Innlent

Fjarkennsla út vikuna í MH eftir að kennari smitaðist

Kolbeinn Tumi Daðason og skrifa
Það verður fámennt í skólanum út vikuna.
Það verður fámennt í skólanum út vikuna. Vísir/Vilhelm

Allir nemendur Menntaskólans við Hamrahlíð munu verða í fjarkennslu út vikuna eftir að kennari við skólann greindist smitaður.

Þær upplýsingar fengust á skrifstofu skólans að nokkrir bekkir væru farnir í úrvinnslusóttkví og ákveðið hefði verið að kennt yrði á netinu út vikuna af öryggisráðstöfunum.

Þrír greindust smitaðir með kórónuveiruna í gær og voru allir utan sóttkvíar, þeirra á meðal kennarinn.

Steinn Jóhannsson, rektor skólans, var á fundi og ekki til viðræðu þegar fréttastofa hafði samband. Hann tjáði Ríkisútvarpinu fyrir stundu að kennarinn hafi verið veikur síðan á sunnudag. Próf í gær hafi leitt í ljós jákvætt smit. Kennarinn hitti þrjá nemendahópa á fimmtudag og föstudag og eru þeir komnir í úrvinnslusóttkví.

Ný reglugerð heilbrigðisráðherra er varða tilslakanir innanlands tekur gildi á fimmtudag. Þá má aftur fara í sund og líkamsrækt, stunda íþróttir og skella sér á barinn svo fátt eitt sé nefnt, innan nokkurra takmarkana þó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×