Leggja fram frumvarp sem heimilar skyldudvöl í sóttvarnahúsi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. apríl 2021 14:47 Formaður Samfylkingarinnar segist vilja taka ómakið af ríkisstjórninni. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Í ljósi þess að tvær hópsýkingar geisa nú innanlands hefur þingflokkur Samfylkingarinnar ákveðið að leggja fram, við fyrsta tækifæri, frumvarp um breytingar á sóttvarnalögum sem heimilar ráðherra að skylda komufarþega til dvalar í sóttvarnarhúsi. Frumvarpið er tilbúið og í yfirferð á þingskrifstofu Alþingis. Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir málið ekki þola neina bið. „Við teljum okkur ekki geta beðið. Fyrst ríkisstjórnin er of ósamstíga til að taka ákvörðun um þetta þá erum við tilbúin að taka ómakið af henni og erum tilbúin með frumvarp að sóttvarnalögum sem heimilar ráðherra að skylda fólk sem hingað kemur í sóttvarnahús. Þetta er að tillögu sóttvarnalæknis og við teljum brýnt að gera þetta núna.“ Frelsi landsmanna og öryggishagsmunir í húfi Hvað heldur þú að standi í vegi fyrir því að ríkisstjórnin hafi ekki þegar skotið styrkari lagastoðum undir reglugerðina? „Ég held að það standi á ríkisstjórninni að leggja fram nauðsynlega lagabreytingu vegna þess að hún er of ósamstíga. Við höfum alveg séð hvernig einstaka þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa talað um þetta. Þeir eru ekkert tilbúnir að styðja þetta þannig að það þarf þá bara að leysa þetta öðruvísi. Öryggishagsmunir eru í húfi sem og frelsi fólksins í landinu“ Aðspurður sagðist Logi telja að þingmenn komi til með að styðja frumvarpið. „Það held ég að hljóti að vera miðað við að þeirra ráðherra lagði fram þessa reglugerð sem við erum að reyna að styðja við.“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráherra, og Logi ræddu um málið undir liðnum óundirbúnar fyrirspurnir á Alþingi í dag. Logi spurði Katrínu út í fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar í ljósi hópsmitanna. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Vilja fyrst fá að meta hvort hertar reglur skili árangri Katrín svaraði því til að ef ríkisstjórnin mæti það sem svo að þær hertu reglur sem heilbrigðisráðherra greip til – eftir að fyrri reglugerð var metin ólögmæt – dygðu ekki til þá væri hún reiðubúin að skoða breytingar á lögunum. Hún vildi líka halda því til haga að þau smit sem rekja má hópsýkingarnar til megi rekja til einstaklinga sem ekki virtu reglur um sóttkví sem komu til landsins fyrir gildistöku reglugerðar um sóttkvíarhótel og þar af leiðandi líka áður en reglugerðin var metin ólögmæt. „Í raun og veru snúast þessi smit ekki um fyrirkomulagið sjálft heldur um að fólk sé ekki að fylgja fyrirkomulaginu. Og það er mjög miður og það er mjög eðlilegt að við öll, sem hér erum á Alþingi, skynjum núna gremju hjá þeim sem eru að leitast við að fylgja reglunum og sjá núna afleiðingar af slíkum brotum.“ Ef tíminn leiði ljós að hinar hertu aðgerðir skili ekki tilætluðum árangri sé ríkisstjórnin tilbúin að skoða breytingar á lögunum þannig að unnt sé að tryggja að svona atvik endurtaki sig ekki. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samfylkingin Tengdar fréttir Ekki tekist að byggja brú til pólska samfélagsins Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir stöðuna í samfélaginu þegar kemur að fjölda kórónuveirusmita nú vera ógnvænlega. 19. apríl 2021 11:29 Hyggjast ráðast í víðtækar skimanir Ráðast á í víðtækar skimanir í tengslum við þau hópsmit sem upp eru komin í samfélaginu og sömuleiðis handahófskenndar skimanir til að freista þess að meta útbreiðsluna almennt. 19. apríl 2021 11:22 27 greindust innanlands 27 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 25 þeirra sem greindust voru í sóttkví, en tveir greindust utan sóttkvíar. 19. apríl 2021 10:50 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Sjá meira
Frumvarpið er tilbúið og í yfirferð á þingskrifstofu Alþingis. Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir málið ekki þola neina bið. „Við teljum okkur ekki geta beðið. Fyrst ríkisstjórnin er of ósamstíga til að taka ákvörðun um þetta þá erum við tilbúin að taka ómakið af henni og erum tilbúin með frumvarp að sóttvarnalögum sem heimilar ráðherra að skylda fólk sem hingað kemur í sóttvarnahús. Þetta er að tillögu sóttvarnalæknis og við teljum brýnt að gera þetta núna.“ Frelsi landsmanna og öryggishagsmunir í húfi Hvað heldur þú að standi í vegi fyrir því að ríkisstjórnin hafi ekki þegar skotið styrkari lagastoðum undir reglugerðina? „Ég held að það standi á ríkisstjórninni að leggja fram nauðsynlega lagabreytingu vegna þess að hún er of ósamstíga. Við höfum alveg séð hvernig einstaka þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa talað um þetta. Þeir eru ekkert tilbúnir að styðja þetta þannig að það þarf þá bara að leysa þetta öðruvísi. Öryggishagsmunir eru í húfi sem og frelsi fólksins í landinu“ Aðspurður sagðist Logi telja að þingmenn komi til með að styðja frumvarpið. „Það held ég að hljóti að vera miðað við að þeirra ráðherra lagði fram þessa reglugerð sem við erum að reyna að styðja við.“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráherra, og Logi ræddu um málið undir liðnum óundirbúnar fyrirspurnir á Alþingi í dag. Logi spurði Katrínu út í fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar í ljósi hópsmitanna. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Vilja fyrst fá að meta hvort hertar reglur skili árangri Katrín svaraði því til að ef ríkisstjórnin mæti það sem svo að þær hertu reglur sem heilbrigðisráðherra greip til – eftir að fyrri reglugerð var metin ólögmæt – dygðu ekki til þá væri hún reiðubúin að skoða breytingar á lögunum. Hún vildi líka halda því til haga að þau smit sem rekja má hópsýkingarnar til megi rekja til einstaklinga sem ekki virtu reglur um sóttkví sem komu til landsins fyrir gildistöku reglugerðar um sóttkvíarhótel og þar af leiðandi líka áður en reglugerðin var metin ólögmæt. „Í raun og veru snúast þessi smit ekki um fyrirkomulagið sjálft heldur um að fólk sé ekki að fylgja fyrirkomulaginu. Og það er mjög miður og það er mjög eðlilegt að við öll, sem hér erum á Alþingi, skynjum núna gremju hjá þeim sem eru að leitast við að fylgja reglunum og sjá núna afleiðingar af slíkum brotum.“ Ef tíminn leiði ljós að hinar hertu aðgerðir skili ekki tilætluðum árangri sé ríkisstjórnin tilbúin að skoða breytingar á lögunum þannig að unnt sé að tryggja að svona atvik endurtaki sig ekki.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samfylkingin Tengdar fréttir Ekki tekist að byggja brú til pólska samfélagsins Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir stöðuna í samfélaginu þegar kemur að fjölda kórónuveirusmita nú vera ógnvænlega. 19. apríl 2021 11:29 Hyggjast ráðast í víðtækar skimanir Ráðast á í víðtækar skimanir í tengslum við þau hópsmit sem upp eru komin í samfélaginu og sömuleiðis handahófskenndar skimanir til að freista þess að meta útbreiðsluna almennt. 19. apríl 2021 11:22 27 greindust innanlands 27 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 25 þeirra sem greindust voru í sóttkví, en tveir greindust utan sóttkvíar. 19. apríl 2021 10:50 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Sjá meira
Ekki tekist að byggja brú til pólska samfélagsins Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir stöðuna í samfélaginu þegar kemur að fjölda kórónuveirusmita nú vera ógnvænlega. 19. apríl 2021 11:29
Hyggjast ráðast í víðtækar skimanir Ráðast á í víðtækar skimanir í tengslum við þau hópsmit sem upp eru komin í samfélaginu og sömuleiðis handahófskenndar skimanir til að freista þess að meta útbreiðsluna almennt. 19. apríl 2021 11:22
27 greindust innanlands 27 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 25 þeirra sem greindust voru í sóttkví, en tveir greindust utan sóttkvíar. 19. apríl 2021 10:50
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent