Íslenski landsliðsmaðurinn sleit hásin í leik gegn Tambov í síðustu viku og verður ekki meira með á tímabilinu. Hörður fór í aðgerð í Finnlandi á föstudaginn sem gekk vel.
Fyrir leik CSKA Moskvu og Rotor Volgograd í rússnesku úrvalsdeildinni í gær klæddust leikmenn Moskvuliðsins bolum þar sem Herði var óskað góðs bata.
Kveðjurnar voru bæði á íslensku og rússnesku og aftan á bolunum var númerið 23 sem er treyjunúmer Harðar.
Stuðningsmenn CSKA Moskvu héldu einnig á borðum í stúkunni þar sem þeir sendu Herði batakveðjur.
Hörður þakkaði fyrir stuðninginn og batakveðjurnar á Twitter í gær og sagði að þær hvettu hann áfram.
Really thankful for this gesture from my teammates, the club and fans It means alot and motivates me. We are in this together!
— Hörður B. Magnússon (@HordurM34) April 12, 2021
, . ! @pfc_cska https://t.co/8UqEReRtFz
CSKA Moskva vann leikinn í gær, 2-0, en Arnór Sigurðsson lagði upp fyrra mark liðsins. Skagamaðurinn lék fyrstu 64 mínútur leiksins.
CSKA Moskva er í 4. sæti rússnesku úrvalsdeildarinnar með 46 stig.