Skora á Kolbein að gefast ekki upp og fara fram í Reykjavík Jakob Bjarnar skrifar 15. apríl 2021 13:56 Stuðningsmenn Kolbeins innan Vg, sem hafa hann í hávegum, vilja leita leiða til að koma honum aftur á þing. Hólmfríður ætlar sér inn á þing en þar kann að vera við ramman reip að draga. Hólmfríður Árnadóttir, sigurvegari úr prófkjöri Vg í Suðurkjördæmi, gerir fastlega ráð fyrir því að konur skipi þrjú efstu sæti á lista Vg þar. Hólmfríður, sem er skólastjóri í Sandgerði, skaut bæði sitjandi þingmanni, Kolbeini Óttarssyni Proppé sem og Róbert Marshall upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, ref fyrir rass í forvali VG í Suðurkjördæmi á dögunum. Afar slök útkoma þeirra Kolbeins og Róberts vekur reyndar athygli. Eiríkur Jónsson heldur því fram á sinni vefsíðu að Róbert hafi ekki fengið neitt atkvæði, sem væri einsdæmi, en ekki hefur verið gefið út hvernig fór í forvalinu, aðeins um efstu fimm sæti. (Uppfært: Samkvæmt ábendingu frá Róberti stenst þetta hins vegar ekki skoðun, hann hafi hlotið 237 atkvæði.) Kolbeinn lenti í fjórða sæti með 176 atkvæði í 1.- 4. sæti; á eftir þeim Hólmfríði, Heiðu Guðný Ásgeirsdóttur og Sigrúnu Birnu Steinarsdóttur sem er formaður ungra Ungra vinstri grænna. Niðurstaðan eru ekki einungis sár vonbrigði fyrir Kolbein heldur fyrir ýmsa stuðningsmenn hans einnig. Þeim kom niðurstaðan á óvart og velta nú fyrir sér því að vinna að áskorun til hans um að láta ekki deigan síga og bjóða sig fram í prófkjöri Vg í Reykjavík sem verður eftir mánuð. Í því sambandi eru nefnd Álfheiður Ingadóttir fyrrverandi alþingismaður og Steinar Harðarson sem hefur verið stjórnarformaður Vg í Reykjavík. Gráta Kolbein og vilja leita leiða til að koma honum á þing Steinar segir þetta rétt í samtali við Vísi. Steinar Harðarson segir afleitt að missa Kolbein af þingi.Facebook „Menn hafa eitthvað verið að tala saman. veit ekki hvað verður úr því. En auðvitað eru margir svekktir yfir því að Kolbeinn fari af þingi. Hann er öflugur þingmaður og góður stjórnmálamaður.“ Steinar segir afleitt að missa svo öflugan talsmann hreyfingarinnar af þingi. Og segir hans framgöngu einkennast af því að hann er óragur við að láta mál til sín taka sem eru kannski ekki þau vinsælustu. „Menn velja sér stundum þægilegri mál að tala fyrir eða taka þátt í umræðu um. Kolbeinn er ódeigur og fer í öll mál óháð því hvort það verður honum til framdráttar eða ekki.“ Steinar segir þannig að í burðarliðnum sé að vinna að einskonar áskorun þess efnis að Kolbeinn reyni fyrir sér í Reykjavík. En það sé vitaskuld háð því hvað Kolbeinn vill, hans hljóti á endanum að vera að taka ákvörðun um það. Suðurkjördæmi kanarífuglinn í búri Vg Suðurkjördæmi hefur lengi verið veikasta kjördæmi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Þau í Vg fara ekki í grafgötur með að ráðandi stjórnmálaskoðanir í kjördæminu séu á skjön við stefnu flokksins í ýmsum málum. Kjördæmið er nefnt sem kanarífuglinn í kolanámunni þar á bæ; það er háð því hvernig flokknum gengur á landsvísu hvort þar náist inn þingmaður. Þannig fór Ari Trausti Guðmundsson inn í síðustu kosningum en það er metið sem svo að það hafi ekki síður verið af því að Ari Trausti telst þekktur einstaklingur, hann hlaut 7 til 8 prósent í forsetaframboði í þarsíðustu forsetakosningum. Því var ekki á vísan að róa fyrir Kolbein að leita á þessi mið að teknu tilliti til áframhaldandi frama á vettvangi stjórnmálanna. Heimildir Vísir herma að þar ráði ef til vill tvennt; oddvitar kjördæma teljast eiga einskonar kröfu á nefndaformennsku eða jafnvel ráðherradóm fari flokkurinn í ríkisstjórn. Og svo sjálfsmynd Kolbeins, sem samkvæmt heimildum Vísis kann að vera á skjön við styrk hans sem tengist meira Reykjavík; hann telur sig landsbyggðamann sem fer um, sparkar í dekk á skurðgröfum og ræðir við heimamenn. En heimamenn á Suðurlandi, í því reyndar mjög svo sundurleita kjördæmi, sáu þetta ekki og höfnuðu Kolbeini. Þrjár konur efstar á lista en aldrei þrír karlar Til þess verður að líta að þátttaka í prófkjörinu var lítil í forvalinu á Suðurlandi: Átta voru í framboði, á kjörskrá voru 671 og atkvæði greiddu 456. Kosningaþátttaka var því 68 prósent. Og ekki er á vísan að róa fyrir Kolbein í Reykjavík þar sem fyrir eru Katrín Jakobsdóttir, Svandís Svavarsdóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir. Miðað við ásóknina í Suðurkjördæmi má fastlega búast við að fleiri gefi sig fram þar og þrátt fyrir allt vilja Vg-liðar atkvæði karlmanna; séu einhverjir þeirrar skoðunar að vilja binda atkvæði sitt við kyn. Hólmfríður, sem ekki er eins þekkt út á við og þau Kolbeinn, Róbert, Heiða Guðný og Sigrún Birna þó hún sé vel kynnt í sinni sveit var í viðtali í Bítinu í morgun og þar sagðist hún ætla á þing. Hún sagðist fastlega gera ráð fyrir því að listinn yrði þannig skipaður að þær Heiða Guðný og Sigrún Birna myndu skipa efstu sæti. Hún var spurð hvort það væri jafnrétti og hún taldi svo vera: „Það eru lög í flokknum, og af því að þetta er kvenfrelsisflokkur, sem kveður á um að það má ekki halla á konur. Þannig að við erum ekki að fara að sjá þrjá kalla í efstu sætum neins staðar.“ Hólmfríður sagðist ekki vera með reglurnar alveg á hreinu en hún sagðist efast um að við niðurstöðunni verði hróflað. Uppfært 18:10! Eftir að fréttin leit dagsins ljós birtist umrædd áskorun til Kolbeins eins og sjá má á meðfylgjandi skjáskoti af Facebook: *1) Fyrr í þessari samantekt er vitnað til fréttasíðu Eiríks Jónssonar þar sem gefið er til kynna að Róbert Marshall hafi ekki hlotið neitt atkvæði í forvalinu, sem væri sögulegt. En það stenst ekki skoðun, fréttastofu hefur borist athugasemd vegna þessa frá Róberti sem upplýsir að hann hafi alls hlotið 237 atkvæði í prófkjörinu. Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Alþingi Fréttaskýringar Suðurkjördæmi Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Hólmfríður, sem er skólastjóri í Sandgerði, skaut bæði sitjandi þingmanni, Kolbeini Óttarssyni Proppé sem og Róbert Marshall upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, ref fyrir rass í forvali VG í Suðurkjördæmi á dögunum. Afar slök útkoma þeirra Kolbeins og Róberts vekur reyndar athygli. Eiríkur Jónsson heldur því fram á sinni vefsíðu að Róbert hafi ekki fengið neitt atkvæði, sem væri einsdæmi, en ekki hefur verið gefið út hvernig fór í forvalinu, aðeins um efstu fimm sæti. (Uppfært: Samkvæmt ábendingu frá Róberti stenst þetta hins vegar ekki skoðun, hann hafi hlotið 237 atkvæði.) Kolbeinn lenti í fjórða sæti með 176 atkvæði í 1.- 4. sæti; á eftir þeim Hólmfríði, Heiðu Guðný Ásgeirsdóttur og Sigrúnu Birnu Steinarsdóttur sem er formaður ungra Ungra vinstri grænna. Niðurstaðan eru ekki einungis sár vonbrigði fyrir Kolbein heldur fyrir ýmsa stuðningsmenn hans einnig. Þeim kom niðurstaðan á óvart og velta nú fyrir sér því að vinna að áskorun til hans um að láta ekki deigan síga og bjóða sig fram í prófkjöri Vg í Reykjavík sem verður eftir mánuð. Í því sambandi eru nefnd Álfheiður Ingadóttir fyrrverandi alþingismaður og Steinar Harðarson sem hefur verið stjórnarformaður Vg í Reykjavík. Gráta Kolbein og vilja leita leiða til að koma honum á þing Steinar segir þetta rétt í samtali við Vísi. Steinar Harðarson segir afleitt að missa Kolbein af þingi.Facebook „Menn hafa eitthvað verið að tala saman. veit ekki hvað verður úr því. En auðvitað eru margir svekktir yfir því að Kolbeinn fari af þingi. Hann er öflugur þingmaður og góður stjórnmálamaður.“ Steinar segir afleitt að missa svo öflugan talsmann hreyfingarinnar af þingi. Og segir hans framgöngu einkennast af því að hann er óragur við að láta mál til sín taka sem eru kannski ekki þau vinsælustu. „Menn velja sér stundum þægilegri mál að tala fyrir eða taka þátt í umræðu um. Kolbeinn er ódeigur og fer í öll mál óháð því hvort það verður honum til framdráttar eða ekki.“ Steinar segir þannig að í burðarliðnum sé að vinna að einskonar áskorun þess efnis að Kolbeinn reyni fyrir sér í Reykjavík. En það sé vitaskuld háð því hvað Kolbeinn vill, hans hljóti á endanum að vera að taka ákvörðun um það. Suðurkjördæmi kanarífuglinn í búri Vg Suðurkjördæmi hefur lengi verið veikasta kjördæmi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Þau í Vg fara ekki í grafgötur með að ráðandi stjórnmálaskoðanir í kjördæminu séu á skjön við stefnu flokksins í ýmsum málum. Kjördæmið er nefnt sem kanarífuglinn í kolanámunni þar á bæ; það er háð því hvernig flokknum gengur á landsvísu hvort þar náist inn þingmaður. Þannig fór Ari Trausti Guðmundsson inn í síðustu kosningum en það er metið sem svo að það hafi ekki síður verið af því að Ari Trausti telst þekktur einstaklingur, hann hlaut 7 til 8 prósent í forsetaframboði í þarsíðustu forsetakosningum. Því var ekki á vísan að róa fyrir Kolbein að leita á þessi mið að teknu tilliti til áframhaldandi frama á vettvangi stjórnmálanna. Heimildir Vísir herma að þar ráði ef til vill tvennt; oddvitar kjördæma teljast eiga einskonar kröfu á nefndaformennsku eða jafnvel ráðherradóm fari flokkurinn í ríkisstjórn. Og svo sjálfsmynd Kolbeins, sem samkvæmt heimildum Vísis kann að vera á skjön við styrk hans sem tengist meira Reykjavík; hann telur sig landsbyggðamann sem fer um, sparkar í dekk á skurðgröfum og ræðir við heimamenn. En heimamenn á Suðurlandi, í því reyndar mjög svo sundurleita kjördæmi, sáu þetta ekki og höfnuðu Kolbeini. Þrjár konur efstar á lista en aldrei þrír karlar Til þess verður að líta að þátttaka í prófkjörinu var lítil í forvalinu á Suðurlandi: Átta voru í framboði, á kjörskrá voru 671 og atkvæði greiddu 456. Kosningaþátttaka var því 68 prósent. Og ekki er á vísan að róa fyrir Kolbein í Reykjavík þar sem fyrir eru Katrín Jakobsdóttir, Svandís Svavarsdóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir. Miðað við ásóknina í Suðurkjördæmi má fastlega búast við að fleiri gefi sig fram þar og þrátt fyrir allt vilja Vg-liðar atkvæði karlmanna; séu einhverjir þeirrar skoðunar að vilja binda atkvæði sitt við kyn. Hólmfríður, sem ekki er eins þekkt út á við og þau Kolbeinn, Róbert, Heiða Guðný og Sigrún Birna þó hún sé vel kynnt í sinni sveit var í viðtali í Bítinu í morgun og þar sagðist hún ætla á þing. Hún sagðist fastlega gera ráð fyrir því að listinn yrði þannig skipaður að þær Heiða Guðný og Sigrún Birna myndu skipa efstu sæti. Hún var spurð hvort það væri jafnrétti og hún taldi svo vera: „Það eru lög í flokknum, og af því að þetta er kvenfrelsisflokkur, sem kveður á um að það má ekki halla á konur. Þannig að við erum ekki að fara að sjá þrjá kalla í efstu sætum neins staðar.“ Hólmfríður sagðist ekki vera með reglurnar alveg á hreinu en hún sagðist efast um að við niðurstöðunni verði hróflað. Uppfært 18:10! Eftir að fréttin leit dagsins ljós birtist umrædd áskorun til Kolbeins eins og sjá má á meðfylgjandi skjáskoti af Facebook: *1) Fyrr í þessari samantekt er vitnað til fréttasíðu Eiríks Jónssonar þar sem gefið er til kynna að Róbert Marshall hafi ekki hlotið neitt atkvæði í forvalinu, sem væri sögulegt. En það stenst ekki skoðun, fréttastofu hefur borist athugasemd vegna þessa frá Róberti sem upplýsir að hann hafi alls hlotið 237 atkvæði í prófkjörinu.
Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Alþingi Fréttaskýringar Suðurkjördæmi Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira