Dagur mátti mæta í bólusetningu í morgun en ætlar að bíða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. apríl 2021 10:59 Fróðlegt verður að sjá hvort fleiri heilbrigðisstarfsmenn, sem ekki eru í samskiptum við sjúklinga, fari að fordæmi Dags, Þórólfs og fleiri. Vísir/Vilhlm Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík og læknir, þáði ekki bólusetningu sem honum stóð til boða í morgun. Hann fékk sent boð á föstudaginn vegna læknisfræðimenntunar sinnar og átti pláss klukkan 10:10 í dag í fyrri Pfizer sprautuna. Borgarstjóri greinir frá því á Facebook að hjartað hafi tekið kipp þegar hann fékk boð í bólusetningu með SMS-skilaboðum síðastliðinn föstudag. „Ég átti að mæta núna kl. 10.10 og fá skammt frá Pfizer. Við frekari eftirgrennslan kom í ljós að verið var að bjóða mér sem lækni. Það góða boð mun ég því ekki þiggja þar sem ég er ekki að hitta sjúklinga,“ segir Dagur sem hefur starfað í pólitík í lengri tíma. Fer hann þannig að tilmælum Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis að fólk sem ekki er í beinum tengslum við sjúklinga þiggi ekki boð um bólusetningu þótt það fái boð þess efnis. Ekki hafi verið hægt að greina á milli starfandi heilbrigðisstarfsfólks sem sinni sjúklinga og annarra með réttindi sem jafnvel hafi ekki starfað við fagið í lengri tíma. „Ég er hins vegar með gigt og á ónæmisbælandi lyfjum. Og fólk með undirliggjandi sjúkdóma er einmitt í næsta forgangshópi.“ Hann segir að fyrirspurn sín um bólusetningaboðið hafi dregið fram ánægjulegar staðreyndir sem séu líklega ekki á allra vitorði. „Í þessari viku geta orðið margir stórir bólusetningardagar þótt þeir hafi ekki verið staðfestir og í næstu viku og þar næstu ættu stórir hópar fólks með undirliggjandi sjúkdóma að geta fengið bólusetningu.“ Styttist í kennara og leikskólastarfsfólk Alls séu þetta um fimmtíu þúsund manns og auk þess hafi allstór hópur þegar fengið sinn skammt vegna aldurs. „Forgangsraðaðað verður eftir aldri og mun ég glaður þiggja minn skammt þegar kemur að mér. Þetta þýðir einnig að það styttist í leikskólastarfsfólk og kennara og aðra forgangshópa og síðan almenna bólusetningu fyrir alla þótt þetta hafi ekki verið tímasett upp á dag.“ Hann segir bólusetningar í traustum höndum heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu og honum heyrist allir á einu máli um að skipulag og utanumhald sé til fyrirmyndar. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Borgarstjóri greinir frá því á Facebook að hjartað hafi tekið kipp þegar hann fékk boð í bólusetningu með SMS-skilaboðum síðastliðinn föstudag. „Ég átti að mæta núna kl. 10.10 og fá skammt frá Pfizer. Við frekari eftirgrennslan kom í ljós að verið var að bjóða mér sem lækni. Það góða boð mun ég því ekki þiggja þar sem ég er ekki að hitta sjúklinga,“ segir Dagur sem hefur starfað í pólitík í lengri tíma. Fer hann þannig að tilmælum Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis að fólk sem ekki er í beinum tengslum við sjúklinga þiggi ekki boð um bólusetningu þótt það fái boð þess efnis. Ekki hafi verið hægt að greina á milli starfandi heilbrigðisstarfsfólks sem sinni sjúklinga og annarra með réttindi sem jafnvel hafi ekki starfað við fagið í lengri tíma. „Ég er hins vegar með gigt og á ónæmisbælandi lyfjum. Og fólk með undirliggjandi sjúkdóma er einmitt í næsta forgangshópi.“ Hann segir að fyrirspurn sín um bólusetningaboðið hafi dregið fram ánægjulegar staðreyndir sem séu líklega ekki á allra vitorði. „Í þessari viku geta orðið margir stórir bólusetningardagar þótt þeir hafi ekki verið staðfestir og í næstu viku og þar næstu ættu stórir hópar fólks með undirliggjandi sjúkdóma að geta fengið bólusetningu.“ Styttist í kennara og leikskólastarfsfólk Alls séu þetta um fimmtíu þúsund manns og auk þess hafi allstór hópur þegar fengið sinn skammt vegna aldurs. „Forgangsraðaðað verður eftir aldri og mun ég glaður þiggja minn skammt þegar kemur að mér. Þetta þýðir einnig að það styttist í leikskólastarfsfólk og kennara og aðra forgangshópa og síðan almenna bólusetningu fyrir alla þótt þetta hafi ekki verið tímasett upp á dag.“ Hann segir bólusetningar í traustum höndum heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu og honum heyrist allir á einu máli um að skipulag og utanumhald sé til fyrirmyndar.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira