Samhæfð sundfimi (e. synchronized swimming) Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 16. apríl 2021 07:02 Sveitarfélögin vinna saman á mörgum sviðum Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eiga margt sameiginlegt og vinna saman að mörgum verkefnum. Sumum finnst þau mættu vinna meira saman, jafnvel að einhverju öðru en þeim verkefnum sem eru skylduverkefni eins og t.d. sorphirðu og slökkviliði. Hagsmunir íbúanna Hagsmunir íbúanna eru nefnilega þeir að þau vinni saman að sem flestu, að ekki séu hindranir á milli þeirra, í þjónustu, aðgengi að afþreyingu eða samgöngum. Að þau vinni saman að virkum samgöngum eins og hjóla og göngustígum. Þetta þarf ekki að hafa neitt með það að gera að sveitarfélögin geti verið sjálfstæðar einingar í sumu, bara að þau teygi sig í átt til íbúanna með samvinnu í þjónustuþáttum sem skipta íbúana máli í daglegu lífi. Íþróttastarf er vettvangur sem sveitarfélögin eru sterk í og þau kosta flest umtalsverðum upphæðum til þess. Börn og ungmenni geta farið á milli sveitarfélaga og stundað æfingar hjá félagi í nágrannasveitarfélagi. Þetta finnst okkur flestum sjálfsagt. Svipað á víða við um tónlistar og listnám, og einnig um margskonar annað tómstundastarf. Samræmt sundkort Svona ætti þetta líka að vera þegar kemur að sundlaugunum. Væri ekki frábært ef sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu væru með samræmt sundkort. Afsláttarkort eins og þau eru flest með hvort eð er. Þetta gætu bæði verið fjölskyldukort og einstaklingskort. Íbúar gætu þá farið á milli lauga og kynnst lauginni í næsta byggðarlagi eða þar næsta. Án þess að það leiddi til verulegra útgjalda. Sundkort frá einum gilti alls staðar, að minnsta kosti á höfuðborgarsvæðinu. Við þurfum öll að hreyfa okkur, og sundferð er ágætis leið fyrir fjölskyldur og vini til að gera eitthvað saman án umtalsverðs kostnaðar. Ég beini því hér með til sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu að drífa í þessu fyrir sumarið, í seinasta lagi fyrir haustið. Það væri sannarlega skemmtileg viðbót við annars ágætt samstarf þeirra á mörgum sviðum. Höfundur er þingmaður VG í Kraganum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Sveitarstjórnarmál Sundlaugar Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Sveitarfélögin vinna saman á mörgum sviðum Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eiga margt sameiginlegt og vinna saman að mörgum verkefnum. Sumum finnst þau mættu vinna meira saman, jafnvel að einhverju öðru en þeim verkefnum sem eru skylduverkefni eins og t.d. sorphirðu og slökkviliði. Hagsmunir íbúanna Hagsmunir íbúanna eru nefnilega þeir að þau vinni saman að sem flestu, að ekki séu hindranir á milli þeirra, í þjónustu, aðgengi að afþreyingu eða samgöngum. Að þau vinni saman að virkum samgöngum eins og hjóla og göngustígum. Þetta þarf ekki að hafa neitt með það að gera að sveitarfélögin geti verið sjálfstæðar einingar í sumu, bara að þau teygi sig í átt til íbúanna með samvinnu í þjónustuþáttum sem skipta íbúana máli í daglegu lífi. Íþróttastarf er vettvangur sem sveitarfélögin eru sterk í og þau kosta flest umtalsverðum upphæðum til þess. Börn og ungmenni geta farið á milli sveitarfélaga og stundað æfingar hjá félagi í nágrannasveitarfélagi. Þetta finnst okkur flestum sjálfsagt. Svipað á víða við um tónlistar og listnám, og einnig um margskonar annað tómstundastarf. Samræmt sundkort Svona ætti þetta líka að vera þegar kemur að sundlaugunum. Væri ekki frábært ef sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu væru með samræmt sundkort. Afsláttarkort eins og þau eru flest með hvort eð er. Þetta gætu bæði verið fjölskyldukort og einstaklingskort. Íbúar gætu þá farið á milli lauga og kynnst lauginni í næsta byggðarlagi eða þar næsta. Án þess að það leiddi til verulegra útgjalda. Sundkort frá einum gilti alls staðar, að minnsta kosti á höfuðborgarsvæðinu. Við þurfum öll að hreyfa okkur, og sundferð er ágætis leið fyrir fjölskyldur og vini til að gera eitthvað saman án umtalsverðs kostnaðar. Ég beini því hér með til sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu að drífa í þessu fyrir sumarið, í seinasta lagi fyrir haustið. Það væri sannarlega skemmtileg viðbót við annars ágætt samstarf þeirra á mörgum sviðum. Höfundur er þingmaður VG í Kraganum.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar