„Fyrir löngu búinn að reka þig ef þú værir ekki svona góður fyrir móralinn“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. apríl 2021 10:30 Pétur Jóhann er kominn í starf sem hann segist vera bestur í, að spjalla við fólk um daginn og veginn. Pétur Jóhann Sigfússon hefur verið einn vinsælasti grínisti og leikari landsins undanfarin tuttugu ár. Alltaf verið nóg að gera en í kjölfar heimsfaraldurs fóru verkefnin að verða færri. Hann tók aftur á móti málin í sínar hendur og bjó til nýtt starf. Pétur Jóhann vinnur í dag hjá veitingarrisanum Gleðipinnar og sennilega við það sem hann er bestur í, að spjalla við fólk til að bæta starfsandann. „Ef ég á að reyna segja frá þessu í stuttu máli þá byrja ég á því að fá mér kaffi svo rölti ég af stað og spjalla við fólkið. Þetta er í raun spjallmeðferð sem ég er að bjóða upp á. Ég er búinn að ganga með drög af þessari hugmynd í mörg ár og núna er komin reynsla á þetta hér innan fyrirtækisins. Fullt af veitingastöðum og ég keyri á milli og svo veit ég ekkert hvað gerist. Byrja bara að spjalla en þetta er það sem ég hef verið að gera meira og minna alla mína ævi,“ segir Pétur Jóhann og heldur áfram. „Einhvers staðar las ég eða heyrði að maður ætti að gera það sem maður er góður í og ég veit að ég er góður í þessu. Að tala við fólk sem ég þekki ekki neitt um eitthvað.“ Pétur hefur nú þegar farið á alla veitingastaði Gleðipinna oftar en einu sinni og því er starfsfólkið farið að þekkja hann nokkuð vel. Hann segist alls ekki mæta á staðina til að fara með uppistand heldur einfaldlega til þess að gefa sér tíma til að ræða við starfsfólkið um daginn og veginn. „Ég er ekki upp á sviði og ég er ekki með hljóðnema og engar upp stilltar aðstæður. Ég er ekki að gera neinar kröfur á starfsfólkið og þau gera engar kröfur til mín. Þetta er bara spjall og ég hef verið að reyna skilja eftir góðan móral og bros á vör.“ Pétur segist sjá fyrir sér að vinna meira við þetta og jafnvel fyrir fleiri fyrirtæki og sér hann fyrir sér að þetta verkefni geti orðið enn stærra. Á sínum tíma vann Pétur Jóhann hjá Byko og það í heil átta ár. Hann var ekki besti starfskrafturinn en mikilvægur var hann. Pétur keyrir um á sér merktum bíl og sinnir sínu starfi sem spjallari. „Ég var þarna í átta ár og var vinsæll á vinnustaðnum. Þá sagði yfirmaður minn einu sinni við mig þegar ég hafði mætt of seint eða eitthvað álíka. Pétur þetta er ekki fyndið, mér finnst þú ekki fyndinn og ef ég segi þér alveg eins og er þá væri ég fyrir löngu búinn að reka þig ef þú værir ekki svona góður fyrir móralinn.“ Jóhannes Ásbjörnsson, einn eigenda Gleðipinna, segir að tilraunin hafi heldur betur heppnast vel og haft góð áhrif. Það hafi sýnt sig í öllum rannsóknum að starfsumhverfi skipti sköpum hjá fyrirtækjum. „Ég hélt að hann væri að fíflast fyrst en þegar hann fór að lýsa þessu fyrir mér sá ég að honum var full alvara. Við erum á áhugaverðum stað með okkar fyrirtæki og mér fannst þetta skemmtilega galin hugmynd sem passar ágætlega við það sem við viljum ná fram hér,“ segir Jóhannes. Hér að ofan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Veitingastaðir Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Sjá meira
Alltaf verið nóg að gera en í kjölfar heimsfaraldurs fóru verkefnin að verða færri. Hann tók aftur á móti málin í sínar hendur og bjó til nýtt starf. Pétur Jóhann vinnur í dag hjá veitingarrisanum Gleðipinnar og sennilega við það sem hann er bestur í, að spjalla við fólk til að bæta starfsandann. „Ef ég á að reyna segja frá þessu í stuttu máli þá byrja ég á því að fá mér kaffi svo rölti ég af stað og spjalla við fólkið. Þetta er í raun spjallmeðferð sem ég er að bjóða upp á. Ég er búinn að ganga með drög af þessari hugmynd í mörg ár og núna er komin reynsla á þetta hér innan fyrirtækisins. Fullt af veitingastöðum og ég keyri á milli og svo veit ég ekkert hvað gerist. Byrja bara að spjalla en þetta er það sem ég hef verið að gera meira og minna alla mína ævi,“ segir Pétur Jóhann og heldur áfram. „Einhvers staðar las ég eða heyrði að maður ætti að gera það sem maður er góður í og ég veit að ég er góður í þessu. Að tala við fólk sem ég þekki ekki neitt um eitthvað.“ Pétur hefur nú þegar farið á alla veitingastaði Gleðipinna oftar en einu sinni og því er starfsfólkið farið að þekkja hann nokkuð vel. Hann segist alls ekki mæta á staðina til að fara með uppistand heldur einfaldlega til þess að gefa sér tíma til að ræða við starfsfólkið um daginn og veginn. „Ég er ekki upp á sviði og ég er ekki með hljóðnema og engar upp stilltar aðstæður. Ég er ekki að gera neinar kröfur á starfsfólkið og þau gera engar kröfur til mín. Þetta er bara spjall og ég hef verið að reyna skilja eftir góðan móral og bros á vör.“ Pétur segist sjá fyrir sér að vinna meira við þetta og jafnvel fyrir fleiri fyrirtæki og sér hann fyrir sér að þetta verkefni geti orðið enn stærra. Á sínum tíma vann Pétur Jóhann hjá Byko og það í heil átta ár. Hann var ekki besti starfskrafturinn en mikilvægur var hann. Pétur keyrir um á sér merktum bíl og sinnir sínu starfi sem spjallari. „Ég var þarna í átta ár og var vinsæll á vinnustaðnum. Þá sagði yfirmaður minn einu sinni við mig þegar ég hafði mætt of seint eða eitthvað álíka. Pétur þetta er ekki fyndið, mér finnst þú ekki fyndinn og ef ég segi þér alveg eins og er þá væri ég fyrir löngu búinn að reka þig ef þú værir ekki svona góður fyrir móralinn.“ Jóhannes Ásbjörnsson, einn eigenda Gleðipinna, segir að tilraunin hafi heldur betur heppnast vel og haft góð áhrif. Það hafi sýnt sig í öllum rannsóknum að starfsumhverfi skipti sköpum hjá fyrirtækjum. „Ég hélt að hann væri að fíflast fyrst en þegar hann fór að lýsa þessu fyrir mér sá ég að honum var full alvara. Við erum á áhugaverðum stað með okkar fyrirtæki og mér fannst þetta skemmtilega galin hugmynd sem passar ágætlega við það sem við viljum ná fram hér,“ segir Jóhannes. Hér að ofan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Veitingastaðir Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Sjá meira