Sjáðu boltastrák Ajax grýta boltanum í leikmann Roma Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. apríl 2021 11:00 Riccardo Calafiori í leiknum gegn Ajax á Johan Cryuff leikvanginum í Amsterdam í gær. getty/Eva Manhart Boltastrákur Ajax var ekki sáttur með tafir Riccardos Calafiori, leikmanns Roma, og grýtti boltanum í hann í leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gær. Rómverjar unnu leikinn með tveimur mörkum gegn einu og eru því í góðri stöðu fyrir seinni leikinn á heimavelli í næstu viku. Roger Ibanez skoraði sigurmark Roma á 87. mínútu. Rómverjar vörðu forskotið með kjafti og klóm og reyndu hvað þeir gátu til að tefja tímann þegar tækifæri gafst. Á fjórðu mínútu uppbótartíma fékk Roma innkast á eigin vallarhelmingi. Calafiori fór sér engu óðslega þegar hann tók innkastið og vildi meðal annars skipta um bolta. Hann skokkaði að boltastráknum sem grýtti boltanum í bringuna á honum. Calafiori virtist fyrst ætla að láta sig detta en skipti svo um skoðun og skammaði boltastrákinn. Hann hafði ekkert upp úr krafsinu nema gult spjald. Þetta skemmtilega atvik má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Grýtti boltanum í leikmann Roma Ajax var 1-0 yfir í hálfleik þökk sé marki Davys Klaassen á 39. mínútu. Lorenzo Pellegrini jafnaði fyrir Roma á 57. mínútu og þremur mínútum fyrir leikslok skoraði Ibanez svo sigurmark ítalska liðsins. Calafiori kom inn á sem varamaður á 29. mínútu fyrir Leonardo Spinazzola. Calafiori, sem er átján ára, hefur leikið sex leiki og skorað eitt mark fyrir Roma á tímabilinu. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Roma kom til baka í Hollandi á meðan Villareal vann góðan útisigur Fyrri leikir átta liða úrslita Evrópudeildarinnar fóru fram í kvöld. Roma vann góðan sigur á Ajax og Villareal vann í Króatíu. Manchester United vann Granada á Spáni en Arsenal gerði jafntefli gegn Slavia Prag á heimavelli. 8. apríl 2021 21:30 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Sjá meira
Rómverjar unnu leikinn með tveimur mörkum gegn einu og eru því í góðri stöðu fyrir seinni leikinn á heimavelli í næstu viku. Roger Ibanez skoraði sigurmark Roma á 87. mínútu. Rómverjar vörðu forskotið með kjafti og klóm og reyndu hvað þeir gátu til að tefja tímann þegar tækifæri gafst. Á fjórðu mínútu uppbótartíma fékk Roma innkast á eigin vallarhelmingi. Calafiori fór sér engu óðslega þegar hann tók innkastið og vildi meðal annars skipta um bolta. Hann skokkaði að boltastráknum sem grýtti boltanum í bringuna á honum. Calafiori virtist fyrst ætla að láta sig detta en skipti svo um skoðun og skammaði boltastrákinn. Hann hafði ekkert upp úr krafsinu nema gult spjald. Þetta skemmtilega atvik má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Grýtti boltanum í leikmann Roma Ajax var 1-0 yfir í hálfleik þökk sé marki Davys Klaassen á 39. mínútu. Lorenzo Pellegrini jafnaði fyrir Roma á 57. mínútu og þremur mínútum fyrir leikslok skoraði Ibanez svo sigurmark ítalska liðsins. Calafiori kom inn á sem varamaður á 29. mínútu fyrir Leonardo Spinazzola. Calafiori, sem er átján ára, hefur leikið sex leiki og skorað eitt mark fyrir Roma á tímabilinu. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Roma kom til baka í Hollandi á meðan Villareal vann góðan útisigur Fyrri leikir átta liða úrslita Evrópudeildarinnar fóru fram í kvöld. Roma vann góðan sigur á Ajax og Villareal vann í Króatíu. Manchester United vann Granada á Spáni en Arsenal gerði jafntefli gegn Slavia Prag á heimavelli. 8. apríl 2021 21:30 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Sjá meira
Roma kom til baka í Hollandi á meðan Villareal vann góðan útisigur Fyrri leikir átta liða úrslita Evrópudeildarinnar fóru fram í kvöld. Roma vann góðan sigur á Ajax og Villareal vann í Króatíu. Manchester United vann Granada á Spáni en Arsenal gerði jafntefli gegn Slavia Prag á heimavelli. 8. apríl 2021 21:30