Gunnar Jóhann laus úr haldi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. apríl 2021 19:24 Gunnar Jóhann Gunnarsson var dæmdur í þrettán ára fangelsi fyrir að hafa banað hálfbróður sínum í Mehamn í apríl 2019. Dómurinn var síðan mildaður í fimm ár og hefur nú verið áfrýjað til Hæstaréttar. Gunnari Jóhanni Gunnarssyni sem hefur í Noregi verið dæmdur fyrir morðið á hálfbróður sínum Gísla Þór Þórarinssyni, hefur verið sleppt úr haldi þar til niðurstaða liggur fyrir um hvort mál hans verður tekið fyrir í Hæstarétti. Gísli Þór var myrtur í Mehamn í Noregi þann 27. apríl 2019 og hlaut Gunnar Jóhann í héraðsdómi þrettán ára fangelsisdóm fyrir morðið á bróður sínum. Dómnum var áfrýjað til áfrýjunardómstóls sem mildaði dóminn úr þrettán árum í fimm, þar sem 677 dagar í gæsluvarðhaldi kæmu til frádráttar. Þá áfrýjaði saksóknari í Noregi hinum áfrýjaða dómi yfir Gunnari Jóhanni til Hæstaréttar í byrjun mars á þessu ári. Nú greinir norska blaðið iFinnmark frá því að verjandi Gunnars Jóhanns hafi farið fram á að honum yrði sleppt úr haldi þangað til málið verður tekið fyrir í Hæstarétti. Lögregla fór fram á að Gunnar Jóhann yrði áfram í gæsluvarðhaldi þar til málið færi fyrir Hæstarétt og var í fyrstu fallist á þá bón lögreglu í héraði. Þeim úrskurði var jafnframt áfrýjað og komst áfrýunardómstóll að annarri niðurstöðu þar sem tekið var undir kröfu verjanda Gunnars Jóhanns. „Saksóknari hlítir þeim úrskurði og lætur manninn lausan úr haldi í dag. Að öðru leyti tjáum við okkur ekki frekar,“ segir í fréttatilkynningu sem Anja Mikkelsen Indbjør, sendi frá sér fyrir hönd lögreglu síðdegis í dag og vitnað er til í frétt nordlys.no. Bjørn Andre Gulstad, lögmaður Gunnars Jóhanns, hefur áður vakið máls á því að skjólstæðingur hans hafi nú setið í gæsluvarðhaldi í tæp tvö ár. Fréttin hefur verið uppfærð. Noregur Manndráp í Mehamn Íslendingar erlendis Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Gísli Þór var myrtur í Mehamn í Noregi þann 27. apríl 2019 og hlaut Gunnar Jóhann í héraðsdómi þrettán ára fangelsisdóm fyrir morðið á bróður sínum. Dómnum var áfrýjað til áfrýjunardómstóls sem mildaði dóminn úr þrettán árum í fimm, þar sem 677 dagar í gæsluvarðhaldi kæmu til frádráttar. Þá áfrýjaði saksóknari í Noregi hinum áfrýjaða dómi yfir Gunnari Jóhanni til Hæstaréttar í byrjun mars á þessu ári. Nú greinir norska blaðið iFinnmark frá því að verjandi Gunnars Jóhanns hafi farið fram á að honum yrði sleppt úr haldi þangað til málið verður tekið fyrir í Hæstarétti. Lögregla fór fram á að Gunnar Jóhann yrði áfram í gæsluvarðhaldi þar til málið færi fyrir Hæstarétt og var í fyrstu fallist á þá bón lögreglu í héraði. Þeim úrskurði var jafnframt áfrýjað og komst áfrýunardómstóll að annarri niðurstöðu þar sem tekið var undir kröfu verjanda Gunnars Jóhanns. „Saksóknari hlítir þeim úrskurði og lætur manninn lausan úr haldi í dag. Að öðru leyti tjáum við okkur ekki frekar,“ segir í fréttatilkynningu sem Anja Mikkelsen Indbjør, sendi frá sér fyrir hönd lögreglu síðdegis í dag og vitnað er til í frétt nordlys.no. Bjørn Andre Gulstad, lögmaður Gunnars Jóhanns, hefur áður vakið máls á því að skjólstæðingur hans hafi nú setið í gæsluvarðhaldi í tæp tvö ár. Fréttin hefur verið uppfærð.
Noregur Manndráp í Mehamn Íslendingar erlendis Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent