Harry kominn til Bretlands og mun dvelja í sóttkví fram að útför Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. apríl 2021 07:39 Menn velta því nú fyrir sér hvort Harry mun nota ferðina til að miðla málum eftir umdeilt viðtal hjónanna við Opruh Winfrey. Harry Bretaprins er sagður vera kominn til Englands til að sækja útför afa síns. Filippus prins lést 9. apríl síðastliðinn en útför hans mun fara fram í kapellu St. Georgs við Windsor-kastala laugardaginn 17. apríl. Talsmenn konungsfjölskyldunnar í Buckingham-höll staðfestu á laugardag að Harry myndi snúa aftur frá Bandaríkjunum til að verða viðstaddur athöfnina. Eiginkona hans, Meghan Markle, verður hins vegar eftir þar sem hún er kominn langt á leið með annað barn þeirra. Prinsinn er sagður hafa flogið með British Airways frá Los Angeles í gær. Þá greinir The Sun frá því að lögregla hafi tekið á móti Harry á vellinum og ekið honum á brott í Range Rover. Hann er talinn hafa verið fluttur í Kensington-höll. Þar mun hann dvelja í sóttkví, sem reglum samkvæmt á að vera tíu dagar. Harry mun hins vegar nýta sér undanþágu, sem kveður á um að einstaklingar megi yfirgefa dvalarstað sinn tímabundið af „mannúðarástæðum“. Útfarir falla þar undir. Harry mun hafa þurft að skila neikvæðri niðurstöðu úr Covid-prófi áður en hann lagði af stað og þarf að taka tvö slík í Bretlandi, auk þess að gefa upp fast heimilisfang í sóttkví. Samkvæmt Sky News verður hámarksfjöldi viðstaddra við útför Filippusar 30, samkvæmt sóttvarnareglum en samkvæmt áætlun sem var gerð áður en heimsfaraldurinn braust út var gert ráð fyrir að um 800 yrðu viðstaddir. Forsætisráðherrann Boris Johnson hefur sagt að hann muni ekki mæta, til að taka ekki pláss frá fjölskyldumeðlimum. Elísabet og Filippus eiga fjögur börn og átta barnabörn, auk maka. Drottningin hefur sagt fráfall eiginmannsins hafa skilið eftir stórt tómarúm. Bretland Kóngafólk Harry og Meghan Andlát Filippusar prins Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Talsmenn konungsfjölskyldunnar í Buckingham-höll staðfestu á laugardag að Harry myndi snúa aftur frá Bandaríkjunum til að verða viðstaddur athöfnina. Eiginkona hans, Meghan Markle, verður hins vegar eftir þar sem hún er kominn langt á leið með annað barn þeirra. Prinsinn er sagður hafa flogið með British Airways frá Los Angeles í gær. Þá greinir The Sun frá því að lögregla hafi tekið á móti Harry á vellinum og ekið honum á brott í Range Rover. Hann er talinn hafa verið fluttur í Kensington-höll. Þar mun hann dvelja í sóttkví, sem reglum samkvæmt á að vera tíu dagar. Harry mun hins vegar nýta sér undanþágu, sem kveður á um að einstaklingar megi yfirgefa dvalarstað sinn tímabundið af „mannúðarástæðum“. Útfarir falla þar undir. Harry mun hafa þurft að skila neikvæðri niðurstöðu úr Covid-prófi áður en hann lagði af stað og þarf að taka tvö slík í Bretlandi, auk þess að gefa upp fast heimilisfang í sóttkví. Samkvæmt Sky News verður hámarksfjöldi viðstaddra við útför Filippusar 30, samkvæmt sóttvarnareglum en samkvæmt áætlun sem var gerð áður en heimsfaraldurinn braust út var gert ráð fyrir að um 800 yrðu viðstaddir. Forsætisráðherrann Boris Johnson hefur sagt að hann muni ekki mæta, til að taka ekki pláss frá fjölskyldumeðlimum. Elísabet og Filippus eiga fjögur börn og átta barnabörn, auk maka. Drottningin hefur sagt fráfall eiginmannsins hafa skilið eftir stórt tómarúm.
Bretland Kóngafólk Harry og Meghan Andlát Filippusar prins Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira