Gætu þurft að neita að taka á móti „þungum“ sjúklingum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. apríl 2021 10:37 María segist aðeins fara fram á að einingaverðið verði leiðrétt til að mæta kjarasamningsbundnum launahækkunum. Vísir/Vilhelm Hrafnista hefur ekkert svigrúm til að segja upp starfsfólki þar sem heimilin þurfa enn að veita ákveðna þjónustu. Þetta segir María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistuheimilanna, en hátt í fjörtíu starfsmönnum hefur verið sagt upp síðustu mánaðamót. Meðal þeirra sem misstu starfið voru stjórnendur, heilbrigðisstarfsfólk og fólk sem starfaði við ræstingar; fólk í öllum störfum, eins og María orðar það. Hún segir einingaverðið sem fjármálaráðuneytið ákvarðaði 8. febrúar síðastliðnum ekki ná að dekka kjarasamningsbundnar launahækkanir, eins og það á að gera. „Og við sáum bara fram á að við værum að fara í bullandi tap,“ segir María. „Við erum að tala um að það vanti þrjú til fjögur prósent upp á einingaverðið, sem þýðir þrjú til fjögurhundruð milljónir fyrir öll Hrafnistuheimilin árið 2021.“ Einingaverðið er notað til að reikna út grunnhjúkrunargjald, sem María segir nú vera 38 þúsund á sólahring. Gætu þurft að draga úr þjónustu Þetta grunnhjúkrunargjald er of lágt, segir María, sem setti sig í samband við heilbrigðisráðuneytið áður en gripið var til uppsagna. Þar var hins vegar fátt um svör. Hún krefst þess að einingaverðið verði leiðrétt. María segir stefna í tap þrátt fyrir uppsagnirnar en sér hún fram á frekari aðgerðir? „Við sjáum ekki hvernig við eigum að gera það þar sem við teljum okkur vera komin inn að beini miðað við þá þjónustu sem við eigum að veita. Og við þurfum að vernda okkar íbúa og okkar starfsmenn,“ segir hún. Þannig stefni raunar í það að Hrafnista þurfi að draga úr þjónustu. „Það er að segja að við séum þá ekki að taka við mögulega eins þungum einstaklingum; einstaklingum sem þurfa gríðarlega mikla hjúkrun. Við þurfum einhvern veginn að vinna á móti þessum aðgerðum stjórnvalda.“ María segist ímynda sér að fleiri hjúkrunarheimili séu í sömu sporum. Hrafnista búi í raun vel að hafa verið réttu megin við núllið rekstrarlega og það sé ekki síst að þakka stærðarhagkvæmni. Í síðustu viku skilaði fjármálaráðuneytið útreikningum einingaverðsins til heilbrigðisráðuneytisins. Þaðan fara þeir til Sjúkratrygginga. Í kjölfarið segist María vonast til að hreyfing komist á málið. Heilbrigðismál Eldri borgarar Bítið Hjúkrunarheimili Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Meðal þeirra sem misstu starfið voru stjórnendur, heilbrigðisstarfsfólk og fólk sem starfaði við ræstingar; fólk í öllum störfum, eins og María orðar það. Hún segir einingaverðið sem fjármálaráðuneytið ákvarðaði 8. febrúar síðastliðnum ekki ná að dekka kjarasamningsbundnar launahækkanir, eins og það á að gera. „Og við sáum bara fram á að við værum að fara í bullandi tap,“ segir María. „Við erum að tala um að það vanti þrjú til fjögur prósent upp á einingaverðið, sem þýðir þrjú til fjögurhundruð milljónir fyrir öll Hrafnistuheimilin árið 2021.“ Einingaverðið er notað til að reikna út grunnhjúkrunargjald, sem María segir nú vera 38 þúsund á sólahring. Gætu þurft að draga úr þjónustu Þetta grunnhjúkrunargjald er of lágt, segir María, sem setti sig í samband við heilbrigðisráðuneytið áður en gripið var til uppsagna. Þar var hins vegar fátt um svör. Hún krefst þess að einingaverðið verði leiðrétt. María segir stefna í tap þrátt fyrir uppsagnirnar en sér hún fram á frekari aðgerðir? „Við sjáum ekki hvernig við eigum að gera það þar sem við teljum okkur vera komin inn að beini miðað við þá þjónustu sem við eigum að veita. Og við þurfum að vernda okkar íbúa og okkar starfsmenn,“ segir hún. Þannig stefni raunar í það að Hrafnista þurfi að draga úr þjónustu. „Það er að segja að við séum þá ekki að taka við mögulega eins þungum einstaklingum; einstaklingum sem þurfa gríðarlega mikla hjúkrun. Við þurfum einhvern veginn að vinna á móti þessum aðgerðum stjórnvalda.“ María segist ímynda sér að fleiri hjúkrunarheimili séu í sömu sporum. Hrafnista búi í raun vel að hafa verið réttu megin við núllið rekstrarlega og það sé ekki síst að þakka stærðarhagkvæmni. Í síðustu viku skilaði fjármálaráðuneytið útreikningum einingaverðsins til heilbrigðisráðuneytisins. Þaðan fara þeir til Sjúkratrygginga. Í kjölfarið segist María vonast til að hreyfing komist á málið.
Heilbrigðismál Eldri borgarar Bítið Hjúkrunarheimili Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira