Merkel skorar á sambandsþingið að taka í neyðarhemilinn í Covid-aðgerðum Heimir Már Pétursson skrifar 16. apríl 2021 21:03 Kanslarinn segir veiruna hvorki fyrirgefa hálfkák né hik í aðgerðum. Getty/Henning Schacht Angela Merkel Þýskalandskanslari hvatti þýska sambandsþingið í dag til að samþykkja frumvarp sem heimilar landstjórninni að grípa til hertra sóttvarnaaðgerða í öllum sextán sambandsríkjum Þýskalands. Hún segir löngu tímabært að stíga fast á neyðarhemilinn í landinu öllu. Sambandsríkin sextán í Þýskalandi hafa sjálfdæmi í heilbrigðismálum og því hefur alríkisstjórninni í Berlín gengið erfiðlega að samræma sóttvarnaaðgerðir um allt land. Sambandsríkin hafa gripið til mjög mismunandi aðgerða frá því faraldurinn kom upp fyrir ári. Það hefur því gengið erfiðlega að kveða Covid-19 faraldurinn niður í landinu. Merkel ávarpaði neðri deild þýska sambandsþingsinis í dag og sagði nauðsynlegt að stíga fast og ákveðið á neyðarhemilinn um allt Þýskaland. „Það er áríðandi að taka í neyðarhemilinn á landsvísu. Neyðarstöðvun er löngu tímabær. Ég verð að segja í dag að ástandið er alvarlegt, mjög alvarlegt. Og við verðum öll að taka þessu alvarlega,“ sagði Merkel. Tæplega tuttugu og sex þúsund manns greindust með Covid-19 veiruna í Þýskalandi í gær og tvö hundruð fjörtíu og sjö létust af veikinidum vegna hennar. „Gjörgæslulæknar hafa kallað á hjálp, hver á eftir öðrum. Hver erum við ef við hunsum þessi neyðarköll,“ spurði Merkel. Kanslarinn segir veiruna hvorki fyrirgefa hálfkák né hik í aðgerðum sem aðeins dragi faraldurinn á langinn. „Allar ráðstafanir hafa það eitt að markmiði að leiða landið okkar út úr þessu hræðilega þróunarferli sífelldrar fjölgunar smitaðra, fullra gjörgæsludeilda, sífellt fleiri dauðsfalla vegna kórónuveirunnar. Öllum til hagsbóta.,“ sagði Angela Merkel. Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Sjá meira
Sambandsríkin sextán í Þýskalandi hafa sjálfdæmi í heilbrigðismálum og því hefur alríkisstjórninni í Berlín gengið erfiðlega að samræma sóttvarnaaðgerðir um allt land. Sambandsríkin hafa gripið til mjög mismunandi aðgerða frá því faraldurinn kom upp fyrir ári. Það hefur því gengið erfiðlega að kveða Covid-19 faraldurinn niður í landinu. Merkel ávarpaði neðri deild þýska sambandsþingsinis í dag og sagði nauðsynlegt að stíga fast og ákveðið á neyðarhemilinn um allt Þýskaland. „Það er áríðandi að taka í neyðarhemilinn á landsvísu. Neyðarstöðvun er löngu tímabær. Ég verð að segja í dag að ástandið er alvarlegt, mjög alvarlegt. Og við verðum öll að taka þessu alvarlega,“ sagði Merkel. Tæplega tuttugu og sex þúsund manns greindust með Covid-19 veiruna í Þýskalandi í gær og tvö hundruð fjörtíu og sjö létust af veikinidum vegna hennar. „Gjörgæslulæknar hafa kallað á hjálp, hver á eftir öðrum. Hver erum við ef við hunsum þessi neyðarköll,“ spurði Merkel. Kanslarinn segir veiruna hvorki fyrirgefa hálfkák né hik í aðgerðum sem aðeins dragi faraldurinn á langinn. „Allar ráðstafanir hafa það eitt að markmiði að leiða landið okkar út úr þessu hræðilega þróunarferli sífelldrar fjölgunar smitaðra, fullra gjörgæsludeilda, sífellt fleiri dauðsfalla vegna kórónuveirunnar. Öllum til hagsbóta.,“ sagði Angela Merkel.
Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Sjá meira