Helmingur fengið bóluefni en dregur úr aðsókn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. apríl 2021 07:33 Talið er að um 20 prósent Bandaríkjamanna séu ákveðnir í því að láta ekki bólusetja sig. epa/Mary Altaffer Bandarísk heilbrigðisyfirvöld greindu frá því um helgina að helmingur Bandaríkjamanna eldri en 18 ára hefði fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni gegn Covid-19. Héðan í frá kann hins vegar að verða á brattann að sækja en yfirvöld víða um land segja verulega hafa dregið úr aðsókn í bólusetningu. Í Mercer-sýslu í Ohio komust færri að en vildu í janúar. Nú eiga heilbrigðisyfirvöld í sýslunni hins vegar erfitt með að fylla öll pláss, þrátt fyrir að eiga nóg af bóluefninu. Þau óttast þróun mála. Sama er uppi á teningnum í fleiri strjálbýlum sýslum Ohio og í fleiri ríkjum. Þeir sem voru ákveðnir í að láta bólusetja sig hafa gert það nú þegar en þeir telja ekki nema um 30 prósent. Þeir sem eru óbólusettir eru óákveðnir, hafa áhyggjur af aukaverkunum eða treysta ekki bóluefnunum. Sums staðar, til dæmis í Ohio og í Georgíu, hefur fjölda bólusetningarstöðvum verið lokað. „Við erum að koma að þeim punkti að við erum komin að þeim sem erfitt er að ná til,“ segir Lori Tremmel Freeman, framkvæmdastjóri samtaka yfirmanna í heilbrigðisþjónustu (NACCHO). Umræddur hópur sé óviss, ekki nægilega upplýstur eða vilji hreinlega ekki láta bólusetja sig. Bandarísk heilbrigðisyfirvöld hafa sagt að bólusetja þurfi 70 til 85 prósent þjóðarinnar til að ná að hefta útbreiðslu SARS-CoV-2 en kannanir benda til þess að um 20 prósent séu harðákveðin í því að láta ekki bólusetja sig. Céline Gounder, sérfræðingur í smitsjúkdómum og faraldsfræðum, segir aðgengi hins vegar einnig hluta vandans. Þannig séu engar bólusetningamiðstöðvar í mörgum fátækum samfélögum, sem kemur einna verst niður á svörtum. Unnið er að aðgerðum til að ná til ýmissa minnihlutahópa sem vantar hreinlega meiri upplýsingar en sumir sérfræðingar hafa áhyggjur af því að ákvörðun stjórnvalda að stöðva tímabundið notkun bóluefnisins frá Johnson & Johnson muni kynda enn frekar undir tregðu fólks til að láta bólusetja sig. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira
Héðan í frá kann hins vegar að verða á brattann að sækja en yfirvöld víða um land segja verulega hafa dregið úr aðsókn í bólusetningu. Í Mercer-sýslu í Ohio komust færri að en vildu í janúar. Nú eiga heilbrigðisyfirvöld í sýslunni hins vegar erfitt með að fylla öll pláss, þrátt fyrir að eiga nóg af bóluefninu. Þau óttast þróun mála. Sama er uppi á teningnum í fleiri strjálbýlum sýslum Ohio og í fleiri ríkjum. Þeir sem voru ákveðnir í að láta bólusetja sig hafa gert það nú þegar en þeir telja ekki nema um 30 prósent. Þeir sem eru óbólusettir eru óákveðnir, hafa áhyggjur af aukaverkunum eða treysta ekki bóluefnunum. Sums staðar, til dæmis í Ohio og í Georgíu, hefur fjölda bólusetningarstöðvum verið lokað. „Við erum að koma að þeim punkti að við erum komin að þeim sem erfitt er að ná til,“ segir Lori Tremmel Freeman, framkvæmdastjóri samtaka yfirmanna í heilbrigðisþjónustu (NACCHO). Umræddur hópur sé óviss, ekki nægilega upplýstur eða vilji hreinlega ekki láta bólusetja sig. Bandarísk heilbrigðisyfirvöld hafa sagt að bólusetja þurfi 70 til 85 prósent þjóðarinnar til að ná að hefta útbreiðslu SARS-CoV-2 en kannanir benda til þess að um 20 prósent séu harðákveðin í því að láta ekki bólusetja sig. Céline Gounder, sérfræðingur í smitsjúkdómum og faraldsfræðum, segir aðgengi hins vegar einnig hluta vandans. Þannig séu engar bólusetningamiðstöðvar í mörgum fátækum samfélögum, sem kemur einna verst niður á svörtum. Unnið er að aðgerðum til að ná til ýmissa minnihlutahópa sem vantar hreinlega meiri upplýsingar en sumir sérfræðingar hafa áhyggjur af því að ákvörðun stjórnvalda að stöðva tímabundið notkun bóluefnisins frá Johnson & Johnson muni kynda enn frekar undir tregðu fólks til að láta bólusetja sig.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira