Fresta ákvörðun um endurkomu Trump á Facebook Sylvía Hall skrifar 17. apríl 2021 20:55 Ekki er ljóst hvort Trump fái aðgang að Facebook og Instagram aftur. Getty/James Devaney Eftirlitsnefnd Facebook hefur frestað ákvarðanatöku í máli er varðar samfélagsmiðla Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Aðgöngum forsetans fyrrverandi var lokað eftir árás stuðninsgmanna hans á bandaríska þingið í janúar. Til stóð að ákvörðun yrði tekin eigi síðar en 21. apríl næstkomandi, en í ljósi þess að yfir níu þúsund umsagnir bárust frá almenningi hefur ákvarðanatökunni verið frestað. Stefnt er að því að því að ákvörðun liggi fyrir á komandi vikum. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins er þetta stærsta mál sem eftirlitsnefndin hefur haft til umfjöllunar síðan hún hóf störf á síðasta ári. Tuttugu eiga sæti í nefndinni sem var sett á fót fyrir tilstuðlan Mark Zuckerberg forstjóra, og hefur hún gjarnan verið kölluð Hæstiréttur Facebook. Nefndin er sjálfstæð eining en nefndarmenn fá laun greidd frá Facebook. Meðal þeirra sem skipa nefndina eru blaðamenn, aðgerðasinnar, lögfræðingar og fræðimenn. Meðal mála sem hún hefur tekið til umfjöllunar er til að mynda myndband um lækningar við kórónuveirunni og tilvitnun í Jósef Göbbels sem var fjarlægð af aðgangi eins notanda. Fallist nefndin á það að Trump fái aðgang að miðlum sínum aftur nær það til bæði Facebook og Instagram, sem er í eigu Facebook. Forsetinn fyrrverandi er þó bannaður til frambúðar á Twitter. Donald Trump Bandaríkin Samfélagsmiðlar Facebook Tengdar fréttir Twitter reikningi Trump lokað til frambúðar Twitter hefur lokað reikningi Donalds Trump til frambúðar. 8. janúar 2021 23:38 Trump gæti fengið Facebook-aðganginn aftur Eftirlitsnefnd um stjórnarhætti samfélagsmiðlarisans Facebook mun nú taka fyrir ákvörðun fyrirtækisins um að úthýsa Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, af miðlinum. 21. janúar 2021 20:47 Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Sjá meira
Til stóð að ákvörðun yrði tekin eigi síðar en 21. apríl næstkomandi, en í ljósi þess að yfir níu þúsund umsagnir bárust frá almenningi hefur ákvarðanatökunni verið frestað. Stefnt er að því að því að ákvörðun liggi fyrir á komandi vikum. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins er þetta stærsta mál sem eftirlitsnefndin hefur haft til umfjöllunar síðan hún hóf störf á síðasta ári. Tuttugu eiga sæti í nefndinni sem var sett á fót fyrir tilstuðlan Mark Zuckerberg forstjóra, og hefur hún gjarnan verið kölluð Hæstiréttur Facebook. Nefndin er sjálfstæð eining en nefndarmenn fá laun greidd frá Facebook. Meðal þeirra sem skipa nefndina eru blaðamenn, aðgerðasinnar, lögfræðingar og fræðimenn. Meðal mála sem hún hefur tekið til umfjöllunar er til að mynda myndband um lækningar við kórónuveirunni og tilvitnun í Jósef Göbbels sem var fjarlægð af aðgangi eins notanda. Fallist nefndin á það að Trump fái aðgang að miðlum sínum aftur nær það til bæði Facebook og Instagram, sem er í eigu Facebook. Forsetinn fyrrverandi er þó bannaður til frambúðar á Twitter.
Donald Trump Bandaríkin Samfélagsmiðlar Facebook Tengdar fréttir Twitter reikningi Trump lokað til frambúðar Twitter hefur lokað reikningi Donalds Trump til frambúðar. 8. janúar 2021 23:38 Trump gæti fengið Facebook-aðganginn aftur Eftirlitsnefnd um stjórnarhætti samfélagsmiðlarisans Facebook mun nú taka fyrir ákvörðun fyrirtækisins um að úthýsa Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, af miðlinum. 21. janúar 2021 20:47 Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Sjá meira
Twitter reikningi Trump lokað til frambúðar Twitter hefur lokað reikningi Donalds Trump til frambúðar. 8. janúar 2021 23:38
Trump gæti fengið Facebook-aðganginn aftur Eftirlitsnefnd um stjórnarhætti samfélagsmiðlarisans Facebook mun nú taka fyrir ákvörðun fyrirtækisins um að úthýsa Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, af miðlinum. 21. janúar 2021 20:47
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“