Það sem ég vissi ekki að ég vissi Sigurður Páll Jónsson skrifar 13. apríl 2021 15:30 Heilbrigðisráðherra mælti fyrir frumvarpi um svokallaða afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna á fyrsta þingdegi eftir páska. Frumvarpið er skilgetið afkvæmi Pírataflokksins, en þeirra helsta hugðarefni er að lögleiða vörslu og neyslu eiturlyfja í litlum skömmtum og beita þeim rökum að með því sé verið að hjálpa vímuefnasjúklingum. Staðreyndin er sú að sjúklingum er ekki refsað og nánast óþekkt með öllu að einhver sé dæmdur fyrir vörslu smáskammta. Enginn ætti þó að vera á sakaskrá fyrir bernskubrek eða fyrir að hafa misstigið sig. Það sem ég veit Umræða um fíkniefnamál er oft tilfinningaþrungin og rökum ekki tekið. Umburðarlyndi fyrir því sem aðrir segja er ekkert og rök þeirra sem starfa við meðferðar- og forvarnarstarf skipta engu máli. Aukið aðgengi eykur neyslu, það er staðreynd, á það við um öll efni sem valda fíkn. Viðhorf til fíkniefna skipta hér höfuðmáli en þau hafa breyst undanfarin ár og áratugi og er staðan sú að mörg eiturlyf eru böðuð dýrðarljóma. Það sem ég veit að ég veit ekki Lausn á fíkniefnavandanum er sennilega afar flókin. Vandinn er margþættur og kemur inn á mörg svið. Við getum tekið upp aðferðir sem notaðar hafa verið í öðrum löndum um það deilir enginn. Gerum við það verðum við að vera viss um að við séum að takast á við sams konar vanda. Aðferð sem notuð er í heróínborginni Osló virkar ekki endilega hér. Draumsýn Pírata um að Þingholtin verði Amsterdam Norðurlanda verður að skoðast í því ljósi að í Amsterdam var stjórnlaus neysla sem ekkert var við ráðið. Af þeim sökum þurftu yfirvöld þar að grípa til örþrifaráða. Vonandi ber okkur gæfu til þess að fara aðrar leiðir. Það sem ég vissi ekki að ég veit Íslendingar eru ekki að hefja baráttuna við vímuefni. Notkunin og úrvalið hefur aukist og því miður aðgengi. Afleiðingarnar eru þær að fjöldinn allur líður miklar þjáningar, neytendur og aðstandendur þeirra. Vandinn er oft falinn. Enn er það svo að neysla eiturlyfja er ekki viðurkennd. Hefur það ekkert með sjúklinga að gera heldur verður að koma í veg fyrir að skilgreiningar neysluskammta verði ekki mistúlkaðar. Á ráðherra hverju sinni að skilgreina neysluskammt með reglugerð? Hvað er neysluskammtur? Skammtur eins í tíu daga getur verið söluvara, en framboð söluvöru eykur neyslu. Skammtastærð eins getur verið banvæn öðrum. Það sem ég vissi ekki að ég vissi ekki Í umræðunni í þinginu voru menn sakaðir um að misskilja hugtök, hafa annarlegar hvatir og jafnvel að vilja veiku fólki illt. Einn þingmaður stökk upp á nef sér þegar eiturlyfið LSD var kallað fíkniefni. Sinn er hver þvergirðingshátturinn. Þegar við teljum okkur vera að feta í fótspor annarra þjóða verður okkur að bera gæfu til að feta öll sporin. Frumvarpið sem lagt var fram tekur á engan hátt á heildarvandanum en vandinn kallar á margþættar aðgerðir. Ein aðgerð getur kallað fram meiri vanda en við höfum. Viljum við taka slíka áhættu? Höfundur er þingmaður Miðflokksins í NV-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Miðflokkurinn Heilbrigðismál Fíkn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Heilbrigðisráðherra mælti fyrir frumvarpi um svokallaða afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna á fyrsta þingdegi eftir páska. Frumvarpið er skilgetið afkvæmi Pírataflokksins, en þeirra helsta hugðarefni er að lögleiða vörslu og neyslu eiturlyfja í litlum skömmtum og beita þeim rökum að með því sé verið að hjálpa vímuefnasjúklingum. Staðreyndin er sú að sjúklingum er ekki refsað og nánast óþekkt með öllu að einhver sé dæmdur fyrir vörslu smáskammta. Enginn ætti þó að vera á sakaskrá fyrir bernskubrek eða fyrir að hafa misstigið sig. Það sem ég veit Umræða um fíkniefnamál er oft tilfinningaþrungin og rökum ekki tekið. Umburðarlyndi fyrir því sem aðrir segja er ekkert og rök þeirra sem starfa við meðferðar- og forvarnarstarf skipta engu máli. Aukið aðgengi eykur neyslu, það er staðreynd, á það við um öll efni sem valda fíkn. Viðhorf til fíkniefna skipta hér höfuðmáli en þau hafa breyst undanfarin ár og áratugi og er staðan sú að mörg eiturlyf eru böðuð dýrðarljóma. Það sem ég veit að ég veit ekki Lausn á fíkniefnavandanum er sennilega afar flókin. Vandinn er margþættur og kemur inn á mörg svið. Við getum tekið upp aðferðir sem notaðar hafa verið í öðrum löndum um það deilir enginn. Gerum við það verðum við að vera viss um að við séum að takast á við sams konar vanda. Aðferð sem notuð er í heróínborginni Osló virkar ekki endilega hér. Draumsýn Pírata um að Þingholtin verði Amsterdam Norðurlanda verður að skoðast í því ljósi að í Amsterdam var stjórnlaus neysla sem ekkert var við ráðið. Af þeim sökum þurftu yfirvöld þar að grípa til örþrifaráða. Vonandi ber okkur gæfu til þess að fara aðrar leiðir. Það sem ég vissi ekki að ég veit Íslendingar eru ekki að hefja baráttuna við vímuefni. Notkunin og úrvalið hefur aukist og því miður aðgengi. Afleiðingarnar eru þær að fjöldinn allur líður miklar þjáningar, neytendur og aðstandendur þeirra. Vandinn er oft falinn. Enn er það svo að neysla eiturlyfja er ekki viðurkennd. Hefur það ekkert með sjúklinga að gera heldur verður að koma í veg fyrir að skilgreiningar neysluskammta verði ekki mistúlkaðar. Á ráðherra hverju sinni að skilgreina neysluskammt með reglugerð? Hvað er neysluskammtur? Skammtur eins í tíu daga getur verið söluvara, en framboð söluvöru eykur neyslu. Skammtastærð eins getur verið banvæn öðrum. Það sem ég vissi ekki að ég vissi ekki Í umræðunni í þinginu voru menn sakaðir um að misskilja hugtök, hafa annarlegar hvatir og jafnvel að vilja veiku fólki illt. Einn þingmaður stökk upp á nef sér þegar eiturlyfið LSD var kallað fíkniefni. Sinn er hver þvergirðingshátturinn. Þegar við teljum okkur vera að feta í fótspor annarra þjóða verður okkur að bera gæfu til að feta öll sporin. Frumvarpið sem lagt var fram tekur á engan hátt á heildarvandanum en vandinn kallar á margþættar aðgerðir. Ein aðgerð getur kallað fram meiri vanda en við höfum. Viljum við taka slíka áhættu? Höfundur er þingmaður Miðflokksins í NV-kjördæmi.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun