Hvenær má ég hætta að vera stelpa? Una Hildardóttir skrifar 14. apríl 2021 13:01 Það er erfitt að lýsa raunveruleika ungra kvenna í stjórnmálum. Í gær sat ég umræðufund með tveimur ungum konum sem taka virkan þátt í stjórnmálum í sínum heimalöndum, Þýskalandi og Austurríki. Þar deildum við meðal annars upplifunum okkar af pólitísku starfi og stöðu ungra kvenna í stjórnmálum. Það kom varla á óvart að allar höfum við þurft að sitja undir hatursorðræðu, hótunum og lítillækkun vegna starfa okkar. Í stað málefnalegar gagnrýni er kyn okkar og aldur notað til að draga úr vægi okkar eða störfum. Konur sem taka þátt í stjórnmálastarfi þurfa að sæta gagnrýni eða umræðu um útlit þeirra, framkomu og hegðun og hvert tækifæri nýtt til þess að gengisfella þær. Ein af spurningum sem okkur var ætlað að svara snerist um viðbrögð og leiðir til þess að draga úr áhrifum sem fylgja lítillækkandi athugasemdum og hatrömum skilaboðum. Mér þykir það einstakt, að þrjár baráttukonur fyrir kvenfrelsi og jafnrétti þurfi að deila ráðum um hvernig skuli bregðast við slíkum skilaboðum í stað þess að ræða þá umræðumenningu sem leyfir slíkri framkomu að þrífast. stað þess að ræða mikilvægu fræðslu og umræðu um hatursorðræðu gegn ungum konum ræðum við hvernig við drögum úr andlegu áhrifunum sem fylgja slíku áreiti. Hvernig við kærum ekki nauðgunarhótanir heldur eyðum þeim og vonum að líkt og áður sé um innihaldslausar hótanir sé að ræða. Fræðsla, opinská umræða um háttsemi og umræðusiði á netinu eru einu réttu viðbrögðin við vaxandi vanda hatrammra skilaboða. Það er tímabært að við hættum að tala um ungar konur í stjórnmálum sem stelpuskott eða óreyndar smátíkur þegar skoðanir þeirra samræmast ekki okkar eigin. Það er tímabært að sýna ungum konum í stjórnmálum sömu virðingu og við sýnum öðrum á vettvangi stjórnmálanna. Gagnrýni á ávallt rétt á sér sé hún málefnaleg og uppbyggileg. Hvenær má ég hætta að vera stelpa? Stelpa sem þú ert ósammála eða samræmist ekki ímynd þinni af stjórnmálafólki? Hvenær fæ ég að taka þátt sem ung kona með áratuga reynslu af stjórnmála- og hagsmunabaráttu sem fær jafn mikið pláss á sviði stjórnmálanna og jafningjar mínir? Hvenær hættir fólk að draga aldur minn og kyn inn í allt sem ég geri eða segi? Höfundur er forseti Landssambands ungmennafélaga og varaþingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Una Hildardóttir Skoðun: Kosningar 2021 Jafnréttismál Vinstri græn Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Það er erfitt að lýsa raunveruleika ungra kvenna í stjórnmálum. Í gær sat ég umræðufund með tveimur ungum konum sem taka virkan þátt í stjórnmálum í sínum heimalöndum, Þýskalandi og Austurríki. Þar deildum við meðal annars upplifunum okkar af pólitísku starfi og stöðu ungra kvenna í stjórnmálum. Það kom varla á óvart að allar höfum við þurft að sitja undir hatursorðræðu, hótunum og lítillækkun vegna starfa okkar. Í stað málefnalegar gagnrýni er kyn okkar og aldur notað til að draga úr vægi okkar eða störfum. Konur sem taka þátt í stjórnmálastarfi þurfa að sæta gagnrýni eða umræðu um útlit þeirra, framkomu og hegðun og hvert tækifæri nýtt til þess að gengisfella þær. Ein af spurningum sem okkur var ætlað að svara snerist um viðbrögð og leiðir til þess að draga úr áhrifum sem fylgja lítillækkandi athugasemdum og hatrömum skilaboðum. Mér þykir það einstakt, að þrjár baráttukonur fyrir kvenfrelsi og jafnrétti þurfi að deila ráðum um hvernig skuli bregðast við slíkum skilaboðum í stað þess að ræða þá umræðumenningu sem leyfir slíkri framkomu að þrífast. stað þess að ræða mikilvægu fræðslu og umræðu um hatursorðræðu gegn ungum konum ræðum við hvernig við drögum úr andlegu áhrifunum sem fylgja slíku áreiti. Hvernig við kærum ekki nauðgunarhótanir heldur eyðum þeim og vonum að líkt og áður sé um innihaldslausar hótanir sé að ræða. Fræðsla, opinská umræða um háttsemi og umræðusiði á netinu eru einu réttu viðbrögðin við vaxandi vanda hatrammra skilaboða. Það er tímabært að við hættum að tala um ungar konur í stjórnmálum sem stelpuskott eða óreyndar smátíkur þegar skoðanir þeirra samræmast ekki okkar eigin. Það er tímabært að sýna ungum konum í stjórnmálum sömu virðingu og við sýnum öðrum á vettvangi stjórnmálanna. Gagnrýni á ávallt rétt á sér sé hún málefnaleg og uppbyggileg. Hvenær má ég hætta að vera stelpa? Stelpa sem þú ert ósammála eða samræmist ekki ímynd þinni af stjórnmálafólki? Hvenær fæ ég að taka þátt sem ung kona með áratuga reynslu af stjórnmála- og hagsmunabaráttu sem fær jafn mikið pláss á sviði stjórnmálanna og jafningjar mínir? Hvenær hættir fólk að draga aldur minn og kyn inn í allt sem ég geri eða segi? Höfundur er forseti Landssambands ungmennafélaga og varaþingmaður Vinstri grænna.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun