„Dauðadómur“ fyrir Liverpool að fá á sig mark í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 14. apríl 2021 10:00 Vinicius Junior fagnar marki gegn Liverpool í 3-1 sigri Real Madrid í fyrri leiknum. EPA/Kiko Huesca „Það er nánast dauðadómur fyrir Liverpool að fá á sig mark í þessum leik,“ segir Jón Þór Hauksson um stórleik Liverpool og Real Madrid í kvöld, í 8 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Real Madrid er 3-1 yfir eftir fyrri leik liðanna og Liverpool-menn eru því í erfiðri stöðu fyrir upphafsflautið á Anfield, kl. 19 í kvöld. „Þeir mega ekki fá á sig mark, þá þurfa þeir að skora þrjú. Það er nánast dauðadómur fyrir þá ef þeir fá á sig mark í þessum leik. Þú getur ekki gert ráð fyrir því, þó að það hafi tekist áður, að skora 3-4 mörk í hvert skipti. Þeir verða að hafa þetta í huga. Þeir verða að passa markið sitt og mega ekki fá á sig mark,“ segir Jón Þór í nýjasta þættinum af Sportinu í dag. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan en einnig er hægt að hlusta á hann í útvarpsappi Sýnar. Jón Þór segir Liverpool vissulega þurfa að fara varlega í kvöld en bætir við: „Á sama tíma þá munu þeir pressa og setja mikla orku í þennan leik, alveg klárt. Það eru teikn á lofti hjá Liverpool að liðið sé að finna gamla taktinn sinn. Við höfum séð á undanförnum árum að Klopp er algjör snillingur. Á þessum tíma tímabilsins hefur honum á einhvern ótrúlegan hátt tekist að „endurhlaða“. Að vísu er risastór faktor að núna kom þriggja leikja landsleikjatörn, í stað þess að hann hefur alltaf farið með liðið á Marbella í sólina og smá partý. Hann hefur ekki fundið tíma til þess á þessu tímabili,“ segir Jón Þór. Miðverðirnir verði að hjálpa bakvörðunum betur Kjartan Atli Kjartansson benti á hve illa vörn Liverpool hefði á köflum litið út í fyrri leiknum gegn Real: „Vörnin hjá Liverpool er eins og nýi þátturinn hans Dóra DNA, bara eitthvað skítamix. Þeir fundu eitthvað timbur og bjuggu til nokkuð burðugan stall til að standa á. Þeir hafa alveg staðið sig vel sem einstaklingar, Nathaniel Phillips kann til dæmis alveg að verjast, en á þessu stigi keppninnar, gegn bestu liðum Evrópu, þá hlýtur þetta að koma í ljós,“ segir Kjartan. „Við höfum séð vísbendingar um að þeir séu að finna einhvern takt. Það mun ráða úrslitum fyrir þá hversu langt þeir eru komnir með það,“ segir Jón Þór og telur miðvarðaparið Nat Phillips og Ozan Kabak á réttri leið: „Klopp hefur verið að spila með þetta hafsentapar í undanförnum leikjum og með hverjum leik þá myndast betra samband á milli þeirra. Við sáum það í fyrri leiknum að þeir þurfa að „kovera“ betur fyrir bakverðina sína. Hafsentar Liverpool þurfa að vinna betri varnarvinnu heldur en þeir hafa verið að gera, eins og við sáum svart á hvítu í fyrri leiknum við Real Madrid. Þar sáum við líka hversu mikilvægur Van Dijk er, hafi einhver efast um það. Þarna kom í ljós að Trent [Alexander-Arnold] hefur fengið að sinna sínum sóknarleik, eins frábærlega og hann hefur gert það, á meðan að hann hefur haft heimsklassa hafsent á bakvið sig til þess að bæta upp fyrir hversu lélegur varnarmaður hann er.“ Jón Þór og Reynir Leósson verða í hlutverki sérfræðinga á Stöð 2 Sport 2 í kvöld þar sem upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst kl. 18.15. Leikur Liverpool og Real Madrid hefst svo kl. 19. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Fótbolti Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Íslenski boltinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Íslenski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Sjá meira
Real Madrid er 3-1 yfir eftir fyrri leik liðanna og Liverpool-menn eru því í erfiðri stöðu fyrir upphafsflautið á Anfield, kl. 19 í kvöld. „Þeir mega ekki fá á sig mark, þá þurfa þeir að skora þrjú. Það er nánast dauðadómur fyrir þá ef þeir fá á sig mark í þessum leik. Þú getur ekki gert ráð fyrir því, þó að það hafi tekist áður, að skora 3-4 mörk í hvert skipti. Þeir verða að hafa þetta í huga. Þeir verða að passa markið sitt og mega ekki fá á sig mark,“ segir Jón Þór í nýjasta þættinum af Sportinu í dag. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan en einnig er hægt að hlusta á hann í útvarpsappi Sýnar. Jón Þór segir Liverpool vissulega þurfa að fara varlega í kvöld en bætir við: „Á sama tíma þá munu þeir pressa og setja mikla orku í þennan leik, alveg klárt. Það eru teikn á lofti hjá Liverpool að liðið sé að finna gamla taktinn sinn. Við höfum séð á undanförnum árum að Klopp er algjör snillingur. Á þessum tíma tímabilsins hefur honum á einhvern ótrúlegan hátt tekist að „endurhlaða“. Að vísu er risastór faktor að núna kom þriggja leikja landsleikjatörn, í stað þess að hann hefur alltaf farið með liðið á Marbella í sólina og smá partý. Hann hefur ekki fundið tíma til þess á þessu tímabili,“ segir Jón Þór. Miðverðirnir verði að hjálpa bakvörðunum betur Kjartan Atli Kjartansson benti á hve illa vörn Liverpool hefði á köflum litið út í fyrri leiknum gegn Real: „Vörnin hjá Liverpool er eins og nýi þátturinn hans Dóra DNA, bara eitthvað skítamix. Þeir fundu eitthvað timbur og bjuggu til nokkuð burðugan stall til að standa á. Þeir hafa alveg staðið sig vel sem einstaklingar, Nathaniel Phillips kann til dæmis alveg að verjast, en á þessu stigi keppninnar, gegn bestu liðum Evrópu, þá hlýtur þetta að koma í ljós,“ segir Kjartan. „Við höfum séð vísbendingar um að þeir séu að finna einhvern takt. Það mun ráða úrslitum fyrir þá hversu langt þeir eru komnir með það,“ segir Jón Þór og telur miðvarðaparið Nat Phillips og Ozan Kabak á réttri leið: „Klopp hefur verið að spila með þetta hafsentapar í undanförnum leikjum og með hverjum leik þá myndast betra samband á milli þeirra. Við sáum það í fyrri leiknum að þeir þurfa að „kovera“ betur fyrir bakverðina sína. Hafsentar Liverpool þurfa að vinna betri varnarvinnu heldur en þeir hafa verið að gera, eins og við sáum svart á hvítu í fyrri leiknum við Real Madrid. Þar sáum við líka hversu mikilvægur Van Dijk er, hafi einhver efast um það. Þarna kom í ljós að Trent [Alexander-Arnold] hefur fengið að sinna sínum sóknarleik, eins frábærlega og hann hefur gert það, á meðan að hann hefur haft heimsklassa hafsent á bakvið sig til þess að bæta upp fyrir hversu lélegur varnarmaður hann er.“ Jón Þór og Reynir Leósson verða í hlutverki sérfræðinga á Stöð 2 Sport 2 í kvöld þar sem upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst kl. 18.15. Leikur Liverpool og Real Madrid hefst svo kl. 19. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Fótbolti Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Íslenski boltinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Íslenski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Sjá meira
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn