Reynslumikill í fótbolta en ungur þjálfari og læri af síðasta tímabili Sindri Sverrisson skrifar 15. apríl 2021 16:21 Arnar Gunnlaugsson brosti út að eyrum eftir að hafa skrifað undir samning til næstu þriggja ára um að þjálfa Víking. vísir/Sigurjón „Þessi tvö ár hafa verið frábær lærdómur og vonandi heldur ævintýrið bara áfram,“ segir Arnar Gunnlaugsson sem skrifað hefur undir samning um að þjálfa Víking R. áfram næstu þrjú árin. Arnar gerði Víkinga að bikarmeisturum 2019 á sínu fyrsta ári sem aðalþjálfari liðsins, eftir að hafa áður verið aðstoðarmaður Loga Ólafssonar í Víkinni. Honum er ætlað að koma liðinu nær bestu liðum landsins á næstu árum. „Vonandi náum við að stríða aðeins stóru körlunum. Fyrir mér er þetta bara rökrétt skref. Mér líður ógeðslega vel hérna í Fossvoginum. Það er vel stutt við bakið á mér. Ég fæ að gera nánast það sem ég vill gera. Það er engin ástæða til að fara fyrst ég hef það gott hérna,“ sagði Arnar í viðtali við Guðjón Guðmundsson í dag en viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Arnar Gunnlaugs með nýjan samning Víkingar hafa misst öfluga leikmenn á borð við Óttar Magnús Karlsson, Ágúst Eðvald Hlynsson og Davíð Örn Atlason frá síðustu leiktíð. Pablo Punyed er á meðal þeirra sem hafa komið til félagsins. Arnar er ánægður með leikmannahóp sinn í dag: „Svo er það bara þannig að við þjálfararnir viljum alltaf fleiri og fleiri leikmenn, og erum alltaf að leita. En eins og staðan er í dag þá eru allir heilir, Covid hjálpaði okkur því það voru tveir leikmenn sem þurftu á smávægilegri aðgerð að halda og fengu að bæta úr því í fríinu núna. Þegar kemur að fyrsta leik held ég að allir séu því í nokkuð fínu standi. Við erum alltaf að leita. Ég held að öll lið séu þannig, sérstaklega þau sem hafa háar væntingar. En ef að við færum í mótið með þennan hóp þá væri ég bara mjög sáttur. Það er mjög góð blanda þarna. Reynslumiklir leikmenn og ungir og efnilegir leikmenn. Leikmenn sem eru bara góðir. Ég held að við munum gefa hvaða liði sem er góðan leik og sé fram á skemmtilegt mót,“ sagði Arnar. Víkingar ollu vonbrigðum á síðustu leiktíð og enduðu í 10. sæti. „Það fór allt til fjandans sem þangað gat farið. En það fer í reynslubankann, ekki bara hjá leikmönnum heldur líka hjá mér. Þó að ég sé reynslumikill í fótbolta þá er ég tiltölulega ungur þjálfari og læri af þessu. Þess vegna er ég líka ánægður með að vera áfram hjá Víkingum. Þetta gefur mér það „platform“ að læra meira,“ sagði Arnar en viðtalið við hann má sjá hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Fleiri fréttir Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Sjá meira
Arnar gerði Víkinga að bikarmeisturum 2019 á sínu fyrsta ári sem aðalþjálfari liðsins, eftir að hafa áður verið aðstoðarmaður Loga Ólafssonar í Víkinni. Honum er ætlað að koma liðinu nær bestu liðum landsins á næstu árum. „Vonandi náum við að stríða aðeins stóru körlunum. Fyrir mér er þetta bara rökrétt skref. Mér líður ógeðslega vel hérna í Fossvoginum. Það er vel stutt við bakið á mér. Ég fæ að gera nánast það sem ég vill gera. Það er engin ástæða til að fara fyrst ég hef það gott hérna,“ sagði Arnar í viðtali við Guðjón Guðmundsson í dag en viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Arnar Gunnlaugs með nýjan samning Víkingar hafa misst öfluga leikmenn á borð við Óttar Magnús Karlsson, Ágúst Eðvald Hlynsson og Davíð Örn Atlason frá síðustu leiktíð. Pablo Punyed er á meðal þeirra sem hafa komið til félagsins. Arnar er ánægður með leikmannahóp sinn í dag: „Svo er það bara þannig að við þjálfararnir viljum alltaf fleiri og fleiri leikmenn, og erum alltaf að leita. En eins og staðan er í dag þá eru allir heilir, Covid hjálpaði okkur því það voru tveir leikmenn sem þurftu á smávægilegri aðgerð að halda og fengu að bæta úr því í fríinu núna. Þegar kemur að fyrsta leik held ég að allir séu því í nokkuð fínu standi. Við erum alltaf að leita. Ég held að öll lið séu þannig, sérstaklega þau sem hafa háar væntingar. En ef að við færum í mótið með þennan hóp þá væri ég bara mjög sáttur. Það er mjög góð blanda þarna. Reynslumiklir leikmenn og ungir og efnilegir leikmenn. Leikmenn sem eru bara góðir. Ég held að við munum gefa hvaða liði sem er góðan leik og sé fram á skemmtilegt mót,“ sagði Arnar. Víkingar ollu vonbrigðum á síðustu leiktíð og enduðu í 10. sæti. „Það fór allt til fjandans sem þangað gat farið. En það fer í reynslubankann, ekki bara hjá leikmönnum heldur líka hjá mér. Þó að ég sé reynslumikill í fótbolta þá er ég tiltölulega ungur þjálfari og læri af þessu. Þess vegna er ég líka ánægður með að vera áfram hjá Víkingum. Þetta gefur mér það „platform“ að læra meira,“ sagði Arnar en viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Fleiri fréttir Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Sjá meira