Ætla sér að slá út „besta lið heims“ í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 13. apríl 2021 10:00 Thomas Müller og félagar skoruðu tvö mörk í fyrri leiknum gegn PSG en fengu aragrúa færa til viðbótar. EPA/LUKAS BARTH-TUTTAS Mauricio Pochettino segir að PSG þurfi að slá út „besta lið heims“ í kvöld til að komast áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Ljóst er að Bayern München þarf að skora tvö mörk í París í kvöld, eftir að PSG vann leikinn í Þýskalandi 3-2. Bæjarar óðu í færum í fyrri leiknum og áttu 31 skottilraun. Þeir spyrja sig eflaust hver staðan væri í einvíginu ef Roberts Lewandowski nyti við en hann verður áfram frá keppni vegna meiðsla í kvöld. „Við verðum ánægðir ef við fáum sama fjölda af færum aftur. Í þetta skiptið náum við vonandi að nýta þau betur,“ sagði Thomas Müller á blaðamannafundi í gær. Müller segir Bæjara ætla að nýta sér það að leikmenn PSG óttist að missa forskotið sem þeir náðu í Þýskalandi. „Það er mannlegt eðli og við viljum nýta okkur það.“ Meiðsli hafa hrjáð leikmenn Bayern og Müller grínaðist með það á samfélagsmiðlum að Arjen Robben ætti að koma með til Parísar. Robben var að jafna sig af meiðslum, en er auðvitað ekki lengur leikmaður Bayern heldur Groningen heima í Hollandi. Thomas Müller skrifaði athugasemd við Instagram-færslu Arjen Robben og grínaðist með að hann ætti að koma með til Parísar. Serge Gnabry, Douglas Costa, Niklas Süle og Corentin Tolisso missa allir af leiknum. Evrópumeistararnir hafa aftur á móti endurheimt Lucas Hernandez og Leon Goretzka og ætti Hernandez að vera í byrjunarliðinu í kvöld. Kingsley Coman fékk líka grænt ljós þrátt fyrir högg á hnéð í jafnteflinu við Union Berlín um helgina. Meiðsli gætu einnig sett strik í reikninginn hjá PSG þar sem fyrirliðinn Marquinhos meiddist í fyrri leiknum. Pochettino sagði í gær að Marquinhos yrði líklega í hópnum í kvöld „en ég held að hann muni ekki byrja leikinn.“ Þá eru Marco Verratti og Alessandro Florenzi byrjaðir að æfa aftur eftir að hafa fengið kórónuveiruna og verið í einangrun í tíu daga, og því misst af fyrri leik liðanna. Kylian Mbappé gerði gæfumuninn fyrir PSG með tveimur mörkum í fyrri leiknum.EPA/LUKAS BARTH-TUTTAS Pochettino gerir sér fulla grein fyrir því hve mikið afrek það yrði að slá út Bayern, liðið sem PSG tapaði fyrir í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra. „Að mínu mati getur allt gerst. Bayern er þessa stundina besta lið í heimi. Ég ber gríðarlega virðingu fyrir félaginu. Að sama skapi höfum við fulla trú á okkar styrkleikum og við vitum að við verðum að fara í þennan leik með það í huga að vinna hann,“ sagði Pochettino. Leikur PSG og Bayern er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 í kvöld, og leikur Chelsea og Porto á Stöð 2 Sport 2. Leikirnir hefjast kl. 19 en upphitun hefst kl. 18.15 á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Fótbolti Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Íslenski boltinn Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Sport Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Íslenski boltinn Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Sjá meira
Bæjarar óðu í færum í fyrri leiknum og áttu 31 skottilraun. Þeir spyrja sig eflaust hver staðan væri í einvíginu ef Roberts Lewandowski nyti við en hann verður áfram frá keppni vegna meiðsla í kvöld. „Við verðum ánægðir ef við fáum sama fjölda af færum aftur. Í þetta skiptið náum við vonandi að nýta þau betur,“ sagði Thomas Müller á blaðamannafundi í gær. Müller segir Bæjara ætla að nýta sér það að leikmenn PSG óttist að missa forskotið sem þeir náðu í Þýskalandi. „Það er mannlegt eðli og við viljum nýta okkur það.“ Meiðsli hafa hrjáð leikmenn Bayern og Müller grínaðist með það á samfélagsmiðlum að Arjen Robben ætti að koma með til Parísar. Robben var að jafna sig af meiðslum, en er auðvitað ekki lengur leikmaður Bayern heldur Groningen heima í Hollandi. Thomas Müller skrifaði athugasemd við Instagram-færslu Arjen Robben og grínaðist með að hann ætti að koma með til Parísar. Serge Gnabry, Douglas Costa, Niklas Süle og Corentin Tolisso missa allir af leiknum. Evrópumeistararnir hafa aftur á móti endurheimt Lucas Hernandez og Leon Goretzka og ætti Hernandez að vera í byrjunarliðinu í kvöld. Kingsley Coman fékk líka grænt ljós þrátt fyrir högg á hnéð í jafnteflinu við Union Berlín um helgina. Meiðsli gætu einnig sett strik í reikninginn hjá PSG þar sem fyrirliðinn Marquinhos meiddist í fyrri leiknum. Pochettino sagði í gær að Marquinhos yrði líklega í hópnum í kvöld „en ég held að hann muni ekki byrja leikinn.“ Þá eru Marco Verratti og Alessandro Florenzi byrjaðir að æfa aftur eftir að hafa fengið kórónuveiruna og verið í einangrun í tíu daga, og því misst af fyrri leik liðanna. Kylian Mbappé gerði gæfumuninn fyrir PSG með tveimur mörkum í fyrri leiknum.EPA/LUKAS BARTH-TUTTAS Pochettino gerir sér fulla grein fyrir því hve mikið afrek það yrði að slá út Bayern, liðið sem PSG tapaði fyrir í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra. „Að mínu mati getur allt gerst. Bayern er þessa stundina besta lið í heimi. Ég ber gríðarlega virðingu fyrir félaginu. Að sama skapi höfum við fulla trú á okkar styrkleikum og við vitum að við verðum að fara í þennan leik með það í huga að vinna hann,“ sagði Pochettino. Leikur PSG og Bayern er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 í kvöld, og leikur Chelsea og Porto á Stöð 2 Sport 2. Leikirnir hefjast kl. 19 en upphitun hefst kl. 18.15 á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Fótbolti Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Íslenski boltinn Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Sport Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Íslenski boltinn Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Sjá meira
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn