„Aldrei draumastaða að missa lykilmenn“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. apríl 2021 14:01 Þorsteinn Halldórsson tók við landsliðinu í lok janúar á þessu ári. Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Ítalíu í tveim vináttulandsleikjum á næstu dögum. Báðir leikirnir eru spilaðir á Ítalíu, sá fyrri á morgun klukkan 14:00, en sá seinni á þriðjudaginn. Þorsteinn Halldórsson, nýráðinn þjálfari íslenska liðsins sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag. „Undirbúningurinn hefur gengið heilt yfir vel,“ sagði Halldór á fundinum. „Við höfum verið að rúlla í gegnum hlut og þetta hefur gengið fínt og ekki yfir neinu að kvarta og allar heilar.“ Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði liðsins, verður ekki með vegna meiðsla en Þorsteinn vildi ekki gefa upp hver myndi bera fyrirliðabandið í leiknum á morgun. „Það er ekki búið að tilkynna það ennþá. Þið fáið ekki að vita það fyrstir,“ sagði Þorsteinn léttur. Þorsteinn sagðist ekki geta sagt mikið um mótherjana en ítalska liðið valdi 33 manna hóp. „Í sjálfu sér vitum við lítið um liðið eða hvaða leikmenn eru að fara að spila á morgun. Þau völdu 33 manna hóp þannig að við gerum okkur ekki alveg grein fyrir því hvaða hóp þær nota á morgun.“ „Eins og lagt er upp með þá er þeirra sterkasti hópur að fara að spila á þriðjudaginn, þannig að maður gerir ráð fyrir að leikmenn sem eru seinna í goggunarröðinni séu að fara að spila á morgun. Það hefur svo sem ekkert verið rætt eða tilkynnt neitt í kringum það,“ sagði Þorsteinn. Aðspurður segist Þorsteinn sjálfur ætla að rúlla sínu liði vel. „Við munum rúlla liðinu vel. Allir útileikmennirnir munu koma til með að spila og við munum rúlla þessu töluvert mikið. Við munum gera margar breytingar milli leikja og erum bara að skoða leikmenn og hvernir þeir passa inn í það sem við erum að gera.“ Þorsteinn segir að uppleggið í leikjunum verði að reyna að halda boltanum eins mikið og hægt er. „Við munum reyna að halda boltanum eins mikið og við getum og reyna að vera skapandi í leik okkar. Eins og ég segi þá gerir maður sér ekki alveg grein fyrir því hvaða liði þær stilla upp og hversu sterkt lið þetta er. Þetta verður pottþétt lið sem er á sama getustigi og við þannig að þetta verður hörkuleikur.“ „Við þurfum að vera taktísk og öguð í okkar leik og förum inn í leikinn með ákveðna hugmyndafræði og við munum reyna að koma þeim hugmyndum í framkvæmd í leiknum.“ Eins og áður segir verður Sara Björk ekki með í leiknum. Dagný Brynjarsdóttir verður einnig utan hóps eftir að hún greindist með veiruna. Það reynir því á aðra leikmenn á miðsvæðinu. „Þetta gefur öðrum leikmönnum tækifæri til að sýna hvað í þeim býr og kannski taka á sig leiðtogahlutverk. Það verður spennandi að sjá hvernig þær tækla það. Það er auðvitað alltaf missir af góðum leikmönnum, en við teljum okkur vera með leikmenn til að stýra leik okkar á miðsvæðinu og óttumst það ekki neitt.“ „Það er aldrei draumastaða að missa lykilleikmenn en þetta er raunveruleikinn sem við búim við í dag,“ sagði Þorsteinn að lokum. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Stöð 2 Sport sýnir leik Íslands og Ítalíu á þriðjudaginn Vináttulandsleikur Íslands og Ítalíu á þriðjudaginn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þetta er seinni vináttulandsleikur liðanna af tveimur. 9. apríl 2021 13:30 „Þakka guði að vera úti í Svíþjóð þar sem allt er frekar afslappað“ Landsliðskonan Hallbera Gísladóttir segist vera sátt að vera úti í Svíþjóð á þessum tíma frekar en á Íslandi þar sem æfingar og keppni í íþróttum eru bannaðar. 8. apríl 2021 13:02 Blikaáherslur í landsliðinu Alexandra Jóhannsdóttir er ekki ókunn þeim áherslum sem Þorsteinn Halldórsson hefur komið með inn í íslenska landsliðið. 8. apríl 2021 16:00 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Í beinni: Malisheva - Víkingur | Stefnan aftur sett á Sambandsdeildina Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Sjá meira
„Undirbúningurinn hefur gengið heilt yfir vel,“ sagði Halldór á fundinum. „Við höfum verið að rúlla í gegnum hlut og þetta hefur gengið fínt og ekki yfir neinu að kvarta og allar heilar.“ Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði liðsins, verður ekki með vegna meiðsla en Þorsteinn vildi ekki gefa upp hver myndi bera fyrirliðabandið í leiknum á morgun. „Það er ekki búið að tilkynna það ennþá. Þið fáið ekki að vita það fyrstir,“ sagði Þorsteinn léttur. Þorsteinn sagðist ekki geta sagt mikið um mótherjana en ítalska liðið valdi 33 manna hóp. „Í sjálfu sér vitum við lítið um liðið eða hvaða leikmenn eru að fara að spila á morgun. Þau völdu 33 manna hóp þannig að við gerum okkur ekki alveg grein fyrir því hvaða hóp þær nota á morgun.“ „Eins og lagt er upp með þá er þeirra sterkasti hópur að fara að spila á þriðjudaginn, þannig að maður gerir ráð fyrir að leikmenn sem eru seinna í goggunarröðinni séu að fara að spila á morgun. Það hefur svo sem ekkert verið rætt eða tilkynnt neitt í kringum það,“ sagði Þorsteinn. Aðspurður segist Þorsteinn sjálfur ætla að rúlla sínu liði vel. „Við munum rúlla liðinu vel. Allir útileikmennirnir munu koma til með að spila og við munum rúlla þessu töluvert mikið. Við munum gera margar breytingar milli leikja og erum bara að skoða leikmenn og hvernir þeir passa inn í það sem við erum að gera.“ Þorsteinn segir að uppleggið í leikjunum verði að reyna að halda boltanum eins mikið og hægt er. „Við munum reyna að halda boltanum eins mikið og við getum og reyna að vera skapandi í leik okkar. Eins og ég segi þá gerir maður sér ekki alveg grein fyrir því hvaða liði þær stilla upp og hversu sterkt lið þetta er. Þetta verður pottþétt lið sem er á sama getustigi og við þannig að þetta verður hörkuleikur.“ „Við þurfum að vera taktísk og öguð í okkar leik og förum inn í leikinn með ákveðna hugmyndafræði og við munum reyna að koma þeim hugmyndum í framkvæmd í leiknum.“ Eins og áður segir verður Sara Björk ekki með í leiknum. Dagný Brynjarsdóttir verður einnig utan hóps eftir að hún greindist með veiruna. Það reynir því á aðra leikmenn á miðsvæðinu. „Þetta gefur öðrum leikmönnum tækifæri til að sýna hvað í þeim býr og kannski taka á sig leiðtogahlutverk. Það verður spennandi að sjá hvernig þær tækla það. Það er auðvitað alltaf missir af góðum leikmönnum, en við teljum okkur vera með leikmenn til að stýra leik okkar á miðsvæðinu og óttumst það ekki neitt.“ „Það er aldrei draumastaða að missa lykilleikmenn en þetta er raunveruleikinn sem við búim við í dag,“ sagði Þorsteinn að lokum.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Stöð 2 Sport sýnir leik Íslands og Ítalíu á þriðjudaginn Vináttulandsleikur Íslands og Ítalíu á þriðjudaginn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þetta er seinni vináttulandsleikur liðanna af tveimur. 9. apríl 2021 13:30 „Þakka guði að vera úti í Svíþjóð þar sem allt er frekar afslappað“ Landsliðskonan Hallbera Gísladóttir segist vera sátt að vera úti í Svíþjóð á þessum tíma frekar en á Íslandi þar sem æfingar og keppni í íþróttum eru bannaðar. 8. apríl 2021 13:02 Blikaáherslur í landsliðinu Alexandra Jóhannsdóttir er ekki ókunn þeim áherslum sem Þorsteinn Halldórsson hefur komið með inn í íslenska landsliðið. 8. apríl 2021 16:00 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Í beinni: Malisheva - Víkingur | Stefnan aftur sett á Sambandsdeildina Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Sjá meira
Stöð 2 Sport sýnir leik Íslands og Ítalíu á þriðjudaginn Vináttulandsleikur Íslands og Ítalíu á þriðjudaginn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þetta er seinni vináttulandsleikur liðanna af tveimur. 9. apríl 2021 13:30
„Þakka guði að vera úti í Svíþjóð þar sem allt er frekar afslappað“ Landsliðskonan Hallbera Gísladóttir segist vera sátt að vera úti í Svíþjóð á þessum tíma frekar en á Íslandi þar sem æfingar og keppni í íþróttum eru bannaðar. 8. apríl 2021 13:02
Blikaáherslur í landsliðinu Alexandra Jóhannsdóttir er ekki ókunn þeim áherslum sem Þorsteinn Halldórsson hefur komið með inn í íslenska landsliðið. 8. apríl 2021 16:00