Sjáðu boltastrák Ajax grýta boltanum í leikmann Roma Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. apríl 2021 11:00 Riccardo Calafiori í leiknum gegn Ajax á Johan Cryuff leikvanginum í Amsterdam í gær. getty/Eva Manhart Boltastrákur Ajax var ekki sáttur með tafir Riccardos Calafiori, leikmanns Roma, og grýtti boltanum í hann í leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gær. Rómverjar unnu leikinn með tveimur mörkum gegn einu og eru því í góðri stöðu fyrir seinni leikinn á heimavelli í næstu viku. Roger Ibanez skoraði sigurmark Roma á 87. mínútu. Rómverjar vörðu forskotið með kjafti og klóm og reyndu hvað þeir gátu til að tefja tímann þegar tækifæri gafst. Á fjórðu mínútu uppbótartíma fékk Roma innkast á eigin vallarhelmingi. Calafiori fór sér engu óðslega þegar hann tók innkastið og vildi meðal annars skipta um bolta. Hann skokkaði að boltastráknum sem grýtti boltanum í bringuna á honum. Calafiori virtist fyrst ætla að láta sig detta en skipti svo um skoðun og skammaði boltastrákinn. Hann hafði ekkert upp úr krafsinu nema gult spjald. Þetta skemmtilega atvik má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Grýtti boltanum í leikmann Roma Ajax var 1-0 yfir í hálfleik þökk sé marki Davys Klaassen á 39. mínútu. Lorenzo Pellegrini jafnaði fyrir Roma á 57. mínútu og þremur mínútum fyrir leikslok skoraði Ibanez svo sigurmark ítalska liðsins. Calafiori kom inn á sem varamaður á 29. mínútu fyrir Leonardo Spinazzola. Calafiori, sem er átján ára, hefur leikið sex leiki og skorað eitt mark fyrir Roma á tímabilinu. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Roma kom til baka í Hollandi á meðan Villareal vann góðan útisigur Fyrri leikir átta liða úrslita Evrópudeildarinnar fóru fram í kvöld. Roma vann góðan sigur á Ajax og Villareal vann í Króatíu. Manchester United vann Granada á Spáni en Arsenal gerði jafntefli gegn Slavia Prag á heimavelli. 8. apríl 2021 21:30 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Sjá meira
Rómverjar unnu leikinn með tveimur mörkum gegn einu og eru því í góðri stöðu fyrir seinni leikinn á heimavelli í næstu viku. Roger Ibanez skoraði sigurmark Roma á 87. mínútu. Rómverjar vörðu forskotið með kjafti og klóm og reyndu hvað þeir gátu til að tefja tímann þegar tækifæri gafst. Á fjórðu mínútu uppbótartíma fékk Roma innkast á eigin vallarhelmingi. Calafiori fór sér engu óðslega þegar hann tók innkastið og vildi meðal annars skipta um bolta. Hann skokkaði að boltastráknum sem grýtti boltanum í bringuna á honum. Calafiori virtist fyrst ætla að láta sig detta en skipti svo um skoðun og skammaði boltastrákinn. Hann hafði ekkert upp úr krafsinu nema gult spjald. Þetta skemmtilega atvik má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Grýtti boltanum í leikmann Roma Ajax var 1-0 yfir í hálfleik þökk sé marki Davys Klaassen á 39. mínútu. Lorenzo Pellegrini jafnaði fyrir Roma á 57. mínútu og þremur mínútum fyrir leikslok skoraði Ibanez svo sigurmark ítalska liðsins. Calafiori kom inn á sem varamaður á 29. mínútu fyrir Leonardo Spinazzola. Calafiori, sem er átján ára, hefur leikið sex leiki og skorað eitt mark fyrir Roma á tímabilinu. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Roma kom til baka í Hollandi á meðan Villareal vann góðan útisigur Fyrri leikir átta liða úrslita Evrópudeildarinnar fóru fram í kvöld. Roma vann góðan sigur á Ajax og Villareal vann í Króatíu. Manchester United vann Granada á Spáni en Arsenal gerði jafntefli gegn Slavia Prag á heimavelli. 8. apríl 2021 21:30 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Sjá meira
Roma kom til baka í Hollandi á meðan Villareal vann góðan útisigur Fyrri leikir átta liða úrslita Evrópudeildarinnar fóru fram í kvöld. Roma vann góðan sigur á Ajax og Villareal vann í Króatíu. Manchester United vann Granada á Spáni en Arsenal gerði jafntefli gegn Slavia Prag á heimavelli. 8. apríl 2021 21:30