Samtryggingarfólkið Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 14. apríl 2021 11:00 Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp um breytingar á lögum um skyldutryggingar lífeyrisréttinda. En málið er hluti af gömlu samkomulagi fyrri forystu ASÍ um að lögfesta iðgjaldahækkun í lífeyrissjóði úr 12% í 15,5%. Í frumvarpinu, sem er bastarður, er margt sem kjósendur ættu að hafa í huga um hugarfar stjórnvalda og þeirra sérhagsmunaafla sem þau virðast leggjast flöt fyrir í einu og öllu. Að fyrirtækin þurfi ekki að greiða mótframlag í lífeyrissjóði fyrir 16 til 18 ára. Tekjuskerðingin eða sparnaður fyrirtækja vegna þessa er varlega áætlaður um 650 milljónir árlega. Réttindatap unga fólksins er umtalsvert eða um 8.000 kr. Á mánuði í ævilangan lífeyri og um 360.000 kr. Í tilgreindri séreign. Nú þegar starfar stór hópur unga fólksins á hlutfalla töxtum, í framlínu verslana sem sjá okkur fyrir nauðsynjum. Breyting á útreikningi verðbóta á ellilífeyri sem reiknaður verður einu sinni á ári í stað mánaðarlega. Þetta þýðir skerðingu á verðbættum lífeyri uppá tæpar 70.000 kr. á ári miðað við 3,5% meðaltalsverðbólgu á 350þús.króna lífeyrisgreiðslu. Sem er skerðing uppá 1.500.000 kr. miðað reiknaðar lífslíkur. Miðað við kjör eldri borgara hljóta flestir að vera sammála um að frekari skerðingar á kjörum þeirra er það síðasta sem við þurfum á að halda nú miðað við þróun verðlags og lífskjör almennt. Útgerðarelítan hefur komið því fyrir, með stuðningi stjórnvalda og SA, að sjómenn verði undanskyldir þessari hækkun og lögfestingu þar sem þeim verður gert að semja um slíkt sjálfir og lögverja þannig áframhaldandi launa og réttindaþjófnaði af þessari mikilvægu stétt. 3,5% hækkunin, sem fólki var lofað í kjarasamningunum 2015, að færi í bundna séreign, verður þvinguð í samtryggingarhluta kerfisins þannig að unga fólkið sem átti að hafa tækifæri til að safna fyrir skattfrjálsri útborgun í húsnæði þarf að breyta því sérstaklega yfir í bastarð sem kallast „tilgreind séreign“ til að sú uppsöfnun geti átt sér stað. En eins og allir vita er unga fólkið okkar lítið að spá í þessum hlutum sem sannast á fjölda þeirra sem hafa nú þegar breytt innan kerfisins. Unga fólkið okkar vinnur fjölbreytt störf með skóla eða skiptir örar um vinnu og greiðir oftar en ekki í nokkra lífeyrissjóði fyrstu árin á vinnumarkaði. Frumvarpinu er ætlað að unga fólkið okkar þurfi að láta breyta þessu sérstaklega hjá hverjum þeim lífeyrissjóði sem það greiðir í. Sem aftur gerir það að verkum að þetta uppsöfnunarúrræði verður á endanum gagnslaust fyrir þennan hóp því sjóðirnir munu svo sannarlega ekki nenna að eyða tíma eða púðri í að kynna þetta. Því miður er það svo að innan Alþýðusambandsins er hópur fólks, mikill minnihluti reyndar en með stuðningi forseta, sem vill ekki að fólk hafi frjálst val um hvernig þessari hækkun verði ráðstafað. Vill helst að allt fari í samtrygginguna og viðhalda þannig innbyggðri misskiptingu réttindasöfnunar út frá meðallaunum. Þannig að láglaunahópar sem aldrei gátu lifað með mannlegri reisn, eða eignast þak yfir höfuðið, af lágum launum sínum. Fái aðeins hlutfall af þeim launum þegar á eftirlaunaaldur er komið. Samtryggingarfólkið, sem vill viðhalda fátækt og misskiptingu yfir gröf og dauða vill ekki endurskoðun á lífeyriskerfinu, vill ekki byggja upp séreign til að unga fólkið, sem ekki hefur fjárhagslegt bakland foreldra, eigi betri möguleika á að komast inn á húsnæðismarkað með sjálfkrafa uppsöfnun fyrir útborgun. Leigumarkaðurinn er því áfram framtíðin fyrir tekjulága og afkomendur þeirra. Það er löngu orðið ljóst að heildarendurskoðun á lífeyriskerfinu þarf að fara fram. Er styrkur þess raunverulegur? Gengur fullþroskað sjóðsöfnunarkerfi upp þar sem ekkert tillit er tekið til markaðsáhættu sem afkoma fólks er beintengd við, þar sem kerfisbundnar sveiflur og hrun markaða eru ekki reiknuð inn í myndina á þeim tíma þegar selja þarf eignir til að greiða út lífeyri? Viljum við kerfi sem elur á misskiptingu í gegnum réttindakerfi samtryggingarinnar þar sem forstjórinn og bankastjórinn fá sama hlutfall af meðallaunum sínum í lífeyri og láglaunahóparnir? Hvor hópurinn er líklegri til að enda á leigamarkaði 67 ára gamall eða eiga skuldlaust þak yfir höfuðið? Hvor hópurinn þarf á hærri framfærslu til að standa undir fastakostnaði eins og húsnæði ásamt nauðsynjum? Við höfum meira að segja lagt til að félagsmenn ASÍ fái að kjósa um hvaða leiðir þeir vilji fara varðandi frelsi um ráðstöfum á 3,5% lífeyri en það þóknast ekki samtryggingarfólkinu. Þau vita betur. Það er alveg ljóst að við þurfum að hafna þessu frumvarpi með öllu og fara að hugsa hlutina uppá nýtt. Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Lífeyrissjóðir Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp um breytingar á lögum um skyldutryggingar lífeyrisréttinda. En málið er hluti af gömlu samkomulagi fyrri forystu ASÍ um að lögfesta iðgjaldahækkun í lífeyrissjóði úr 12% í 15,5%. Í frumvarpinu, sem er bastarður, er margt sem kjósendur ættu að hafa í huga um hugarfar stjórnvalda og þeirra sérhagsmunaafla sem þau virðast leggjast flöt fyrir í einu og öllu. Að fyrirtækin þurfi ekki að greiða mótframlag í lífeyrissjóði fyrir 16 til 18 ára. Tekjuskerðingin eða sparnaður fyrirtækja vegna þessa er varlega áætlaður um 650 milljónir árlega. Réttindatap unga fólksins er umtalsvert eða um 8.000 kr. Á mánuði í ævilangan lífeyri og um 360.000 kr. Í tilgreindri séreign. Nú þegar starfar stór hópur unga fólksins á hlutfalla töxtum, í framlínu verslana sem sjá okkur fyrir nauðsynjum. Breyting á útreikningi verðbóta á ellilífeyri sem reiknaður verður einu sinni á ári í stað mánaðarlega. Þetta þýðir skerðingu á verðbættum lífeyri uppá tæpar 70.000 kr. á ári miðað við 3,5% meðaltalsverðbólgu á 350þús.króna lífeyrisgreiðslu. Sem er skerðing uppá 1.500.000 kr. miðað reiknaðar lífslíkur. Miðað við kjör eldri borgara hljóta flestir að vera sammála um að frekari skerðingar á kjörum þeirra er það síðasta sem við þurfum á að halda nú miðað við þróun verðlags og lífskjör almennt. Útgerðarelítan hefur komið því fyrir, með stuðningi stjórnvalda og SA, að sjómenn verði undanskyldir þessari hækkun og lögfestingu þar sem þeim verður gert að semja um slíkt sjálfir og lögverja þannig áframhaldandi launa og réttindaþjófnaði af þessari mikilvægu stétt. 3,5% hækkunin, sem fólki var lofað í kjarasamningunum 2015, að færi í bundna séreign, verður þvinguð í samtryggingarhluta kerfisins þannig að unga fólkið sem átti að hafa tækifæri til að safna fyrir skattfrjálsri útborgun í húsnæði þarf að breyta því sérstaklega yfir í bastarð sem kallast „tilgreind séreign“ til að sú uppsöfnun geti átt sér stað. En eins og allir vita er unga fólkið okkar lítið að spá í þessum hlutum sem sannast á fjölda þeirra sem hafa nú þegar breytt innan kerfisins. Unga fólkið okkar vinnur fjölbreytt störf með skóla eða skiptir örar um vinnu og greiðir oftar en ekki í nokkra lífeyrissjóði fyrstu árin á vinnumarkaði. Frumvarpinu er ætlað að unga fólkið okkar þurfi að láta breyta þessu sérstaklega hjá hverjum þeim lífeyrissjóði sem það greiðir í. Sem aftur gerir það að verkum að þetta uppsöfnunarúrræði verður á endanum gagnslaust fyrir þennan hóp því sjóðirnir munu svo sannarlega ekki nenna að eyða tíma eða púðri í að kynna þetta. Því miður er það svo að innan Alþýðusambandsins er hópur fólks, mikill minnihluti reyndar en með stuðningi forseta, sem vill ekki að fólk hafi frjálst val um hvernig þessari hækkun verði ráðstafað. Vill helst að allt fari í samtrygginguna og viðhalda þannig innbyggðri misskiptingu réttindasöfnunar út frá meðallaunum. Þannig að láglaunahópar sem aldrei gátu lifað með mannlegri reisn, eða eignast þak yfir höfuðið, af lágum launum sínum. Fái aðeins hlutfall af þeim launum þegar á eftirlaunaaldur er komið. Samtryggingarfólkið, sem vill viðhalda fátækt og misskiptingu yfir gröf og dauða vill ekki endurskoðun á lífeyriskerfinu, vill ekki byggja upp séreign til að unga fólkið, sem ekki hefur fjárhagslegt bakland foreldra, eigi betri möguleika á að komast inn á húsnæðismarkað með sjálfkrafa uppsöfnun fyrir útborgun. Leigumarkaðurinn er því áfram framtíðin fyrir tekjulága og afkomendur þeirra. Það er löngu orðið ljóst að heildarendurskoðun á lífeyriskerfinu þarf að fara fram. Er styrkur þess raunverulegur? Gengur fullþroskað sjóðsöfnunarkerfi upp þar sem ekkert tillit er tekið til markaðsáhættu sem afkoma fólks er beintengd við, þar sem kerfisbundnar sveiflur og hrun markaða eru ekki reiknuð inn í myndina á þeim tíma þegar selja þarf eignir til að greiða út lífeyri? Viljum við kerfi sem elur á misskiptingu í gegnum réttindakerfi samtryggingarinnar þar sem forstjórinn og bankastjórinn fá sama hlutfall af meðallaunum sínum í lífeyri og láglaunahóparnir? Hvor hópurinn er líklegri til að enda á leigamarkaði 67 ára gamall eða eiga skuldlaust þak yfir höfuðið? Hvor hópurinn þarf á hærri framfærslu til að standa undir fastakostnaði eins og húsnæði ásamt nauðsynjum? Við höfum meira að segja lagt til að félagsmenn ASÍ fái að kjósa um hvaða leiðir þeir vilji fara varðandi frelsi um ráðstöfum á 3,5% lífeyri en það þóknast ekki samtryggingarfólkinu. Þau vita betur. Það er alveg ljóst að við þurfum að hafna þessu frumvarpi með öllu og fara að hugsa hlutina uppá nýtt. Höfundur er formaður VR.
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar