Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi segir að ákveðið hafi verið að rannsaka málið nánar þar sem ýmislegt benti til þess að karlmaðurinn stæði í dreifingu fíkniefna. Lögregla réðst í greiningu á fjármálum viðkomandi.
Í ljós kom að á um það bil tveggja ára tímabili hefðu um tuttugu milljónir króna farið í gegnum reikninga honum tengdum sem ekki töldust til launa eða annarra útskýrðra greiðslna.
Að sögn lögreglu hefur karlmaðurinn játað brot sitt og dreifingu fíkniefna. Ber hann fyrir sig að fjármögnunin skýrist af eigin neyslu. Málið er enn til rannsóknar en verður í framhaldinu sent ákæruvaldi sem tekur ákvörðun um hvort ákært verði í málinu.