Seðlabankinn varar við vaxtahækkunum lækki verðbólgan ekki Heimir Már Pétursson skrifar 14. apríl 2021 12:04 Seðlabankastjóri væntir þess að vöruverð fari að lækka vegna styrkingar krónunnar að undanförnu. Ef ekki fari að draga úr verðbólgu verði vextir hækkaðir. Vísir/Vilhelm Seðlabankinn varar við að lágir vextir vari ekki að eilífu og því gæti greiðslubyrði óverðtrygðra lána með breytilegum vöxtum breyst töluvert. Ef verðbólga haldist lengi yfir markmiði bankans sé eitt af úrræðum hans að grípa til vaxtahækkana. Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans kynnti fyrsta rit ársins um stöðu og horfur í efnahagslífinu í morgun. Þar kemur fram að staða efnahagsmála sé almennt góð þrátt fyrir afleiðingar kórónuveirufaraldursins og þótt staða fyrirtækja í ferðaþjónustu sé erfið. Bankakerfið standi vel og geti stutt við ferðaþjónustufyrirtæki og aðgerðir stjórnvalda hafi fleytt þeim áfram þótt róðurinn fari að þyngjast ef faraldurinn dragist mikið á langinn. Meginvextir Seðlabankans eru í sögulegu lágmarki í 0,75 prósentum. Í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar segir að ástæða sé til að fylgjast áfram með fasteignamarkaðnum og skuldaþróun. Í núverandi vaxtaumhverfi sé nauðsynlegt að lánveitendur og lántakendur séu meðvitaðir um að töluverðar breytingar gætu orðið á greiðslubyrði óverðtryggðra lána. Ásgeir Jónsson segir meginvexti Seðlabankans í sögulegu lágmarki og sú staða vari ekki að eilífu. Fari verðlag ekki lækkandi muni vextir hækka.Vísir/Vilhelm Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir vextina mun lægri nú en staðist geti til lengdar. „Þetta eru miklir krepputímar. Það er mjög mikilvægt þegar fólk er að taka ákvarðanir, kaupa húsnæði og taka lán sem það ætlar að greiða á næstu áratugum, að hafa í huga að greiðslubyrði þessarra lána núna er óvenju lág. Hún verður það ekki þannig í framtíðinni,“ segir Ásgeir. Frá upphafi síðasta árs hafa óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum til heimilanna aukist gríðarlega á sama tíma og dregið hefur mikið úr verðtryggðum lánum. Almennt hefur skuldsetning heimilla aukist töluvert síðast liðið ár. Á sama tíma hefur eignastaða þeirra batnað og vanskil eru lítil. Ásgeir segir að Seðlabankinn þurfi á einhverjum tímapunkti að hækka vexti. Hvenær það gerist velti á framvindu farsóttarinnar og þróun verðbólgu sem nú er 4,3 prósent eða 1,8 prósentum yfir markmiði bankans. „Verðbólgan sem verið hefur núna stafar að miklu leyti af veikingu gengisins á síðasta ári. Núna höfum við séð gengisstyrkingu og ég bara býst við því að hærra gengi leiði til þess að verðlag í verslunum lækki og við náum verðbólgunni niður aftur. Ef það gerist ekki verðum við að grípa til aðgerða,“ segir Ásgeir Jónsson. Skilaboð seðlabankastjóra til verslunarinnar eru því skýr; lækkið vöruverð eða Seðlabankinn hækkar vextina. Seðlabankinn Efnahagsmál Íslenskir bankar Verðlag Íslenska krónan Neytendur Tengdar fréttir Vextir að öllum líkindum lágir út árið Seðlabankastjóri reiknar ekki með miklum vaxtabreytingum út þetta ár en peningastefnunefnd ákvað í morgun að halda meðalvöxtum sínum óbreyttum í 0,75 prósentum. Verðbólga lækkar hægar en fyrri spár Seðlabankans gerðu ráð fyrir. 24. mars 2021 11:40 Stýrivextir haldast óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 0,75 prósent. 24. mars 2021 08:31 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans kynnti fyrsta rit ársins um stöðu og horfur í efnahagslífinu í morgun. Þar kemur fram að staða efnahagsmála sé almennt góð þrátt fyrir afleiðingar kórónuveirufaraldursins og þótt staða fyrirtækja í ferðaþjónustu sé erfið. Bankakerfið standi vel og geti stutt við ferðaþjónustufyrirtæki og aðgerðir stjórnvalda hafi fleytt þeim áfram þótt róðurinn fari að þyngjast ef faraldurinn dragist mikið á langinn. Meginvextir Seðlabankans eru í sögulegu lágmarki í 0,75 prósentum. Í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar segir að ástæða sé til að fylgjast áfram með fasteignamarkaðnum og skuldaþróun. Í núverandi vaxtaumhverfi sé nauðsynlegt að lánveitendur og lántakendur séu meðvitaðir um að töluverðar breytingar gætu orðið á greiðslubyrði óverðtryggðra lána. Ásgeir Jónsson segir meginvexti Seðlabankans í sögulegu lágmarki og sú staða vari ekki að eilífu. Fari verðlag ekki lækkandi muni vextir hækka.Vísir/Vilhelm Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir vextina mun lægri nú en staðist geti til lengdar. „Þetta eru miklir krepputímar. Það er mjög mikilvægt þegar fólk er að taka ákvarðanir, kaupa húsnæði og taka lán sem það ætlar að greiða á næstu áratugum, að hafa í huga að greiðslubyrði þessarra lána núna er óvenju lág. Hún verður það ekki þannig í framtíðinni,“ segir Ásgeir. Frá upphafi síðasta árs hafa óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum til heimilanna aukist gríðarlega á sama tíma og dregið hefur mikið úr verðtryggðum lánum. Almennt hefur skuldsetning heimilla aukist töluvert síðast liðið ár. Á sama tíma hefur eignastaða þeirra batnað og vanskil eru lítil. Ásgeir segir að Seðlabankinn þurfi á einhverjum tímapunkti að hækka vexti. Hvenær það gerist velti á framvindu farsóttarinnar og þróun verðbólgu sem nú er 4,3 prósent eða 1,8 prósentum yfir markmiði bankans. „Verðbólgan sem verið hefur núna stafar að miklu leyti af veikingu gengisins á síðasta ári. Núna höfum við séð gengisstyrkingu og ég bara býst við því að hærra gengi leiði til þess að verðlag í verslunum lækki og við náum verðbólgunni niður aftur. Ef það gerist ekki verðum við að grípa til aðgerða,“ segir Ásgeir Jónsson. Skilaboð seðlabankastjóra til verslunarinnar eru því skýr; lækkið vöruverð eða Seðlabankinn hækkar vextina.
Seðlabankinn Efnahagsmál Íslenskir bankar Verðlag Íslenska krónan Neytendur Tengdar fréttir Vextir að öllum líkindum lágir út árið Seðlabankastjóri reiknar ekki með miklum vaxtabreytingum út þetta ár en peningastefnunefnd ákvað í morgun að halda meðalvöxtum sínum óbreyttum í 0,75 prósentum. Verðbólga lækkar hægar en fyrri spár Seðlabankans gerðu ráð fyrir. 24. mars 2021 11:40 Stýrivextir haldast óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 0,75 prósent. 24. mars 2021 08:31 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Vextir að öllum líkindum lágir út árið Seðlabankastjóri reiknar ekki með miklum vaxtabreytingum út þetta ár en peningastefnunefnd ákvað í morgun að halda meðalvöxtum sínum óbreyttum í 0,75 prósentum. Verðbólga lækkar hægar en fyrri spár Seðlabankans gerðu ráð fyrir. 24. mars 2021 11:40
Stýrivextir haldast óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 0,75 prósent. 24. mars 2021 08:31