Leggja fram frumvarp sem heimilar skyldudvöl í sóttvarnahúsi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. apríl 2021 14:47 Formaður Samfylkingarinnar segist vilja taka ómakið af ríkisstjórninni. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Í ljósi þess að tvær hópsýkingar geisa nú innanlands hefur þingflokkur Samfylkingarinnar ákveðið að leggja fram, við fyrsta tækifæri, frumvarp um breytingar á sóttvarnalögum sem heimilar ráðherra að skylda komufarþega til dvalar í sóttvarnarhúsi. Frumvarpið er tilbúið og í yfirferð á þingskrifstofu Alþingis. Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir málið ekki þola neina bið. „Við teljum okkur ekki geta beðið. Fyrst ríkisstjórnin er of ósamstíga til að taka ákvörðun um þetta þá erum við tilbúin að taka ómakið af henni og erum tilbúin með frumvarp að sóttvarnalögum sem heimilar ráðherra að skylda fólk sem hingað kemur í sóttvarnahús. Þetta er að tillögu sóttvarnalæknis og við teljum brýnt að gera þetta núna.“ Frelsi landsmanna og öryggishagsmunir í húfi Hvað heldur þú að standi í vegi fyrir því að ríkisstjórnin hafi ekki þegar skotið styrkari lagastoðum undir reglugerðina? „Ég held að það standi á ríkisstjórninni að leggja fram nauðsynlega lagabreytingu vegna þess að hún er of ósamstíga. Við höfum alveg séð hvernig einstaka þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa talað um þetta. Þeir eru ekkert tilbúnir að styðja þetta þannig að það þarf þá bara að leysa þetta öðruvísi. Öryggishagsmunir eru í húfi sem og frelsi fólksins í landinu“ Aðspurður sagðist Logi telja að þingmenn komi til með að styðja frumvarpið. „Það held ég að hljóti að vera miðað við að þeirra ráðherra lagði fram þessa reglugerð sem við erum að reyna að styðja við.“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráherra, og Logi ræddu um málið undir liðnum óundirbúnar fyrirspurnir á Alþingi í dag. Logi spurði Katrínu út í fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar í ljósi hópsmitanna. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Vilja fyrst fá að meta hvort hertar reglur skili árangri Katrín svaraði því til að ef ríkisstjórnin mæti það sem svo að þær hertu reglur sem heilbrigðisráðherra greip til – eftir að fyrri reglugerð var metin ólögmæt – dygðu ekki til þá væri hún reiðubúin að skoða breytingar á lögunum. Hún vildi líka halda því til haga að þau smit sem rekja má hópsýkingarnar til megi rekja til einstaklinga sem ekki virtu reglur um sóttkví sem komu til landsins fyrir gildistöku reglugerðar um sóttkvíarhótel og þar af leiðandi líka áður en reglugerðin var metin ólögmæt. „Í raun og veru snúast þessi smit ekki um fyrirkomulagið sjálft heldur um að fólk sé ekki að fylgja fyrirkomulaginu. Og það er mjög miður og það er mjög eðlilegt að við öll, sem hér erum á Alþingi, skynjum núna gremju hjá þeim sem eru að leitast við að fylgja reglunum og sjá núna afleiðingar af slíkum brotum.“ Ef tíminn leiði ljós að hinar hertu aðgerðir skili ekki tilætluðum árangri sé ríkisstjórnin tilbúin að skoða breytingar á lögunum þannig að unnt sé að tryggja að svona atvik endurtaki sig ekki. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samfylkingin Tengdar fréttir Ekki tekist að byggja brú til pólska samfélagsins Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir stöðuna í samfélaginu þegar kemur að fjölda kórónuveirusmita nú vera ógnvænlega. 19. apríl 2021 11:29 Hyggjast ráðast í víðtækar skimanir Ráðast á í víðtækar skimanir í tengslum við þau hópsmit sem upp eru komin í samfélaginu og sömuleiðis handahófskenndar skimanir til að freista þess að meta útbreiðsluna almennt. 19. apríl 2021 11:22 27 greindust innanlands 27 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 25 þeirra sem greindust voru í sóttkví, en tveir greindust utan sóttkvíar. 19. apríl 2021 10:50 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sjá meira
Frumvarpið er tilbúið og í yfirferð á þingskrifstofu Alþingis. Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir málið ekki þola neina bið. „Við teljum okkur ekki geta beðið. Fyrst ríkisstjórnin er of ósamstíga til að taka ákvörðun um þetta þá erum við tilbúin að taka ómakið af henni og erum tilbúin með frumvarp að sóttvarnalögum sem heimilar ráðherra að skylda fólk sem hingað kemur í sóttvarnahús. Þetta er að tillögu sóttvarnalæknis og við teljum brýnt að gera þetta núna.“ Frelsi landsmanna og öryggishagsmunir í húfi Hvað heldur þú að standi í vegi fyrir því að ríkisstjórnin hafi ekki þegar skotið styrkari lagastoðum undir reglugerðina? „Ég held að það standi á ríkisstjórninni að leggja fram nauðsynlega lagabreytingu vegna þess að hún er of ósamstíga. Við höfum alveg séð hvernig einstaka þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa talað um þetta. Þeir eru ekkert tilbúnir að styðja þetta þannig að það þarf þá bara að leysa þetta öðruvísi. Öryggishagsmunir eru í húfi sem og frelsi fólksins í landinu“ Aðspurður sagðist Logi telja að þingmenn komi til með að styðja frumvarpið. „Það held ég að hljóti að vera miðað við að þeirra ráðherra lagði fram þessa reglugerð sem við erum að reyna að styðja við.“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráherra, og Logi ræddu um málið undir liðnum óundirbúnar fyrirspurnir á Alþingi í dag. Logi spurði Katrínu út í fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar í ljósi hópsmitanna. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Vilja fyrst fá að meta hvort hertar reglur skili árangri Katrín svaraði því til að ef ríkisstjórnin mæti það sem svo að þær hertu reglur sem heilbrigðisráðherra greip til – eftir að fyrri reglugerð var metin ólögmæt – dygðu ekki til þá væri hún reiðubúin að skoða breytingar á lögunum. Hún vildi líka halda því til haga að þau smit sem rekja má hópsýkingarnar til megi rekja til einstaklinga sem ekki virtu reglur um sóttkví sem komu til landsins fyrir gildistöku reglugerðar um sóttkvíarhótel og þar af leiðandi líka áður en reglugerðin var metin ólögmæt. „Í raun og veru snúast þessi smit ekki um fyrirkomulagið sjálft heldur um að fólk sé ekki að fylgja fyrirkomulaginu. Og það er mjög miður og það er mjög eðlilegt að við öll, sem hér erum á Alþingi, skynjum núna gremju hjá þeim sem eru að leitast við að fylgja reglunum og sjá núna afleiðingar af slíkum brotum.“ Ef tíminn leiði ljós að hinar hertu aðgerðir skili ekki tilætluðum árangri sé ríkisstjórnin tilbúin að skoða breytingar á lögunum þannig að unnt sé að tryggja að svona atvik endurtaki sig ekki.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samfylkingin Tengdar fréttir Ekki tekist að byggja brú til pólska samfélagsins Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir stöðuna í samfélaginu þegar kemur að fjölda kórónuveirusmita nú vera ógnvænlega. 19. apríl 2021 11:29 Hyggjast ráðast í víðtækar skimanir Ráðast á í víðtækar skimanir í tengslum við þau hópsmit sem upp eru komin í samfélaginu og sömuleiðis handahófskenndar skimanir til að freista þess að meta útbreiðsluna almennt. 19. apríl 2021 11:22 27 greindust innanlands 27 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 25 þeirra sem greindust voru í sóttkví, en tveir greindust utan sóttkvíar. 19. apríl 2021 10:50 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sjá meira
Ekki tekist að byggja brú til pólska samfélagsins Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir stöðuna í samfélaginu þegar kemur að fjölda kórónuveirusmita nú vera ógnvænlega. 19. apríl 2021 11:29
Hyggjast ráðast í víðtækar skimanir Ráðast á í víðtækar skimanir í tengslum við þau hópsmit sem upp eru komin í samfélaginu og sömuleiðis handahófskenndar skimanir til að freista þess að meta útbreiðsluna almennt. 19. apríl 2021 11:22
27 greindust innanlands 27 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 25 þeirra sem greindust voru í sóttkví, en tveir greindust utan sóttkvíar. 19. apríl 2021 10:50