Íslenska módelið og samtrygging Drífa Snædal skrifar 9. apríl 2021 14:30 Á Evrópuvettvangi er stöðugt fjallað um hvernig styrkja megi stéttarfélög og samtal þeirra við atvinnurekendur annars vegar og stjórnvöld hins vegar. Að evrópskum sið skal koma upp miklum sjóðum til að efla þessi samskipti og regluverk skal fylgja. Það er því ótrúlega öfugsnúið að hér á landi eru raddir sem vilja draga úr þessu samtali, miðstýra því og fækka þeim sem eiga aðild að því. Býsnast er yfir tímanum sem samtalið tekur og fjöldanum sem tekur þátt í kjaraviðræðum. Viðkvæðið sem heyrist er að kjarasamningar séu of margir og stéttarfélög of lítil. En þarna liggur einmitt styrkur hins íslenska vinnumarkaðar. Hér er há stéttarfélagsaðild, mikil þátttaka í viðræðum og ákvarðanatöku og stuttar boðleiðir. Kjaraviðræður eru nálægt fólkinu sem þær snerta. Í öðrum löndum þykir þetta eftirsóknarvert en hér hafa einhverjir misst sjónar á þeim verðmætum. Það kemur til okkar kasta að verja þau verðmæti sem við búum við og nýta þau til að bæta lífskjör í gegnum kjarasamninga og styrkingu velferðarkerfisins. Það kemur líka í okkar hlut að verja þær stoðir sem verkalýðshreyfingin byggist á, sem er hugsjónin um samtryggingu. Greitt er af launum fólks í félagssjóði, sjúkrasjóði, lífeyrissjóði, orlofssjóði, fræðslusjóði og til endurhæfingar. Þegar gefur á bátinn, heilsan brestur, sækja þarf aðstoð til að sækja vangoldin laun, tryggja þarf lífeyri á efri árum eða njóta slökunar, þá má sækja í þessa sjóði sem eru á félagslegum grunni. Sjóðirnir eru ekki bankabækur heldur samtryggingasjóðir. Greitt er eftir getu og uppskorið eftir þörfum. Við skulum alltaf hafa þetta hugfast, ekki síst á tímum nýfrjálshyggju þar sem einstaklingshyggjan ríður húsum. Samspil þessara sjóða við almannatryggingakerfið og velferðarkerfið í heild er svo tilefni til mikilvægrar umræðu sem á að vera stöðug og lifandi án þess að grunnhugsjónin hverfi. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Vinnumarkaður Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Á Evrópuvettvangi er stöðugt fjallað um hvernig styrkja megi stéttarfélög og samtal þeirra við atvinnurekendur annars vegar og stjórnvöld hins vegar. Að evrópskum sið skal koma upp miklum sjóðum til að efla þessi samskipti og regluverk skal fylgja. Það er því ótrúlega öfugsnúið að hér á landi eru raddir sem vilja draga úr þessu samtali, miðstýra því og fækka þeim sem eiga aðild að því. Býsnast er yfir tímanum sem samtalið tekur og fjöldanum sem tekur þátt í kjaraviðræðum. Viðkvæðið sem heyrist er að kjarasamningar séu of margir og stéttarfélög of lítil. En þarna liggur einmitt styrkur hins íslenska vinnumarkaðar. Hér er há stéttarfélagsaðild, mikil þátttaka í viðræðum og ákvarðanatöku og stuttar boðleiðir. Kjaraviðræður eru nálægt fólkinu sem þær snerta. Í öðrum löndum þykir þetta eftirsóknarvert en hér hafa einhverjir misst sjónar á þeim verðmætum. Það kemur til okkar kasta að verja þau verðmæti sem við búum við og nýta þau til að bæta lífskjör í gegnum kjarasamninga og styrkingu velferðarkerfisins. Það kemur líka í okkar hlut að verja þær stoðir sem verkalýðshreyfingin byggist á, sem er hugsjónin um samtryggingu. Greitt er af launum fólks í félagssjóði, sjúkrasjóði, lífeyrissjóði, orlofssjóði, fræðslusjóði og til endurhæfingar. Þegar gefur á bátinn, heilsan brestur, sækja þarf aðstoð til að sækja vangoldin laun, tryggja þarf lífeyri á efri árum eða njóta slökunar, þá má sækja í þessa sjóði sem eru á félagslegum grunni. Sjóðirnir eru ekki bankabækur heldur samtryggingasjóðir. Greitt er eftir getu og uppskorið eftir þörfum. Við skulum alltaf hafa þetta hugfast, ekki síst á tímum nýfrjálshyggju þar sem einstaklingshyggjan ríður húsum. Samspil þessara sjóða við almannatryggingakerfið og velferðarkerfið í heild er svo tilefni til mikilvægrar umræðu sem á að vera stöðug og lifandi án þess að grunnhugsjónin hverfi. Höfundur er forseti ASÍ.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun