Tíu illa klæddum vísað frá gosstöðvunum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. apríl 2021 20:01 Tíu manna hópi, sem var illa útbúinn, var vísað frá gosstöðvunum í Fagradalsfjalli í dag. Vísir/Egill Yfirlögregluþjónn segir fólk fara langt inn á skilgreint hættusvæði á Reykjanesskaga þrátt fyrir ítrekuð fyrirmæli um annað. Sumir taki tilsögn viðbragðsaðila ekki vel. Lögregla og Björgunarsveitir vakta gosstöðvarnar í Geldingadölum til miðnættis en þar verður lokað klukkan 21 í kvöld. Yfirlögregluþjónn á Suðurnesjunum segir að dagurinn hafi verið frekar rólegur. „Það er ekki skemmtilegt veður. Rétt fyrir klukkan þrjú í dag var tíu manna hópi snúið við því þau voru illa búin. Annars lítil umferð og ekki margir sem hafa sótt svæðið í dag,“ segir Bjarney Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjunum. Nokkuð hefur borið á því almenningur hafi farið langt inn skilgreint hættusvæði. „Við sjáum það bara öll sem erum á samfélagsmiðlum. Við sjáum alls konar myndir þar sem fólk er að fara óþarflega nálægt þrátt fyrir ítrekuð fyrirmæli um annað og sumir taka ekki tilsögn viðbragðsaðila á vettvangi mjög vel,“ segir Bjarney og bætir við að það sé þó mikill minnihluti. Dæmi eru um að fólk hafi farið inn á þröng svæði á milli hrauntunga, þar sem lítið má út af bregða og fólk lokist inni. „Við vitum náttúrulega ekkert hvað er að fara gerast. Þegar við höfum ætlað að slaka á viðbúnaði þá hefur önnur sprunga opnast og þetta er náttúrulega bara náttúran sem við erum að eiga við. En það er þessi gasmengum sem við höfum mestar áhyggjur af, sérstaklega þegar fólk er að dvelja þarna í einhvern tíma,“ segir Bjarney. Eldgos í Fagradalsfjalli Lögreglumál Björgunarsveitir Tengdar fréttir Gekk á nýju hrauni rétt fyrir sprengingu Ljósmyndari sem var á ferð við hraun úr gossprungunni á Reykjanesi sem opnaðist á öðrum degi páska varð vitni að því að maður fór upp á nýtt hraunið til að komast nær rennandi hrauntaumunum Nokkrum mínútum síðar varð sprenging neðanjarðar sem skók alla nærstadda. 11. apríl 2021 14:37 Þyrla Gæslunnar sótti veikan mann að gosstöðvum Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti fyrr í kvöld miðaldra karlmann sem missti meðvitund eftir að hafa gengið að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann var kominn niður frá gosstöðvunum og var á bílastæðinu á svæðinu þegar hann féll niður. 10. apríl 2021 23:05 Hraun frá fjórðu sprungunni virðist renna í Geldingadali Fjórða sprungan opnaðist á Reykjanesskaga í nótt. Sprungan opnaðist undir nýju hrauni og virðist það renna í Geldingadali. 10. apríl 2021 10:10 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Lögregla og Björgunarsveitir vakta gosstöðvarnar í Geldingadölum til miðnættis en þar verður lokað klukkan 21 í kvöld. Yfirlögregluþjónn á Suðurnesjunum segir að dagurinn hafi verið frekar rólegur. „Það er ekki skemmtilegt veður. Rétt fyrir klukkan þrjú í dag var tíu manna hópi snúið við því þau voru illa búin. Annars lítil umferð og ekki margir sem hafa sótt svæðið í dag,“ segir Bjarney Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjunum. Nokkuð hefur borið á því almenningur hafi farið langt inn skilgreint hættusvæði. „Við sjáum það bara öll sem erum á samfélagsmiðlum. Við sjáum alls konar myndir þar sem fólk er að fara óþarflega nálægt þrátt fyrir ítrekuð fyrirmæli um annað og sumir taka ekki tilsögn viðbragðsaðila á vettvangi mjög vel,“ segir Bjarney og bætir við að það sé þó mikill minnihluti. Dæmi eru um að fólk hafi farið inn á þröng svæði á milli hrauntunga, þar sem lítið má út af bregða og fólk lokist inni. „Við vitum náttúrulega ekkert hvað er að fara gerast. Þegar við höfum ætlað að slaka á viðbúnaði þá hefur önnur sprunga opnast og þetta er náttúrulega bara náttúran sem við erum að eiga við. En það er þessi gasmengum sem við höfum mestar áhyggjur af, sérstaklega þegar fólk er að dvelja þarna í einhvern tíma,“ segir Bjarney.
Eldgos í Fagradalsfjalli Lögreglumál Björgunarsveitir Tengdar fréttir Gekk á nýju hrauni rétt fyrir sprengingu Ljósmyndari sem var á ferð við hraun úr gossprungunni á Reykjanesi sem opnaðist á öðrum degi páska varð vitni að því að maður fór upp á nýtt hraunið til að komast nær rennandi hrauntaumunum Nokkrum mínútum síðar varð sprenging neðanjarðar sem skók alla nærstadda. 11. apríl 2021 14:37 Þyrla Gæslunnar sótti veikan mann að gosstöðvum Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti fyrr í kvöld miðaldra karlmann sem missti meðvitund eftir að hafa gengið að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann var kominn niður frá gosstöðvunum og var á bílastæðinu á svæðinu þegar hann féll niður. 10. apríl 2021 23:05 Hraun frá fjórðu sprungunni virðist renna í Geldingadali Fjórða sprungan opnaðist á Reykjanesskaga í nótt. Sprungan opnaðist undir nýju hrauni og virðist það renna í Geldingadali. 10. apríl 2021 10:10 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Gekk á nýju hrauni rétt fyrir sprengingu Ljósmyndari sem var á ferð við hraun úr gossprungunni á Reykjanesi sem opnaðist á öðrum degi páska varð vitni að því að maður fór upp á nýtt hraunið til að komast nær rennandi hrauntaumunum Nokkrum mínútum síðar varð sprenging neðanjarðar sem skók alla nærstadda. 11. apríl 2021 14:37
Þyrla Gæslunnar sótti veikan mann að gosstöðvum Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti fyrr í kvöld miðaldra karlmann sem missti meðvitund eftir að hafa gengið að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann var kominn niður frá gosstöðvunum og var á bílastæðinu á svæðinu þegar hann féll niður. 10. apríl 2021 23:05
Hraun frá fjórðu sprungunni virðist renna í Geldingadali Fjórða sprungan opnaðist á Reykjanesskaga í nótt. Sprungan opnaðist undir nýju hrauni og virðist það renna í Geldingadali. 10. apríl 2021 10:10