Krefjast „afdráttarlausrar og löngu tímabærrar“ afstöðu KSÍ með réttindum verkafólks Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. apríl 2021 08:58 Guðni Bergsson er formaður KSÍ og Drífa Snædal forseti ASÍ. „Miðstjórn ASÍ krefst þess að KSÍ taki afdráttarlausa og löngu tímabæra afstöðu með réttindum verkafólks og gagnrýni með skýrum hætti yfirvöld í Katar og yfirstjórn FIFA. Knattspyrna má aldrei verða á kostnað mannréttinda!“ Þannig lýkur opnu bréfi Alþýðusambands Íslands til Knattspyrnusambands Íslands, þar sem fjallað er um aðbúnað farandverkafólks í Katar, í tengslum við undirbúning heimsmeistaramótsins í knattspyrnu 2022. Í bréfinu er meðal annars vísaði í umfjöllun Guardian, þar sem fram kom að 6.500 hefðu látið lífið við mannvirkja- og vegaframkvæmdir vegna mótsins, og þess að landslið Noregs, Hollands og Þýskalands hafi sýnt samstöðu með verkafólkinu. Vísir birtir bréfið í heild: „Opið bréf ASÍ til KSÍ Fréttir af skelfilegum aðbúnaði farandverkafólks hafa borist reglulega frá Katar allt frá því að ákveðið var að halda heimsmeistaramót karla í fótbolta þar í landi. Þrátt fyrir harða gagnrýni á stjórnvöld í Katar og á yfirstjórn Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA) hækkar enn tala látinna. Nýleg umfjöllun breska dagsblaðsins The Guardian leiddi í ljós að fleiri en 6.500 farandverkamenn hafa látist við uppbyggingu mannvirkja og vegaframkvæmdir vegna mótsins. Það jafngildir því að tólf einstaklingar hafi látið lífið í hverri viku síðastliðin tíu ár. Ætla má að raunverulegur fjöldi látinna sé mun hærri því ekki hafa fengist tölur um dauðsföll verkafólks frá meðal annars Filippseyjum og Keníu. Langir vinnudagar, ófullnægjandi öryggisbúnaður, næringarsnauður matur og þrúgandi hiti einkenna aðbúnað farandverkafólks og algengar dánarorsakir eru slys, hjartastopp og sjálfsvíg. Á bak við tölur yfir látna er enn stærri hópur fjölskyldna sem hafa misst ástvini og oft einu fyrirvinnuna. Við upphaf framkvæmdanna spáði Alþjóðasamband verkalýðsfélaga (ITUC) því að um fjögur þúsund manns gætu misst lífið ef ekkert yrði að gert í að bæta aðbúnað farandverkafólks. Eftir því sem leið á framkvæmdirnar hækkaði spáin um mögulegan fjölda látinna, enda varð ljóst að ekki stóð til að grípa til viðeigandi aðgerða og að FIFA beitti áhrifum sínum aðeins í orði, en ekki á borði. Þrátt fyrir mikilvægar lagabreytingar sem náðust fyrir tilstilli þrýstings Alþjóðavinnumálastofnunarinnar, ITUC og fleiri samtaka – þar sem innleidd voru lágmarkslaun og afnumin lagaákvæði sem gerðu farandverkafólk svo háð atvinnurekendum að því mátti líkja við þrælahald – er raunverulegur aðbúnaður farandverkafólks enn til háborinnar skammar. Aðbúnaður verkafólks í Katar er ekki einsdæmi, það er gömul saga og ný að við uppbyggingu í aðdraganda íþróttaviðburða ríkir oft óreiða og af einhverjum ástæðum virðist þykja eðlilegt að telja fórnarkostnaðinn í mannslífum. En hversu margir farandverkamenn mega missa lífið til þess að fórnarkostnaðurinn sé talinn óásættanlegur? Fótboltalandslið í Noregi, Hollandi og Þýskalandi hafa sýnt samstöðu með verkafólki í Katar en ekkert hefur heyrst frá knattspyrnuhreyfingunni á Íslandi þrátt fyrir ítrekað ákall frá verkalýðshreyfingunni og mannréttindasamtökum og áralanga vitneskju um gróf mannréttindabrot. Miðstjórn ASÍ krefst þess að KSÍ taki afdráttarlausa og löngu tímabæra afstöðu með réttindum verkafólks og gagnrýni með skýrum hætti yfirvöld í Katar og yfirstjórn FIFA. Knattspyrna má aldrei verða á kostnað mannréttinda! F.h. miðstjórnar ASÍ, Drífa Snædal, forseti ASÍ“ KSÍ Katar HM 2022 í Katar Mannréttindi Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Erlent Fleiri fréttir Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Sjá meira
Þannig lýkur opnu bréfi Alþýðusambands Íslands til Knattspyrnusambands Íslands, þar sem fjallað er um aðbúnað farandverkafólks í Katar, í tengslum við undirbúning heimsmeistaramótsins í knattspyrnu 2022. Í bréfinu er meðal annars vísaði í umfjöllun Guardian, þar sem fram kom að 6.500 hefðu látið lífið við mannvirkja- og vegaframkvæmdir vegna mótsins, og þess að landslið Noregs, Hollands og Þýskalands hafi sýnt samstöðu með verkafólkinu. Vísir birtir bréfið í heild: „Opið bréf ASÍ til KSÍ Fréttir af skelfilegum aðbúnaði farandverkafólks hafa borist reglulega frá Katar allt frá því að ákveðið var að halda heimsmeistaramót karla í fótbolta þar í landi. Þrátt fyrir harða gagnrýni á stjórnvöld í Katar og á yfirstjórn Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA) hækkar enn tala látinna. Nýleg umfjöllun breska dagsblaðsins The Guardian leiddi í ljós að fleiri en 6.500 farandverkamenn hafa látist við uppbyggingu mannvirkja og vegaframkvæmdir vegna mótsins. Það jafngildir því að tólf einstaklingar hafi látið lífið í hverri viku síðastliðin tíu ár. Ætla má að raunverulegur fjöldi látinna sé mun hærri því ekki hafa fengist tölur um dauðsföll verkafólks frá meðal annars Filippseyjum og Keníu. Langir vinnudagar, ófullnægjandi öryggisbúnaður, næringarsnauður matur og þrúgandi hiti einkenna aðbúnað farandverkafólks og algengar dánarorsakir eru slys, hjartastopp og sjálfsvíg. Á bak við tölur yfir látna er enn stærri hópur fjölskyldna sem hafa misst ástvini og oft einu fyrirvinnuna. Við upphaf framkvæmdanna spáði Alþjóðasamband verkalýðsfélaga (ITUC) því að um fjögur þúsund manns gætu misst lífið ef ekkert yrði að gert í að bæta aðbúnað farandverkafólks. Eftir því sem leið á framkvæmdirnar hækkaði spáin um mögulegan fjölda látinna, enda varð ljóst að ekki stóð til að grípa til viðeigandi aðgerða og að FIFA beitti áhrifum sínum aðeins í orði, en ekki á borði. Þrátt fyrir mikilvægar lagabreytingar sem náðust fyrir tilstilli þrýstings Alþjóðavinnumálastofnunarinnar, ITUC og fleiri samtaka – þar sem innleidd voru lágmarkslaun og afnumin lagaákvæði sem gerðu farandverkafólk svo háð atvinnurekendum að því mátti líkja við þrælahald – er raunverulegur aðbúnaður farandverkafólks enn til háborinnar skammar. Aðbúnaður verkafólks í Katar er ekki einsdæmi, það er gömul saga og ný að við uppbyggingu í aðdraganda íþróttaviðburða ríkir oft óreiða og af einhverjum ástæðum virðist þykja eðlilegt að telja fórnarkostnaðinn í mannslífum. En hversu margir farandverkamenn mega missa lífið til þess að fórnarkostnaðurinn sé talinn óásættanlegur? Fótboltalandslið í Noregi, Hollandi og Þýskalandi hafa sýnt samstöðu með verkafólki í Katar en ekkert hefur heyrst frá knattspyrnuhreyfingunni á Íslandi þrátt fyrir ítrekað ákall frá verkalýðshreyfingunni og mannréttindasamtökum og áralanga vitneskju um gróf mannréttindabrot. Miðstjórn ASÍ krefst þess að KSÍ taki afdráttarlausa og löngu tímabæra afstöðu með réttindum verkafólks og gagnrýni með skýrum hætti yfirvöld í Katar og yfirstjórn FIFA. Knattspyrna má aldrei verða á kostnað mannréttinda! F.h. miðstjórnar ASÍ, Drífa Snædal, forseti ASÍ“
KSÍ Katar HM 2022 í Katar Mannréttindi Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Erlent Fleiri fréttir Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent