Borðar hafa truflað leikmenn United á heimavelli Anton Ingi Leifsson skrifar 15. apríl 2021 07:00 Ole Gunnar Solskjær fylgist með leik United gegn WBA á Old Trafford, þar sem borðar hafa truflað leikmenn liðsins. vísir/Getty Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segir að rauðir borðar með merki félagsins á Old Trafford hafi truflað leikmenn það mikið að nú séu borðarnir með merki félagsins orðnir svartir. Manchester United spilar við Granada á heimavelli í kvöld í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar en United vann fyrri leikinn 2-0 á Spáni svo eftirleikurinn ætti að vera nokkuð auðveldur. Í 32-liða og 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar unnu United góða sigra á útivelli en náðu ekki að sigra heimaleikina. Solskjær var spurður út í ástæðu þess á blaðamannafundi gærdagsins og svar hans kom nokkuð á óvart: „Þú sérð breytingu núna. Þú sérð að borðarnir í kringum völlinn eru ekki rauðir lengur. Þetta er eitthvað sem við höfum horft í,“ sagði Solskjær á blaðamannafundi áður en hann útskýrði mál sitt: 🏟️ Old Trafford banners the reason for Man Utd struggles at home?Here's our 60 second round-up with @TAGHeuer ⌚️ pic.twitter.com/Ufoattf84J— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 14, 2021 „Það ætti ekki að vera einhver ástæða fyrir genginu en sumir leikmennirnir hafa sagt að þegar þú tekur snögga ákvörðun og þarft að horfa yfir öxlina hvort að liðsfélagarnir séu með þér þá er rauð treyja á rauðum bakgrunni með rauðum sætum og það var vandamál.“ Hann segir einnig að úrslitin gegn Real Sociedad hafi ekki verið alslæm eftir stórsigur í fyrri leiknum og að þeir ítölsku hefðu jafnað leikinn seint. „Svo vorum við 4-0 yfir gegn Real Sociedad og þá þarftu ekki að vinna svo 0-0 voru góð úrslit. Svo í fyrsta leiknum gegn AC Milan fengum við mark á okkur á lokamínútunni. Mér finnst við hafa spilað vel á heimavelli. Við byrjuðum illa með þremur töpum gegn Palace, Tottenham og Arsenal en höfum bætt okkur.“ Leikur Man. United og Granada er að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld sem og hinir leikirnir í átta liða úrslitunum. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Fleiri fréttir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Sjá meira
Manchester United spilar við Granada á heimavelli í kvöld í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar en United vann fyrri leikinn 2-0 á Spáni svo eftirleikurinn ætti að vera nokkuð auðveldur. Í 32-liða og 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar unnu United góða sigra á útivelli en náðu ekki að sigra heimaleikina. Solskjær var spurður út í ástæðu þess á blaðamannafundi gærdagsins og svar hans kom nokkuð á óvart: „Þú sérð breytingu núna. Þú sérð að borðarnir í kringum völlinn eru ekki rauðir lengur. Þetta er eitthvað sem við höfum horft í,“ sagði Solskjær á blaðamannafundi áður en hann útskýrði mál sitt: 🏟️ Old Trafford banners the reason for Man Utd struggles at home?Here's our 60 second round-up with @TAGHeuer ⌚️ pic.twitter.com/Ufoattf84J— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 14, 2021 „Það ætti ekki að vera einhver ástæða fyrir genginu en sumir leikmennirnir hafa sagt að þegar þú tekur snögga ákvörðun og þarft að horfa yfir öxlina hvort að liðsfélagarnir séu með þér þá er rauð treyja á rauðum bakgrunni með rauðum sætum og það var vandamál.“ Hann segir einnig að úrslitin gegn Real Sociedad hafi ekki verið alslæm eftir stórsigur í fyrri leiknum og að þeir ítölsku hefðu jafnað leikinn seint. „Svo vorum við 4-0 yfir gegn Real Sociedad og þá þarftu ekki að vinna svo 0-0 voru góð úrslit. Svo í fyrsta leiknum gegn AC Milan fengum við mark á okkur á lokamínútunni. Mér finnst við hafa spilað vel á heimavelli. Við byrjuðum illa með þremur töpum gegn Palace, Tottenham og Arsenal en höfum bætt okkur.“ Leikur Man. United og Granada er að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld sem og hinir leikirnir í átta liða úrslitunum. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Fleiri fréttir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Sjá meira