Mannleg og kerfisleg mistök í máli konunnar Kolbeinn Tumi Daðason og Kristín Ólafsdóttir skrifa 16. apríl 2021 12:29 Krabbameinsfélagið segir óumdeilt að mistök hafi verið gerð við greiningu sýnisins. Atvikið hafi verið tilkynnt til landlæknis um leið og bótaskylda viðurkennd. Hugur starfsfólks sé hjá konunni og fjölskyldu hennar. Vísir/Vilhelm Embætti landlæknis hefur komist að þeirri niðurstöðu að bæði mannleg og kerfisleg mistök hafi verið gerð í máli konu sem greindist með ólæknandi leghálskrabbamein eftir skimun hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. Þetta segir Sævar Þór Jónsson lögmaður konunnar og vísar í niðurstöðu úttektar landlæknisembættisins. Konan greindist með ólæknandi krabbamein í júní 2020. Við endurskoðun á skimunarsýni frá árinu 2018 kom í ljós að hágráðubreytingar höfðu verið í sýni sem metið hafði verið eðlilegt. Sævar fékk niðurstöðu úttektarinnar í dag. Þar segir að „um samvirkandi áhrif mannlegra og kerfislegra þátta“ hafi verið að ræða. Mannleg mistök hafi orðið við greiningu sýnisins en ákveðinn þátt innra gæðaeftirlits hefði verið hægt að nýta betur. Gagnrýnir skort á gæðaeftirliti Sævar segir í samtali við fréttastofu að þetta staðfesti enn frekar að verkferlar og eftirlit með starfseminni hafi ekki verið í lagi. Sævar er með mál fleiri kvenna á borði sínu þar sem hann telur að möguleika á að svipuð vandamál hafi verið uppi á teningnum. Alls hefur hann vísað málum ellefu kvenna til landlæknis. Sævar Þór Jónsson lögmaður gætir hagsmuna konunnar.Vísir/Vilhelm „Og það eru líkindi á því að við séum að fara að sjá fleiri sambærilegar niðurstöður því gæðaeftirlitið á þessum rannsóknum var ekki fyrir hendi. Krabbameinsfélagið hefur vísað til þess að það voru mannleg mistök en þetta eru ekki bara mannleg mistök, þetta voru mistök í innra eftirliti kerfinu sem þeir báru ábyrgð á.“ Krabbameinsfélagið segist í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu fagna því að niðurstaða sé komin varðandi atvikið alvarlega. Krabbameinsfélagið segir málin ekki sambærileg „Óumdeilt er að mistök voru gerð við greiningu sýnisins í umræddu atviki. Þau mistök tilkynnti Leitarstöð Krabbameinsfélagsins um leið og þau voru ljós og hafði samband við konuna sem í hlut á. Bótaskylda hefur verið viðurkennd af tryggingafélagi félagsins vegna atviksins. Orð fá ekki lýst því hve þungbært atvik eins og hér um ræðir er fyrir starfsfólk Leitarstöðvar en hugur þess er þó fyrst og fremst hjá konunni sem á í hlut og hennar aðstandendum,“ segir í svarinu. Alma Möller er landlæknir.Vísir/Vilhelm Varðandi önnur mál sem Sævar vísar til segist Krabbameinsfélagið ekki geta tjáð sig um einstakar kvartanir. Ekkert þeirra mála sé þó sambærilegt þessu atviki. Embætti landlæknis skilaði í febrúar hlutaúttekt í málinu. Þar benti landlæknir á að leitarmiðstöðin hefði getað nýtt ákveðna hluta innra gæðaeftirlits síns til að hafa betri yfirsýn á gæði frumugreininga í heild. Gæðaeftirlit vissulega til staðar Krabbameinsfélagið segir niðurstöðuna byggja á fyrrnefndri hlutaúttekt embættis landlæknis þar sem fjallað var um gæðamál. „Í úttektinni kom fram kom að innra gæðaeftirlit var vissulega til staðar á Leitarstöðinni. Einnig komu fram gagnlegar ábendingar um aukið innra og ytra gæðaeftirlit, sem hefði getað gert gott starf enn betra. Auknar gæðakröfur í heilbrigðisþjónustu eru alltaf af hinu góða. Hefði Leitarstöðin verið starfrækt áfram hefði verið brugðist við þeim ábendingum í samstarfi við embættið en slíkar ábendingar höfðu ekki komið fram áður.“ Halla Þorvaldsdóttir er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.Ásta Kristjánsdóttir Í hlutaúttekt embættisins komi fram að árangur Íslands varðandi krabbamein í leghálsi sé með þeim besta sem gerist í heiminum, áþekkur árangri hinna Norðurlandanna. Þennan árangur megi að verulegu leyti þakka starfi Leitarstöðvarinnar og þátttöku íslenskra kvenna í þeirri mikilvægu forvarnaraðgerð sem leghálsskimunin er. Leitarstöð Krabbameinsfélagsins hætti sem kunnugt er starfsemi um áramót og skimanir fyrir krabbameinum fluttust til Landspítala og Heilsugæslunnar. Sjaldgæf en möguleg vangreining Krabbameinsfélagið segir vangreiningu á hágráðufrumubreytingum í leghálssýnum mjög sjaldgæfa, en mögulega. „Hún er ekki aðeins möguleg heldur getur hún átt sér á öllum frumurannsóknarstofum. Það er óhjákvæmilegt, þó sjaldgæft sé og ekkert gæðaeftirlit getur fullkomlega komið í veg fyrir slíkt. Rýni á frumurannsóknarstofu Leitarstöðvarinnar sýndi að vangreining á hágráðubreytingum var afar sjaldgæf. Það sést einnig á þeim góða árangri varðandi krabbamein í leghálsi hér á landi.“ Óumdeilt sé að mistök voru gerð við greiningu sýnisins í umræddu atviki. Þau mistök hafi Leitarstöð Krabbameinsfélagsins tilkynnt um leið og þau voru ljós og haft samband við konuna sem í hlut átti. Bótaskylda hafi verið viðurkennd af tryggingafélagi félagsins vegna atviksins. „Orð fá ekki lýst því hve þungbært atvik eins og hér um ræðir er fyrir starfsfólk Leitarstöðvar en hugur þess er þó fyrst og fremst hjá konunni sem á í hlut og hennar aðstandendum,“ segir í svari Krabbameinsfélagsins. „Eðlilegt er að óöryggi vakni hjá fólki þegar mistök verða í heilbrigðiskerfinu, þó þau séu sjaldgæf. Hér á landi eru formlegar leiðir fyrir athugasemdir eða kvartanir og eðlilegt að fólk nýti sér þær.“ Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Tengdar fréttir Mun fá háar bætur eftir mistök hjá Krabbameinsfélaginu Tryggingafélag Krabbameinsfélags Íslands hefur viðurkennt bótaskyldu að öllu leyti í máli konu sem fékk ranga niðurstöðu eftir krabbameinsskoðun hjá félaginu. Konan er með ólækandi krabbamein. 24. nóvember 2020 19:10 Var ekki látin vita af frumubreytingum og þurfti að fara í legnám Kona á fertugsaldri sem segist ekki hafa verið látin vita af frumubreytingum í leghálsi segir Krabbameinsfélagið hafa brugðist sér. Hún greindist með alvarlegt krabbamein og þurfti að fara í legnám og getur því ekki eignast börn. 7. október 2020 18:45 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Þetta segir Sævar Þór Jónsson lögmaður konunnar og vísar í niðurstöðu úttektar landlæknisembættisins. Konan greindist með ólæknandi krabbamein í júní 2020. Við endurskoðun á skimunarsýni frá árinu 2018 kom í ljós að hágráðubreytingar höfðu verið í sýni sem metið hafði verið eðlilegt. Sævar fékk niðurstöðu úttektarinnar í dag. Þar segir að „um samvirkandi áhrif mannlegra og kerfislegra þátta“ hafi verið að ræða. Mannleg mistök hafi orðið við greiningu sýnisins en ákveðinn þátt innra gæðaeftirlits hefði verið hægt að nýta betur. Gagnrýnir skort á gæðaeftirliti Sævar segir í samtali við fréttastofu að þetta staðfesti enn frekar að verkferlar og eftirlit með starfseminni hafi ekki verið í lagi. Sævar er með mál fleiri kvenna á borði sínu þar sem hann telur að möguleika á að svipuð vandamál hafi verið uppi á teningnum. Alls hefur hann vísað málum ellefu kvenna til landlæknis. Sævar Þór Jónsson lögmaður gætir hagsmuna konunnar.Vísir/Vilhelm „Og það eru líkindi á því að við séum að fara að sjá fleiri sambærilegar niðurstöður því gæðaeftirlitið á þessum rannsóknum var ekki fyrir hendi. Krabbameinsfélagið hefur vísað til þess að það voru mannleg mistök en þetta eru ekki bara mannleg mistök, þetta voru mistök í innra eftirliti kerfinu sem þeir báru ábyrgð á.“ Krabbameinsfélagið segist í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu fagna því að niðurstaða sé komin varðandi atvikið alvarlega. Krabbameinsfélagið segir málin ekki sambærileg „Óumdeilt er að mistök voru gerð við greiningu sýnisins í umræddu atviki. Þau mistök tilkynnti Leitarstöð Krabbameinsfélagsins um leið og þau voru ljós og hafði samband við konuna sem í hlut á. Bótaskylda hefur verið viðurkennd af tryggingafélagi félagsins vegna atviksins. Orð fá ekki lýst því hve þungbært atvik eins og hér um ræðir er fyrir starfsfólk Leitarstöðvar en hugur þess er þó fyrst og fremst hjá konunni sem á í hlut og hennar aðstandendum,“ segir í svarinu. Alma Möller er landlæknir.Vísir/Vilhelm Varðandi önnur mál sem Sævar vísar til segist Krabbameinsfélagið ekki geta tjáð sig um einstakar kvartanir. Ekkert þeirra mála sé þó sambærilegt þessu atviki. Embætti landlæknis skilaði í febrúar hlutaúttekt í málinu. Þar benti landlæknir á að leitarmiðstöðin hefði getað nýtt ákveðna hluta innra gæðaeftirlits síns til að hafa betri yfirsýn á gæði frumugreininga í heild. Gæðaeftirlit vissulega til staðar Krabbameinsfélagið segir niðurstöðuna byggja á fyrrnefndri hlutaúttekt embættis landlæknis þar sem fjallað var um gæðamál. „Í úttektinni kom fram kom að innra gæðaeftirlit var vissulega til staðar á Leitarstöðinni. Einnig komu fram gagnlegar ábendingar um aukið innra og ytra gæðaeftirlit, sem hefði getað gert gott starf enn betra. Auknar gæðakröfur í heilbrigðisþjónustu eru alltaf af hinu góða. Hefði Leitarstöðin verið starfrækt áfram hefði verið brugðist við þeim ábendingum í samstarfi við embættið en slíkar ábendingar höfðu ekki komið fram áður.“ Halla Þorvaldsdóttir er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.Ásta Kristjánsdóttir Í hlutaúttekt embættisins komi fram að árangur Íslands varðandi krabbamein í leghálsi sé með þeim besta sem gerist í heiminum, áþekkur árangri hinna Norðurlandanna. Þennan árangur megi að verulegu leyti þakka starfi Leitarstöðvarinnar og þátttöku íslenskra kvenna í þeirri mikilvægu forvarnaraðgerð sem leghálsskimunin er. Leitarstöð Krabbameinsfélagsins hætti sem kunnugt er starfsemi um áramót og skimanir fyrir krabbameinum fluttust til Landspítala og Heilsugæslunnar. Sjaldgæf en möguleg vangreining Krabbameinsfélagið segir vangreiningu á hágráðufrumubreytingum í leghálssýnum mjög sjaldgæfa, en mögulega. „Hún er ekki aðeins möguleg heldur getur hún átt sér á öllum frumurannsóknarstofum. Það er óhjákvæmilegt, þó sjaldgæft sé og ekkert gæðaeftirlit getur fullkomlega komið í veg fyrir slíkt. Rýni á frumurannsóknarstofu Leitarstöðvarinnar sýndi að vangreining á hágráðubreytingum var afar sjaldgæf. Það sést einnig á þeim góða árangri varðandi krabbamein í leghálsi hér á landi.“ Óumdeilt sé að mistök voru gerð við greiningu sýnisins í umræddu atviki. Þau mistök hafi Leitarstöð Krabbameinsfélagsins tilkynnt um leið og þau voru ljós og haft samband við konuna sem í hlut átti. Bótaskylda hafi verið viðurkennd af tryggingafélagi félagsins vegna atviksins. „Orð fá ekki lýst því hve þungbært atvik eins og hér um ræðir er fyrir starfsfólk Leitarstöðvar en hugur þess er þó fyrst og fremst hjá konunni sem á í hlut og hennar aðstandendum,“ segir í svari Krabbameinsfélagsins. „Eðlilegt er að óöryggi vakni hjá fólki þegar mistök verða í heilbrigðiskerfinu, þó þau séu sjaldgæf. Hér á landi eru formlegar leiðir fyrir athugasemdir eða kvartanir og eðlilegt að fólk nýti sér þær.“
Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Tengdar fréttir Mun fá háar bætur eftir mistök hjá Krabbameinsfélaginu Tryggingafélag Krabbameinsfélags Íslands hefur viðurkennt bótaskyldu að öllu leyti í máli konu sem fékk ranga niðurstöðu eftir krabbameinsskoðun hjá félaginu. Konan er með ólækandi krabbamein. 24. nóvember 2020 19:10 Var ekki látin vita af frumubreytingum og þurfti að fara í legnám Kona á fertugsaldri sem segist ekki hafa verið látin vita af frumubreytingum í leghálsi segir Krabbameinsfélagið hafa brugðist sér. Hún greindist með alvarlegt krabbamein og þurfti að fara í legnám og getur því ekki eignast börn. 7. október 2020 18:45 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Mun fá háar bætur eftir mistök hjá Krabbameinsfélaginu Tryggingafélag Krabbameinsfélags Íslands hefur viðurkennt bótaskyldu að öllu leyti í máli konu sem fékk ranga niðurstöðu eftir krabbameinsskoðun hjá félaginu. Konan er með ólækandi krabbamein. 24. nóvember 2020 19:10
Var ekki látin vita af frumubreytingum og þurfti að fara í legnám Kona á fertugsaldri sem segist ekki hafa verið látin vita af frumubreytingum í leghálsi segir Krabbameinsfélagið hafa brugðist sér. Hún greindist með alvarlegt krabbamein og þurfti að fara í legnám og getur því ekki eignast börn. 7. október 2020 18:45