Ég skal falla á kné og grátbiðja um endurmat Sigmar Vilhjálmsson skrifar 15. apríl 2021 11:30 Í dag, 15. apríl tók gildi kærkomin tilslökun á sóttvörnum í ljósi árangursins sem náðst hefur. En það er eins og veitingastaðir hafi gleymst. Þrátt fyrir að tvöföldun í samkomutakmörkunum almennt þá eru veitingastaðir skyldir eftir, enn eina ferðina. Veitingastaðir sem hafa staðið sig gríðarlega vel í COVID frá upphafi. Hafa staðið vörð um fjöldatakmarkanir, tryggt 2 metra regluna og kostað heilmiklu til í að tryggja sóttvarnir viðskiptavina. Veitingastaðir eru svo sannarlega ekki hættulegir. Veitingastaðir eru þar sem fjölskyldur gera sér glaðan dag og eiga samverustund, brjóta upp daginn og njóta veitinga. Veitingastaðir eru samviskusamlega að skrá niður alla viðskiptavini, tryggja tvo metra á milli, hólfaskipt salerni, snertilausar pantanir og greiðslur með hólfa skipt rými. Óháð stærð og fermetrum er öllum skammtað 20 manns í hólf. Það er ekki hættulegra að sitja í 2 metra fjarlægð á veitingastað en í leikhúsi, tónleikum eða í matvöruverslun. Eða er það? Hver er rökstuðningurinn fyrir því? Það er ekki eins og rekja megi mörg smit til veitingastaða, fyrir utan það tilvik þar sem ferðamenn brutu sóttkví og rekja mátti ferðir þeirra á krá. Tilfellin hafa ekki verið minni í leikhúsi og hvað þá sjálfu Landakoti. Undirritaður hefur barist við að halda rekstri veitingastaða gangandi nú í 13 mánuði, án þess að segja upp starfsfólki. Kostnaðurinn hefur fallið á fyrirtækið og eigendur. En við höfum ávallt litið svo á að það sé okkar skylda að standa vörð um starfsmenn okkar og leggja okkar af mörkum að gera gott úr því sem við höfum úr að spila. Munurinn rekstrarlega á því að taka á móti 20 manns eða 50 manns er gríðarlega mikill og skilaði sér strax í febrúar sl. Það að hækka ekki þessa takmörkun núna aftur er mér fyrirmunað að skilja. Ekki nema að það hafi bara gleymst. Ég vona að það sé raunin og að hægt sé að leiðrétta það. Þó að veitingastaður sé með 50 manna takmörkun, þá gildir ennþá 2 metra reglan og persónubundnar sóttvarnir. Staðir sem ekki geta tryggt 2 metra á milli borða tekur þá á móti færri gestum. En það að setja hömlur á 1000-2000 fermetra veitingastað og miða við 20 manns í hólfi þar sem auðveldlega er hægt að tryggja 2 metra bil á milli 50 einstaklinga í hólfi er erfitt að skilja. Rekstrarforsendur 2000 fermetra staða er allt önnur en 80 fermetra staða. Bæði hvað varðar starfsmannafjölda og húsaleigu. Það sjá og skilja það allir. Hvernig er hægt að setja sömu takmarkanir á slíka staði? Undirritaður er reiðubúinn til að falla á kné og grátbiðja um endurmat á þessum fjöldatakmörkunum. Næstu þrjár vikur eru langur tími eftir þá þrettán mánuði sem við höfum búið við erfiðustu mögulegu rekstraraðstæður sem hugsast getur. Kæra Svandís og kæri Þórólfur, getið þið gefið ykkur smá tíma í að útfæra þessa reglu ögn nánar til þess að við getum lifað þetta af, haldið fólkinu okkar í vinnu og ekki síst tekið þátt í að gera hversdagsleikann ögn gleðilegri fyrir fólkið í landinu sem hefur svo sannarlega staðið sig vel í þessum faraldri. Gerum þetta vel og gerum þetta saman. Höfundur er veitingamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Vilhjálmsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag, 15. apríl tók gildi kærkomin tilslökun á sóttvörnum í ljósi árangursins sem náðst hefur. En það er eins og veitingastaðir hafi gleymst. Þrátt fyrir að tvöföldun í samkomutakmörkunum almennt þá eru veitingastaðir skyldir eftir, enn eina ferðina. Veitingastaðir sem hafa staðið sig gríðarlega vel í COVID frá upphafi. Hafa staðið vörð um fjöldatakmarkanir, tryggt 2 metra regluna og kostað heilmiklu til í að tryggja sóttvarnir viðskiptavina. Veitingastaðir eru svo sannarlega ekki hættulegir. Veitingastaðir eru þar sem fjölskyldur gera sér glaðan dag og eiga samverustund, brjóta upp daginn og njóta veitinga. Veitingastaðir eru samviskusamlega að skrá niður alla viðskiptavini, tryggja tvo metra á milli, hólfaskipt salerni, snertilausar pantanir og greiðslur með hólfa skipt rými. Óháð stærð og fermetrum er öllum skammtað 20 manns í hólf. Það er ekki hættulegra að sitja í 2 metra fjarlægð á veitingastað en í leikhúsi, tónleikum eða í matvöruverslun. Eða er það? Hver er rökstuðningurinn fyrir því? Það er ekki eins og rekja megi mörg smit til veitingastaða, fyrir utan það tilvik þar sem ferðamenn brutu sóttkví og rekja mátti ferðir þeirra á krá. Tilfellin hafa ekki verið minni í leikhúsi og hvað þá sjálfu Landakoti. Undirritaður hefur barist við að halda rekstri veitingastaða gangandi nú í 13 mánuði, án þess að segja upp starfsfólki. Kostnaðurinn hefur fallið á fyrirtækið og eigendur. En við höfum ávallt litið svo á að það sé okkar skylda að standa vörð um starfsmenn okkar og leggja okkar af mörkum að gera gott úr því sem við höfum úr að spila. Munurinn rekstrarlega á því að taka á móti 20 manns eða 50 manns er gríðarlega mikill og skilaði sér strax í febrúar sl. Það að hækka ekki þessa takmörkun núna aftur er mér fyrirmunað að skilja. Ekki nema að það hafi bara gleymst. Ég vona að það sé raunin og að hægt sé að leiðrétta það. Þó að veitingastaður sé með 50 manna takmörkun, þá gildir ennþá 2 metra reglan og persónubundnar sóttvarnir. Staðir sem ekki geta tryggt 2 metra á milli borða tekur þá á móti færri gestum. En það að setja hömlur á 1000-2000 fermetra veitingastað og miða við 20 manns í hólfi þar sem auðveldlega er hægt að tryggja 2 metra bil á milli 50 einstaklinga í hólfi er erfitt að skilja. Rekstrarforsendur 2000 fermetra staða er allt önnur en 80 fermetra staða. Bæði hvað varðar starfsmannafjölda og húsaleigu. Það sjá og skilja það allir. Hvernig er hægt að setja sömu takmarkanir á slíka staði? Undirritaður er reiðubúinn til að falla á kné og grátbiðja um endurmat á þessum fjöldatakmörkunum. Næstu þrjár vikur eru langur tími eftir þá þrettán mánuði sem við höfum búið við erfiðustu mögulegu rekstraraðstæður sem hugsast getur. Kæra Svandís og kæri Þórólfur, getið þið gefið ykkur smá tíma í að útfæra þessa reglu ögn nánar til þess að við getum lifað þetta af, haldið fólkinu okkar í vinnu og ekki síst tekið þátt í að gera hversdagsleikann ögn gleðilegri fyrir fólkið í landinu sem hefur svo sannarlega staðið sig vel í þessum faraldri. Gerum þetta vel og gerum þetta saman. Höfundur er veitingamaður.
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun