Stöðva notkun bóluefnis Johnson & Johnson tímabundið Samúel Karl Ólason skrifar 13. apríl 2021 11:20 Tæplega sjö milljónir manna hafa fengið bóluefni Johnson & Johnson í Bandaríkjunum. AP/Rogelio V. Solis Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum ætla að kalla eftir því að hlé verði gert á notkun bóluefnis Johnsons & Johnson vegna blóðtappatilfella sem hafa greinst. Alríkið mun hætta notkun bóluefnisins um tíma og einstök ríki hvött til þess að gera hið sama. Þetta kemur fram í frétt New York Times þar sem segir að minnst sex konur á aldrinum 18 til 48 ára hafi fengið blóðtappa innan við tveimur vikum eftir bólusetningu. Ein þeirra sé dáin og önnur sé á sjúkrahúsi í alvarlegu ástandi. Ákvörðunin hefur verið staðfest opinberlega, samkvæmt frétt CNN. Miðillinn vísar í tilkynningu frá yfirmönnum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna og Lyfjaeftirlitsins þar sem segir að blóðtappatilfellin séu sjaldgæf en alvarleg. Sjö milljónir þegar bólusettar með J&J Nærri því sjö milljónir Bandaríkjamanna hafa fengið bóluefni J&J og níu milljónir skammta til viðbótar hafa verið sendir út til ákveðinna ríkja. Hlé þetta verður notað til að rannsaka möguleg tengsl bóluefnisins við áðurnefnda blóðtappa og hvort halda eigi notkun bóluefnisins áfram. Boðað hefur verið til neyðarfundar hjá ráðgjafanefnd Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, sem mun fara fram á morgun. Langflestir Bandaríkjamenn hafa verið bólusettir með bóluefnum frá Pfizer-BioNTech og Moderna. Þau bóluefni eru í tveimur skömmtum og hafa ekki komið upp sambærileg mál varðandi þau og eru um 23 milljónir skammta framleiddir á viku í Bandaríkjunum. Svipað mál hefur komið upp í Evrópu í tengslum við bóluefni AstraZeneca og Oxford en það bóluefni hefur ekki verið samþykkt til notkunar í Bandaríkjunum. Aðeins þarf að taka einn skammt af bóluefni J&& auk þess sem auðveldara er að flytja og geyma bóluefni J&J. Ríkisstjórn Joe Bidens hafði bundið vonir við að geta bólusett hundruð þúsunda með bóluefninu í hverri viku. Ríkisstjórnin hefur heitið því að bólusetja alla fullorðna Bandaríkjamenn fyrir lok næsta mánaðar og óljóst er hvort þessi ákvörðun muni hafa áhrif á þá áætlun. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt New York Times þar sem segir að minnst sex konur á aldrinum 18 til 48 ára hafi fengið blóðtappa innan við tveimur vikum eftir bólusetningu. Ein þeirra sé dáin og önnur sé á sjúkrahúsi í alvarlegu ástandi. Ákvörðunin hefur verið staðfest opinberlega, samkvæmt frétt CNN. Miðillinn vísar í tilkynningu frá yfirmönnum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna og Lyfjaeftirlitsins þar sem segir að blóðtappatilfellin séu sjaldgæf en alvarleg. Sjö milljónir þegar bólusettar með J&J Nærri því sjö milljónir Bandaríkjamanna hafa fengið bóluefni J&J og níu milljónir skammta til viðbótar hafa verið sendir út til ákveðinna ríkja. Hlé þetta verður notað til að rannsaka möguleg tengsl bóluefnisins við áðurnefnda blóðtappa og hvort halda eigi notkun bóluefnisins áfram. Boðað hefur verið til neyðarfundar hjá ráðgjafanefnd Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, sem mun fara fram á morgun. Langflestir Bandaríkjamenn hafa verið bólusettir með bóluefnum frá Pfizer-BioNTech og Moderna. Þau bóluefni eru í tveimur skömmtum og hafa ekki komið upp sambærileg mál varðandi þau og eru um 23 milljónir skammta framleiddir á viku í Bandaríkjunum. Svipað mál hefur komið upp í Evrópu í tengslum við bóluefni AstraZeneca og Oxford en það bóluefni hefur ekki verið samþykkt til notkunar í Bandaríkjunum. Aðeins þarf að taka einn skammt af bóluefni J&& auk þess sem auðveldara er að flytja og geyma bóluefni J&J. Ríkisstjórn Joe Bidens hafði bundið vonir við að geta bólusett hundruð þúsunda með bóluefninu í hverri viku. Ríkisstjórnin hefur heitið því að bólusetja alla fullorðna Bandaríkjamenn fyrir lok næsta mánaðar og óljóst er hvort þessi ákvörðun muni hafa áhrif á þá áætlun.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira