2021 Ramos og Coutinho á meiðslalistanum Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, þarf að sætta sig við það að horfa á leikinn úr stúkunni. Ramos meiddist á kálfa á dögunum og spilar því ekki með. Dani Carvajal er einnig á meiðslalista Real og Raphael Varane greindist með veiruna á dögunum, en Eden Hazard gæti snúið aftur á bekkinn hjá Madrídingum. Efasemdir hafa verið um hvort Gerard Pique og Sergi Roberto geti spilað leikinn fyrir Barca. Heimildir herma þó að þeir ættu að vera í hóp, en Philippe Coutinho og Ansu Fati verða ekki í leikmannahóp Barcelona. Er Messi að spila sinn seinasta El Clasico? Real Madrid og Barcelona hafa mæst 245 sinnum. Real Madrid hefur unnið 97 leiki og Barcelona 96, og þá hafa 52 endað með jafntefli. Lionel Messi hefur mætt Real Madrid 46 sinnum í treyju Barcelona, og einhverjir velta fyrir sér hvort að þetta sé í seinasta skipti sem við fáum að sjá Messi spila El Clasico. Framtíð Argentínumannsins er enn óljós eftir sumarið, en litli Argentínumaðurinn hefur komið með beinum hætti að 40 mörkum þegar þessi lið mætast. Hann hefur skorað 26 og lagt upp 14 mörk gegn Real Madrid. Hvað sem verður um framtíð þessa 33 ára framherja er nokkuð ljóst að allra augu verða á honum þegar hann reynir að hjálpa liði sínu að vinna enn einn titilinn. G AL OF THE DAY #ElClasico! Leo #Messi pic.twitter.com/ltzh3ggzju— FC Barcelona (@FCBarcelona) April 9, 2021 Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsendingin klukkan 18:50. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Sjá meira