Áfram heldur dramatíkin hjá Íslendingaliðinu Anton Ingi Leifsson skrifar 11. apríl 2021 09:30 Jostein er hættur sem yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu. mynd/heimasíða STRØMSGODSET Það hefur stormað um norska liðið Strømsgodset undanfarnar vikur en með liðinu leika Íslendingarnir Ari Leifsson og Valdimar Þór Ingimundarson. Fyrr í mánuðinum komu fram ásakanir á hendur þjálfaranum Henrik Petersen en hann á að hafa talað niðrandi til bæði starfsfólks og leikmanna liðsins sem og blaðamanna. Eftir japl, jaml og fuður ákvað Henrik svo að stíga frá borði fyrir helgi en nú er ljóst að hann er ekki sá eini sem hættir hjá norska liðinu í þessum mánuði. Jostein Flo, yfirmaður knattspyrnumála, hefur nefnilega sagt starfi sínu lausu hjá Strømsgodset eftir 25 ár í starfi og hann útskýrir hvers vegna í samtali við heimasíðu félagsins. Jostein Flo slutter som sportssjef i Strømsgodset https://t.co/5FyrpwRIUL— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) April 10, 2021 „Mín ákvörðun að hætta tengist ekkert þeim ásökunum sem hafa verið á hendur Henrik Petersen en tengist því að félagið þarf á mánudaginn að byrja að finna nýjan þjálfara. Við getum sagt að það byrji nýr kafli í Strømsgodset á mánudag,“ sagði hann og hélt áfram: „Þetta er mín ákvörðun að hætta sem yfirmaður knattspyrnumála. Ákvörðunin er ekki tekin eftir marga erilsama daga að undanförnu. Þetta er ákvörðun sem ég hef hugsað um í lengri tíma og það veit stjórn félagsins. Þetta hefur ekki verið auðvelt.“ Félagið skrifar í yfirlýsingu sinni að það sé ánægt með að Flo muni standa félaginu til boða með ráðagjafastörf næstu daga og vikur. Norski boltinn Tengdar fréttir Þjálfari Íslendingaliðs hættur vegna ásakana um rasisma Daninn Henrik Pedersen er hættur þjálfun norska úrvalsdeildarliðsins Strømsgodset vegna ásakana um rasisma. 9. apríl 2021 15:01 Leikmenn Íslendingaliðs krefjast þess að stjórinn verði rekinn Samkvæmt heimildum TV 2 í Noregi krefjast nokkrir leikmenn Strømsgodset að danska þjálfaranum Henrik Pedersen verði tafarlaust sagt upp störfum. 8. apríl 2021 07:00 Þjálfari Ara og Valdimars í funheitu sæti eftir rasísk skilaboð Henrik Pedersen, þjálfari Strømsgodset í norsku úrvalsdeildinni, er í kastljósi fjölmiðla þennan föstudaginn en hann er sakaður um kynþáttafordóma innan veggja norska liðsins. 2. apríl 2021 12:00 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Sjá meira
Fyrr í mánuðinum komu fram ásakanir á hendur þjálfaranum Henrik Petersen en hann á að hafa talað niðrandi til bæði starfsfólks og leikmanna liðsins sem og blaðamanna. Eftir japl, jaml og fuður ákvað Henrik svo að stíga frá borði fyrir helgi en nú er ljóst að hann er ekki sá eini sem hættir hjá norska liðinu í þessum mánuði. Jostein Flo, yfirmaður knattspyrnumála, hefur nefnilega sagt starfi sínu lausu hjá Strømsgodset eftir 25 ár í starfi og hann útskýrir hvers vegna í samtali við heimasíðu félagsins. Jostein Flo slutter som sportssjef i Strømsgodset https://t.co/5FyrpwRIUL— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) April 10, 2021 „Mín ákvörðun að hætta tengist ekkert þeim ásökunum sem hafa verið á hendur Henrik Petersen en tengist því að félagið þarf á mánudaginn að byrja að finna nýjan þjálfara. Við getum sagt að það byrji nýr kafli í Strømsgodset á mánudag,“ sagði hann og hélt áfram: „Þetta er mín ákvörðun að hætta sem yfirmaður knattspyrnumála. Ákvörðunin er ekki tekin eftir marga erilsama daga að undanförnu. Þetta er ákvörðun sem ég hef hugsað um í lengri tíma og það veit stjórn félagsins. Þetta hefur ekki verið auðvelt.“ Félagið skrifar í yfirlýsingu sinni að það sé ánægt með að Flo muni standa félaginu til boða með ráðagjafastörf næstu daga og vikur.
Norski boltinn Tengdar fréttir Þjálfari Íslendingaliðs hættur vegna ásakana um rasisma Daninn Henrik Pedersen er hættur þjálfun norska úrvalsdeildarliðsins Strømsgodset vegna ásakana um rasisma. 9. apríl 2021 15:01 Leikmenn Íslendingaliðs krefjast þess að stjórinn verði rekinn Samkvæmt heimildum TV 2 í Noregi krefjast nokkrir leikmenn Strømsgodset að danska þjálfaranum Henrik Pedersen verði tafarlaust sagt upp störfum. 8. apríl 2021 07:00 Þjálfari Ara og Valdimars í funheitu sæti eftir rasísk skilaboð Henrik Pedersen, þjálfari Strømsgodset í norsku úrvalsdeildinni, er í kastljósi fjölmiðla þennan föstudaginn en hann er sakaður um kynþáttafordóma innan veggja norska liðsins. 2. apríl 2021 12:00 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Sjá meira
Þjálfari Íslendingaliðs hættur vegna ásakana um rasisma Daninn Henrik Pedersen er hættur þjálfun norska úrvalsdeildarliðsins Strømsgodset vegna ásakana um rasisma. 9. apríl 2021 15:01
Leikmenn Íslendingaliðs krefjast þess að stjórinn verði rekinn Samkvæmt heimildum TV 2 í Noregi krefjast nokkrir leikmenn Strømsgodset að danska þjálfaranum Henrik Pedersen verði tafarlaust sagt upp störfum. 8. apríl 2021 07:00
Þjálfari Ara og Valdimars í funheitu sæti eftir rasísk skilaboð Henrik Pedersen, þjálfari Strømsgodset í norsku úrvalsdeildinni, er í kastljósi fjölmiðla þennan föstudaginn en hann er sakaður um kynþáttafordóma innan veggja norska liðsins. 2. apríl 2021 12:00