Dagur mátti mæta í bólusetningu í morgun en ætlar að bíða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. apríl 2021 10:59 Fróðlegt verður að sjá hvort fleiri heilbrigðisstarfsmenn, sem ekki eru í samskiptum við sjúklinga, fari að fordæmi Dags, Þórólfs og fleiri. Vísir/Vilhlm Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík og læknir, þáði ekki bólusetningu sem honum stóð til boða í morgun. Hann fékk sent boð á föstudaginn vegna læknisfræðimenntunar sinnar og átti pláss klukkan 10:10 í dag í fyrri Pfizer sprautuna. Borgarstjóri greinir frá því á Facebook að hjartað hafi tekið kipp þegar hann fékk boð í bólusetningu með SMS-skilaboðum síðastliðinn föstudag. „Ég átti að mæta núna kl. 10.10 og fá skammt frá Pfizer. Við frekari eftirgrennslan kom í ljós að verið var að bjóða mér sem lækni. Það góða boð mun ég því ekki þiggja þar sem ég er ekki að hitta sjúklinga,“ segir Dagur sem hefur starfað í pólitík í lengri tíma. Fer hann þannig að tilmælum Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis að fólk sem ekki er í beinum tengslum við sjúklinga þiggi ekki boð um bólusetningu þótt það fái boð þess efnis. Ekki hafi verið hægt að greina á milli starfandi heilbrigðisstarfsfólks sem sinni sjúklinga og annarra með réttindi sem jafnvel hafi ekki starfað við fagið í lengri tíma. „Ég er hins vegar með gigt og á ónæmisbælandi lyfjum. Og fólk með undirliggjandi sjúkdóma er einmitt í næsta forgangshópi.“ Hann segir að fyrirspurn sín um bólusetningaboðið hafi dregið fram ánægjulegar staðreyndir sem séu líklega ekki á allra vitorði. „Í þessari viku geta orðið margir stórir bólusetningardagar þótt þeir hafi ekki verið staðfestir og í næstu viku og þar næstu ættu stórir hópar fólks með undirliggjandi sjúkdóma að geta fengið bólusetningu.“ Styttist í kennara og leikskólastarfsfólk Alls séu þetta um fimmtíu þúsund manns og auk þess hafi allstór hópur þegar fengið sinn skammt vegna aldurs. „Forgangsraðaðað verður eftir aldri og mun ég glaður þiggja minn skammt þegar kemur að mér. Þetta þýðir einnig að það styttist í leikskólastarfsfólk og kennara og aðra forgangshópa og síðan almenna bólusetningu fyrir alla þótt þetta hafi ekki verið tímasett upp á dag.“ Hann segir bólusetningar í traustum höndum heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu og honum heyrist allir á einu máli um að skipulag og utanumhald sé til fyrirmyndar. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Borgarstjóri greinir frá því á Facebook að hjartað hafi tekið kipp þegar hann fékk boð í bólusetningu með SMS-skilaboðum síðastliðinn föstudag. „Ég átti að mæta núna kl. 10.10 og fá skammt frá Pfizer. Við frekari eftirgrennslan kom í ljós að verið var að bjóða mér sem lækni. Það góða boð mun ég því ekki þiggja þar sem ég er ekki að hitta sjúklinga,“ segir Dagur sem hefur starfað í pólitík í lengri tíma. Fer hann þannig að tilmælum Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis að fólk sem ekki er í beinum tengslum við sjúklinga þiggi ekki boð um bólusetningu þótt það fái boð þess efnis. Ekki hafi verið hægt að greina á milli starfandi heilbrigðisstarfsfólks sem sinni sjúklinga og annarra með réttindi sem jafnvel hafi ekki starfað við fagið í lengri tíma. „Ég er hins vegar með gigt og á ónæmisbælandi lyfjum. Og fólk með undirliggjandi sjúkdóma er einmitt í næsta forgangshópi.“ Hann segir að fyrirspurn sín um bólusetningaboðið hafi dregið fram ánægjulegar staðreyndir sem séu líklega ekki á allra vitorði. „Í þessari viku geta orðið margir stórir bólusetningardagar þótt þeir hafi ekki verið staðfestir og í næstu viku og þar næstu ættu stórir hópar fólks með undirliggjandi sjúkdóma að geta fengið bólusetningu.“ Styttist í kennara og leikskólastarfsfólk Alls séu þetta um fimmtíu þúsund manns og auk þess hafi allstór hópur þegar fengið sinn skammt vegna aldurs. „Forgangsraðaðað verður eftir aldri og mun ég glaður þiggja minn skammt þegar kemur að mér. Þetta þýðir einnig að það styttist í leikskólastarfsfólk og kennara og aðra forgangshópa og síðan almenna bólusetningu fyrir alla þótt þetta hafi ekki verið tímasett upp á dag.“ Hann segir bólusetningar í traustum höndum heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu og honum heyrist allir á einu máli um að skipulag og utanumhald sé til fyrirmyndar.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira