Miðflokkurinn nálægt því að þurrkast út af þingi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. apríl 2021 18:31 Miðflokkurinn er nálægt því að þurrkast út af Alþingi samkvæmt nýrri könnun og mælist með einungis 5,3% fylgi. Fylgið hefur dregist saman um rúman helming frá síðustu kosningum. Maskína gerði könnunina fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar á dögunum 8. til 15. apríl. Fylgi Miðflokksins hefur dalað nokkuð í könnunum Maskínu undanfarið; var 7,3% í desember en 6,1% í mars. Flokkurinn hlaut 11,1% fylgi í síðustu kosningum árið 2017 og sjö þingsæti. Frá því að tveir þingmenn Flokks fólksins gengu í raðir Miðflokksins í ársbyrjun 2019 hefur hann verið fjölmennasti stjórnarandstöðuflokkurinn á Alþingi. Fylgi allra stjórnarflokkanna hækkar aftur á móti. Vinstri Grænir mælast næststærsti flokkurinn með 15,2% miðað við 13,2% í síðustu könnun. Fylgi Sjálfstæðisflokksins stendur í 23,8% og Framsóknarflokksins í 11,1%. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagðí Víglínunni á Stöð 2 í dag að eðlilegt væri að kanna möguleika á áframhaldandi stjórnarsamstarfi fengju flokkarnir til þess umboð.vísir/Einar Saman eru stjórnarflokkarnir með um 50% fylgi. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri Grænna, sagði í Víglínunni á Stöð 2 í dag að eðlilegt væri að stjórnarflokkarnir myndu kanna möguleikann á áframhaldandi samstarfi fengju þeir til þess umboð. „Ég held að það væri mjög eðlilegt að þessir flokkar myndu setjast niður og ræða möguleika á framhaldi. En við höfum sagt það núna eins og við sögðum fyrir síðustu kosningar að við erum ekki að útiloka neinn frá samstarfi og erum ekki að lofa neinu um samstarf,“ sagði Katrín og bætti við að það hafi ekki reynst farsælt að vera með of miklar yfirlýsingar og útiloka samstarfsmöguleika. „Það var nú kannski bara eftir þá reynslu sem við öðluðumst eftir kosningarnar 2016, þar sem var mjög erfitt að mynda ríkisstjórn og miklar yfirlýsingar höfðu verið gefnar fyrir kosningar, að við tókum þann lærdóm af því að vera ekki með of miklar yfirlýsingar.“ „En færi það svo að þessir flokkar fengu meirihluta væri það mjög eðlilegt að við myndum setjast niður og kanna möguleika á framhaldi,“ sagði Katrín í Víglínunni. Þannig það væri fyrsti kostur? „Það hangir auðvitað svo margt á niðurstöðum kosninga og þessi ríkisstjórn var mjög óvænt niðurstaða síðast og spratt meðal annars upp úr því hversu erfitt það hafði reynst að mynda ríkisstjórn áður. En þetta hefur gengið vel og þess vegna segi ég að það væri undarlegt að láta ekki reyna á framhaldið. En ég ætla ekki að útiloka neina aðra kosti hins vegar,“ sagði Katrín. Fylgi Samfylkingarinnar dalar enn Samfylkingin heldur áfram að dala í könnunum Maskínu. Fylgið stendur nú í 12,8% og hefur lækkað verulega frá áramótum þegar það var 17,9%. Aðrir flokkar í stjórnarandstöðu lækka einnig lítillega. Píratar um eitt prósent og mælast með 11,1% fylgi en Viðreisn með 11,5%. Ólíkt því sem verið hefur í síðustu könnunum mælist Sósíalistaflokkur Íslands ekki inni á þingi með 4,1% fylgi. Fylgi Flokks fólksins hækkar hins vegar aðeins og flokkurinn mælist nú inni með 5% fylgi. Maskína gerði könnunina á dögunum 8. til 15. apríl og svarendur voru 892 talsins. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Skoðanakannanir Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Maskína gerði könnunina fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar á dögunum 8. til 15. apríl. Fylgi Miðflokksins hefur dalað nokkuð í könnunum Maskínu undanfarið; var 7,3% í desember en 6,1% í mars. Flokkurinn hlaut 11,1% fylgi í síðustu kosningum árið 2017 og sjö þingsæti. Frá því að tveir þingmenn Flokks fólksins gengu í raðir Miðflokksins í ársbyrjun 2019 hefur hann verið fjölmennasti stjórnarandstöðuflokkurinn á Alþingi. Fylgi allra stjórnarflokkanna hækkar aftur á móti. Vinstri Grænir mælast næststærsti flokkurinn með 15,2% miðað við 13,2% í síðustu könnun. Fylgi Sjálfstæðisflokksins stendur í 23,8% og Framsóknarflokksins í 11,1%. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagðí Víglínunni á Stöð 2 í dag að eðlilegt væri að kanna möguleika á áframhaldandi stjórnarsamstarfi fengju flokkarnir til þess umboð.vísir/Einar Saman eru stjórnarflokkarnir með um 50% fylgi. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri Grænna, sagði í Víglínunni á Stöð 2 í dag að eðlilegt væri að stjórnarflokkarnir myndu kanna möguleikann á áframhaldandi samstarfi fengju þeir til þess umboð. „Ég held að það væri mjög eðlilegt að þessir flokkar myndu setjast niður og ræða möguleika á framhaldi. En við höfum sagt það núna eins og við sögðum fyrir síðustu kosningar að við erum ekki að útiloka neinn frá samstarfi og erum ekki að lofa neinu um samstarf,“ sagði Katrín og bætti við að það hafi ekki reynst farsælt að vera með of miklar yfirlýsingar og útiloka samstarfsmöguleika. „Það var nú kannski bara eftir þá reynslu sem við öðluðumst eftir kosningarnar 2016, þar sem var mjög erfitt að mynda ríkisstjórn og miklar yfirlýsingar höfðu verið gefnar fyrir kosningar, að við tókum þann lærdóm af því að vera ekki með of miklar yfirlýsingar.“ „En færi það svo að þessir flokkar fengu meirihluta væri það mjög eðlilegt að við myndum setjast niður og kanna möguleika á framhaldi,“ sagði Katrín í Víglínunni. Þannig það væri fyrsti kostur? „Það hangir auðvitað svo margt á niðurstöðum kosninga og þessi ríkisstjórn var mjög óvænt niðurstaða síðast og spratt meðal annars upp úr því hversu erfitt það hafði reynst að mynda ríkisstjórn áður. En þetta hefur gengið vel og þess vegna segi ég að það væri undarlegt að láta ekki reyna á framhaldið. En ég ætla ekki að útiloka neina aðra kosti hins vegar,“ sagði Katrín. Fylgi Samfylkingarinnar dalar enn Samfylkingin heldur áfram að dala í könnunum Maskínu. Fylgið stendur nú í 12,8% og hefur lækkað verulega frá áramótum þegar það var 17,9%. Aðrir flokkar í stjórnarandstöðu lækka einnig lítillega. Píratar um eitt prósent og mælast með 11,1% fylgi en Viðreisn með 11,5%. Ólíkt því sem verið hefur í síðustu könnunum mælist Sósíalistaflokkur Íslands ekki inni á þingi með 4,1% fylgi. Fylgi Flokks fólksins hækkar hins vegar aðeins og flokkurinn mælist nú inni með 5% fylgi. Maskína gerði könnunina á dögunum 8. til 15. apríl og svarendur voru 892 talsins.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Skoðanakannanir Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira