Barnalán - móðurást í breytilegu vaxtaumhverfi Arna Pálsdóttir skrifar 16. apríl 2021 10:00 Það er ekki svo langt síðan ég fattaði að barnalán þýðir í raun ekkert annað en barna-lán. Ég er að greiða af húsnæðisláni, námsláni og svo greiði ég líka af barnaláni, nánar tiltekið fjórum barnalánum. Ef þið spáið í því þá myndum við aldrei leyfa neinum að koma fram við okkur með sama hætti og börnin okkar gera. Þau hugsa eingöngu út frá sjálfum sér, gera kröfur og eru tilætlunarsöm því það er jú okkar eini og sanni tilgangur að annast þau, ekki satt? Ég átti stund fyrr í vetur þegar elsta dóttir mín kom fram úr herberginu sínu með fangið fullt af óhreinu leirtaui. Hún skellti því í eldhúsvaskinn án þess að svo mikið sem taka stöðuna á uppþvottavélinni. Á þessu sama augnabliki ákvað yngsta dóttir mín að njóta þess að vera bleyjulaus og kúka á stofugólfið. Það má því segja að þær hafi báðar drullað yfir mig á nákvæmlega sama augnablikinu. En aftur að barnalánum. Afborganir barnalána eru misþungar. Tiltekin aldur barna hefur ákveðin verðbólguáhrif. Ég á t.d. dóttur sem er 19 mánaða og dóttur sem er 14 ára. Þarna er greiðslubyrðin þyngst. Ef þær væru námslán væri afborgunin bara af þeim tveimur allavega 75% af útborguðum launum. Þær valda mér báðar svefnleysi, þó með ólíkum hætti. Önnur með öskrum og hin með áhyggjum. Svo á ég tvær aðrar dætur. Eina sem er 5 ára en ég vil beinlínis meina að ég sé í einhverskonar greiðsluskjóli gagnvart henni. Hún elskar mig út fyrir endimörk alheimsins, ég er best af öllum í hennar huga. Svo finnst henni skemmtilegast að vera úti að leika með vinkonum sínum eða að horfa á teiknimynd. Sú fjórða er 12 ára. Eftir nokkurra ára lágvaxtatímabil hefur mér verið tilkynnt að nú sé orðið tímabært að byrja að borga meira og vænti ég þess að afborganir hækki næstu árin. Núna er svolítið eins og ég sé eingöngu að greiða kostnað og áfallna vexti. Náttúran sér til þess að við elskum börnin okkar skilyrðislaust. Hún var ansi klók þar hún Móðir náttúra enda sér hún til þess að við greiðum okkar afborganir full þakklætis og full af gleði, þrátt fyrir breytilega vexti, verðbólgu og óvæntan kostnað. Svo kemur þessi tími dags þegar móðurástin er mest. Tíminn þegar allt er gleymt og fyrirgefið. Svefnlausar nætur, grænt hor og óhreint leirtau er ekki til í orðabókinni. Hjá mér er þessi tími oftast um kl. 21 á kvöldin – eða um það leyti þegar yngstu dætur mínar festa svefn. Á þeirri stundu man ég. Ég man af hverju ég er að greiða. Ég er að greiða af framtíðinni. Framtíðin er þeirra – og framtíðin er björt. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arna Pálsdóttir Neytendur Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Það er ekki svo langt síðan ég fattaði að barnalán þýðir í raun ekkert annað en barna-lán. Ég er að greiða af húsnæðisláni, námsláni og svo greiði ég líka af barnaláni, nánar tiltekið fjórum barnalánum. Ef þið spáið í því þá myndum við aldrei leyfa neinum að koma fram við okkur með sama hætti og börnin okkar gera. Þau hugsa eingöngu út frá sjálfum sér, gera kröfur og eru tilætlunarsöm því það er jú okkar eini og sanni tilgangur að annast þau, ekki satt? Ég átti stund fyrr í vetur þegar elsta dóttir mín kom fram úr herberginu sínu með fangið fullt af óhreinu leirtaui. Hún skellti því í eldhúsvaskinn án þess að svo mikið sem taka stöðuna á uppþvottavélinni. Á þessu sama augnabliki ákvað yngsta dóttir mín að njóta þess að vera bleyjulaus og kúka á stofugólfið. Það má því segja að þær hafi báðar drullað yfir mig á nákvæmlega sama augnablikinu. En aftur að barnalánum. Afborganir barnalána eru misþungar. Tiltekin aldur barna hefur ákveðin verðbólguáhrif. Ég á t.d. dóttur sem er 19 mánaða og dóttur sem er 14 ára. Þarna er greiðslubyrðin þyngst. Ef þær væru námslán væri afborgunin bara af þeim tveimur allavega 75% af útborguðum launum. Þær valda mér báðar svefnleysi, þó með ólíkum hætti. Önnur með öskrum og hin með áhyggjum. Svo á ég tvær aðrar dætur. Eina sem er 5 ára en ég vil beinlínis meina að ég sé í einhverskonar greiðsluskjóli gagnvart henni. Hún elskar mig út fyrir endimörk alheimsins, ég er best af öllum í hennar huga. Svo finnst henni skemmtilegast að vera úti að leika með vinkonum sínum eða að horfa á teiknimynd. Sú fjórða er 12 ára. Eftir nokkurra ára lágvaxtatímabil hefur mér verið tilkynnt að nú sé orðið tímabært að byrja að borga meira og vænti ég þess að afborganir hækki næstu árin. Núna er svolítið eins og ég sé eingöngu að greiða kostnað og áfallna vexti. Náttúran sér til þess að við elskum börnin okkar skilyrðislaust. Hún var ansi klók þar hún Móðir náttúra enda sér hún til þess að við greiðum okkar afborganir full þakklætis og full af gleði, þrátt fyrir breytilega vexti, verðbólgu og óvæntan kostnað. Svo kemur þessi tími dags þegar móðurástin er mest. Tíminn þegar allt er gleymt og fyrirgefið. Svefnlausar nætur, grænt hor og óhreint leirtau er ekki til í orðabókinni. Hjá mér er þessi tími oftast um kl. 21 á kvöldin – eða um það leyti þegar yngstu dætur mínar festa svefn. Á þeirri stundu man ég. Ég man af hverju ég er að greiða. Ég er að greiða af framtíðinni. Framtíðin er þeirra – og framtíðin er björt. Höfundur er lögfræðingur.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun