Rauða spjaldið: Vilhjálmur og Boris beita sér gegn Ofurdeildinni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. apríl 2021 09:04 Vilhjálmur og Boris: Á Ofurdeildin við ofurefli að etja? epa Vilhjálmur Bretaprins er meðal þeirra sem hafa tjáð sig um nýja Ofurdeild í knattspyrnu en hann sagði á Twitter að nú riði á að standa vörð um knattspyrnusamfélagið og þau gildi sem það stæði fyrir; samkeppni og sanngirni. Fyrirætlanir um stofnun Ofurdeildarinnar hafa klofið knattspyrnusamfélagið og sitt sýnist hverjum. Afstaða Vilhjálms kann þó að vigta meira en annarra en hann mun ekki bara erfa krúnuna heldur er hann forseti breska knattspyrnusambandsins (FA). Financial Times greinir frá því að stofnlið deildarinnar muni hagnast um 200 til 300 milljónir evra við stofnunina en í leiðara kallar blaðið átökin „baráttu um sál evrópskrar knattspyrnu“. Menningarmálaráðherrann Oliver Dowden segir stjórnvöld munu gera allt sem þau geta til að koma í veg fyrir að ensk lið taki þátt í deildinni og þá hefur menntamálráðherrann Gavin Williamsson sagt að til greina komi að grípa til lagasetningar til að vernda hagsmuni enska boltans. Boris Johnson forsætisráðherra mun funda með FA, fulltrúum úrvalsdeildarinnar og aðáendum í dag til að ræða stöðu mála. Hann hefur sjálfur harmað fregnir af stofnun Ofurdeildarinnar og segir fegurð leiksins snúast um þá von sem býr í brjósti stuðningsmanna um að einn dag muni liðið þeirra ná á toppinn. „Þetta er leikurinn ykkar og þið getið verið viss um að ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að gefa þessum fáránlegu fyrirætlunum rauða spjaldið,“ sagði Johnson í Sun. Now, more than ever, we must protect the entire football community – from the top level to the grassroots – and the values of competition and fairness at its core.I share the concerns of fans about the proposed Super League and the damage it risks causing to the game we love. W— The Duke and Duchess of Cambridge (@KensingtonRoyal) April 19, 2021 Bretland Fótbolti Ofurdeildin Mest lesið Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Fótbolti Leifur Andri leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Fótbolti Víkingur missir undanúrslitasætið Íslenski boltinn Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Körfubolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Sjá meira
Fyrirætlanir um stofnun Ofurdeildarinnar hafa klofið knattspyrnusamfélagið og sitt sýnist hverjum. Afstaða Vilhjálms kann þó að vigta meira en annarra en hann mun ekki bara erfa krúnuna heldur er hann forseti breska knattspyrnusambandsins (FA). Financial Times greinir frá því að stofnlið deildarinnar muni hagnast um 200 til 300 milljónir evra við stofnunina en í leiðara kallar blaðið átökin „baráttu um sál evrópskrar knattspyrnu“. Menningarmálaráðherrann Oliver Dowden segir stjórnvöld munu gera allt sem þau geta til að koma í veg fyrir að ensk lið taki þátt í deildinni og þá hefur menntamálráðherrann Gavin Williamsson sagt að til greina komi að grípa til lagasetningar til að vernda hagsmuni enska boltans. Boris Johnson forsætisráðherra mun funda með FA, fulltrúum úrvalsdeildarinnar og aðáendum í dag til að ræða stöðu mála. Hann hefur sjálfur harmað fregnir af stofnun Ofurdeildarinnar og segir fegurð leiksins snúast um þá von sem býr í brjósti stuðningsmanna um að einn dag muni liðið þeirra ná á toppinn. „Þetta er leikurinn ykkar og þið getið verið viss um að ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að gefa þessum fáránlegu fyrirætlunum rauða spjaldið,“ sagði Johnson í Sun. Now, more than ever, we must protect the entire football community – from the top level to the grassroots – and the values of competition and fairness at its core.I share the concerns of fans about the proposed Super League and the damage it risks causing to the game we love. W— The Duke and Duchess of Cambridge (@KensingtonRoyal) April 19, 2021
Bretland Fótbolti Ofurdeildin Mest lesið Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Fótbolti Leifur Andri leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Fótbolti Víkingur missir undanúrslitasætið Íslenski boltinn Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Körfubolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Sjá meira