Stjórnvöld gætu gert áætlun um afléttingu takmarkana samhliða bólusetningu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 11. apríl 2021 18:15 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekkert því til fyrirstöðu að stjórnvöld birti áætlun um afléttingu samfélagslegra takmarkana samhliða bólusetningu landsmanna. Vísir/Einar Sóttvarnalæknir segir ekkert því til fyrirstöðu að stjórnvöld birti áætlun um afléttingu samfélagslegra takmarkana samhliða bólusetningu landsmanna. Hann bindur vonir við að hægt verði að slaka á aðgerðum um miðjan apríl. Von er á níu þúsund skömmtum af bóluefninu Pfizer til landsins á morgun og verður bólusett með efninu á þriðjudag. Þá er einnig von á ótilgreindum fjölda af bóluefninu AztraZeneca í vikunni. Á miðvikudaginn er búist við 2.400 skömmtum af bóluefninu Janssen en aðeins þarf einn skammt af efninu til að veita vörn gegn Covid19. Formaður Viðskiptaráðs vill að stjórnvöld setji fram áætlun um afléttingu samfélagslegra takmarkana samhliða bólusetningu landsmanna. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ekkert því til fyrirstöðu en sjálfur getur hann ekki unnið eftir framtíðarspá. „Ég sé ekkert að því að stjórnvöld komi með slíka áætlun nákvæmlega eins og þau gerðu með bólusetningarnar en það er ekki þannig sem ég vinn. Ég vinn ekki þannig að ég geti sagt, eftir mánuð þegar búið er að bólusetja 40 eða 50 prósent þá gerum við þetta eða hitt,“ sagði Þórólfur í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Hann segir skyldu sína að taka mið af stöðu faraldursins á hverjum tíma. „Ég verð að koma með áætlanir sem mér finnst skynsamlegar og það getur vel verið að þær séu í andstöðu við þessar áætlanir stjórnvalda og það er þá þeirra að ákveða endanlega hvernig útfærslan verður.“ „Ég sé ekkert athugunarvert við það að stjórnvöld komi með sínar áætlanir, þau eru hvort eð er ábyrg á endanum fyrir útfærslu á sóttvarnaráðstöfunum. Ég kem bara með tillögur og síðan er það stjórnvalda að ákveða hvort þau fari eftir því eða ekki,“ segir Þórólfur. Þórólfur sagði í Sprengisandi í morgun að hann bindi vonir við að hægt verði að slaka á aðgerðum um miðjan apríl. Fólk þurfi þó að búast við því að aðgerðir verði hertar á ný komi upp fleiri smit. Víglínan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Þúsundir skammta af bóluefni til landsins í vikunni Á þriðja þúsund skammta af bóluefni Janssen eru væntanlegir hingað til lands á miðvikudaginn. Eru þetta fyrstu skammtar bóluefnisins sem sendir eru hingað til lands en um er að ræða eina bóluefnið við kórónuveirunni sem tekið hefur verið í notkun og er gefið í einni sprautu. 11. apríl 2021 16:26 Kallar eftir afléttingaráætlun eftir því sem bólusetningum miðar áfram Formaður Viðskiptaráðs kallar eftir því að stjórnvöld setji fram áætlun um afléttingu samfélagslegra takmarkana samhliða bólusetningu landsmanna. Hann segir að slík áætlun myndi auðvelda rekstraraðilum og einstaklingum að skipuleggja sig og starfsemi sína, og skapa traust í samfélaginu. 11. apríl 2021 13:09 „Við erum aldrei á byrjunarreit en þetta myndi lengja aðeins líf veirunnar“ Misskipting bóluefnis gegn kórónuveirunni í heiminum gæti haft alvarlegar afleiðingar, að mati erfðafræðings. Sum bóluefni er auðvelt að uppfæra gegn nýjum afbrigðum en önnur gæti þurft að þróa frá grunni. 10. apríl 2021 21:39 Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Von er á níu þúsund skömmtum af bóluefninu Pfizer til landsins á morgun og verður bólusett með efninu á þriðjudag. Þá er einnig von á ótilgreindum fjölda af bóluefninu AztraZeneca í vikunni. Á miðvikudaginn er búist við 2.400 skömmtum af bóluefninu Janssen en aðeins þarf einn skammt af efninu til að veita vörn gegn Covid19. Formaður Viðskiptaráðs vill að stjórnvöld setji fram áætlun um afléttingu samfélagslegra takmarkana samhliða bólusetningu landsmanna. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ekkert því til fyrirstöðu en sjálfur getur hann ekki unnið eftir framtíðarspá. „Ég sé ekkert að því að stjórnvöld komi með slíka áætlun nákvæmlega eins og þau gerðu með bólusetningarnar en það er ekki þannig sem ég vinn. Ég vinn ekki þannig að ég geti sagt, eftir mánuð þegar búið er að bólusetja 40 eða 50 prósent þá gerum við þetta eða hitt,“ sagði Þórólfur í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Hann segir skyldu sína að taka mið af stöðu faraldursins á hverjum tíma. „Ég verð að koma með áætlanir sem mér finnst skynsamlegar og það getur vel verið að þær séu í andstöðu við þessar áætlanir stjórnvalda og það er þá þeirra að ákveða endanlega hvernig útfærslan verður.“ „Ég sé ekkert athugunarvert við það að stjórnvöld komi með sínar áætlanir, þau eru hvort eð er ábyrg á endanum fyrir útfærslu á sóttvarnaráðstöfunum. Ég kem bara með tillögur og síðan er það stjórnvalda að ákveða hvort þau fari eftir því eða ekki,“ segir Þórólfur. Þórólfur sagði í Sprengisandi í morgun að hann bindi vonir við að hægt verði að slaka á aðgerðum um miðjan apríl. Fólk þurfi þó að búast við því að aðgerðir verði hertar á ný komi upp fleiri smit.
Víglínan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Þúsundir skammta af bóluefni til landsins í vikunni Á þriðja þúsund skammta af bóluefni Janssen eru væntanlegir hingað til lands á miðvikudaginn. Eru þetta fyrstu skammtar bóluefnisins sem sendir eru hingað til lands en um er að ræða eina bóluefnið við kórónuveirunni sem tekið hefur verið í notkun og er gefið í einni sprautu. 11. apríl 2021 16:26 Kallar eftir afléttingaráætlun eftir því sem bólusetningum miðar áfram Formaður Viðskiptaráðs kallar eftir því að stjórnvöld setji fram áætlun um afléttingu samfélagslegra takmarkana samhliða bólusetningu landsmanna. Hann segir að slík áætlun myndi auðvelda rekstraraðilum og einstaklingum að skipuleggja sig og starfsemi sína, og skapa traust í samfélaginu. 11. apríl 2021 13:09 „Við erum aldrei á byrjunarreit en þetta myndi lengja aðeins líf veirunnar“ Misskipting bóluefnis gegn kórónuveirunni í heiminum gæti haft alvarlegar afleiðingar, að mati erfðafræðings. Sum bóluefni er auðvelt að uppfæra gegn nýjum afbrigðum en önnur gæti þurft að þróa frá grunni. 10. apríl 2021 21:39 Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Þúsundir skammta af bóluefni til landsins í vikunni Á þriðja þúsund skammta af bóluefni Janssen eru væntanlegir hingað til lands á miðvikudaginn. Eru þetta fyrstu skammtar bóluefnisins sem sendir eru hingað til lands en um er að ræða eina bóluefnið við kórónuveirunni sem tekið hefur verið í notkun og er gefið í einni sprautu. 11. apríl 2021 16:26
Kallar eftir afléttingaráætlun eftir því sem bólusetningum miðar áfram Formaður Viðskiptaráðs kallar eftir því að stjórnvöld setji fram áætlun um afléttingu samfélagslegra takmarkana samhliða bólusetningu landsmanna. Hann segir að slík áætlun myndi auðvelda rekstraraðilum og einstaklingum að skipuleggja sig og starfsemi sína, og skapa traust í samfélaginu. 11. apríl 2021 13:09
„Við erum aldrei á byrjunarreit en þetta myndi lengja aðeins líf veirunnar“ Misskipting bóluefnis gegn kórónuveirunni í heiminum gæti haft alvarlegar afleiðingar, að mati erfðafræðings. Sum bóluefni er auðvelt að uppfæra gegn nýjum afbrigðum en önnur gæti þurft að þróa frá grunni. 10. apríl 2021 21:39