Sjö dæmi um slæma dýravernd á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 20. apríl 2021 10:16 Íslenskt dýralíf er virkilega fábreytt. Það búa til dæmis fleiri tegundir landspendýra á Grænlandi en á Íslandi. Við þurfum því sérstaklega að hlúa að þeim dýrum sem hér lifa. Dýravernd er einnig mjög skammt á veg komin á Íslandi. Tökum sjö dæmi um slíkt: 1. Á Íslandi má veiða 15 fuglategundir sem eru á skilgreindum válista stjórnvalda því að þær eru í hættu samkvæmt fyrirspurn minni á Alþingi. Þar á meðal er hrafninn sem hefur fækkað mikið. Um 2-3.000 hrafnar hafa verið drepnir árlega undanfarin 10 ár. Þessi árlega veiði er talin vera vel yfir 20% af heildarstofni hrafnsins. Samkvæmt stjórnvöldum má þó skjóta hrafn allt árið þótt hann sé á válista þessara sömu stjórnvalda. Lundi er sömuleiðis talinn vera í „bráðri hættu“ en þrátt fyrir það voru tæplega 26.000 lundar veiddir 2018. Nú eru einmitt rúmlega 100 ár liðin síðan Alþingi þess tíma tók mikið framfaraskref og verndaði haförninn. Pelsar eru ekki nauðsynjavara 2. Á Íslandi eru nú starfrækt 9 minkabú með minna en 30 störfum samtals og skiptir minkarækt því nær engu máli efnahagslega. Markaðsverðið á skinni er meira að segja oft lægra en framleiðslukostnaðurinn. Ég fullyrði að ræktun minka vegna skins þeirra er algjör tímaskekkja og ekki í neinu samræmi við nútímann þegar kemur að dýravernd. Fjölmargir fataframleiðendur eru löngu hættir að nota skinn úr lifandi dýrum. Norðmenn hafa ákveðið að banna þessa ræktun frá og með 2025 og mörg önnur lönd í Evrópu hafa nú þegar bannað þessa ræktun. Pelsar eru alls ekki nauðsynjavara. Blóðmerar, selaveiðar og hvalveiðar 3. Ísland er eitt af fáum Evrópuríkjunum sem heimilar blóðmerahald hrossa, þar sem blóð úr fylfullum hryssum er tekið til að hægt sé að auka frjósemi svína. Um 5.000 íslensk hross eru nýtt í þessum tilgangi samkvæmt fyrirspurn minni á Alþingi og hefur framleiðslan þrefaldast síðan 2009. Mér finnst þetta vera ógeðfelldur iðnaður og vera mjög sérkennileg meðferð á íslenska hestinum. 4. Ísland er eitt af fáum ríkjum heims sem leyfir veiðar á næststærsta dýri jarðar, sem er langreyður en hún er er í útrýmingarhættu sé litið til heims-válista. 5. Íslensk stjórnvöld hafa veitt heimild til að veiða á selategundum, þar með talið á landsel sem er í „bráðri útrýmingarhættu“ hér á landi þar sem honum hefur fækkað um 80%. Til viðbótar hafa þúsundir sela drepist árlega sem meðafli í íslenskum netum og er magnið slíkt að það hefur meira að segja sett innflutning á fiski til Bandaríkjanna í uppnám. Veiðar á stórhvölum og selum í útrýmingarhættu eru fráleitar nú á tímum. Refir og kettir 6. Eini raunverulegi landnemi Íslands er íslenski refurinn en um 6-7.000 refir eru nú drepnir árlega. Á 12 ára tímabili voru um 70 þúsund refir voru drepnir á Íslandi. Ef æðarkollubóndi verður fyrir tjóni vegna refs þann takmarkaðan tíma sem fuglinn liggur á hreiðri, velti ég fyrir mér hvort ekki væri frekar hægt að bæta það tjón beint í stað þess að stráfella þetta eina upprunalega íslenska landsspendýr? 7. Á Íslandi lifa um 3.000 villikettir sem sjálfboðaliðar reyna að sinna eftir þörfum. Þrátt fyrir það hafa þessi sjálfboðasamtök ásamt mér inn á Alþingi, staðið í löngu stappi við stjórnvöld um hvernig hægt er að standa best að því að sinna þessum munaðarlausum köttum. Næsta umhverfisbylting verður dýraverndin Af þessum dæmum má sjá, að margt þarf að gera betur í málefnum dýraverndar á Íslandi. Fyrir nokkrum áratugum þótti sérkennilegt að berjast fyrir verndun fossa, fjalla og annarrar ósnortinnar náttúru. Ég spái því að næsta viðhorfsbreyting í umhverfismálum verði einmitt aukin vernd dýra. Ég hef ítrekað talað fyrir slíku á Alþingi. Í mínum huga á umhverfisvernd ekki einungis að snúast að vernda grjót og urð heldur einnig um að vernda hið fábreytilega dýralíf Íslands. Það á að koma fram við dýr af virðingu og væntumþykju og vernda þau þar sem verndunar er þörf. Höfundur er alþingismaður manna og dýra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýr Dýraheilbrigði Umhverfismál Ágúst Ólafur Ágústsson Blóðmerahald Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Hver lifir á strípuðum bótum? Harpa Sævarsdóttir Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun Aldin er fyrir alla Ágúst Freyr Ingason Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Íslenskt dýralíf er virkilega fábreytt. Það búa til dæmis fleiri tegundir landspendýra á Grænlandi en á Íslandi. Við þurfum því sérstaklega að hlúa að þeim dýrum sem hér lifa. Dýravernd er einnig mjög skammt á veg komin á Íslandi. Tökum sjö dæmi um slíkt: 1. Á Íslandi má veiða 15 fuglategundir sem eru á skilgreindum válista stjórnvalda því að þær eru í hættu samkvæmt fyrirspurn minni á Alþingi. Þar á meðal er hrafninn sem hefur fækkað mikið. Um 2-3.000 hrafnar hafa verið drepnir árlega undanfarin 10 ár. Þessi árlega veiði er talin vera vel yfir 20% af heildarstofni hrafnsins. Samkvæmt stjórnvöldum má þó skjóta hrafn allt árið þótt hann sé á válista þessara sömu stjórnvalda. Lundi er sömuleiðis talinn vera í „bráðri hættu“ en þrátt fyrir það voru tæplega 26.000 lundar veiddir 2018. Nú eru einmitt rúmlega 100 ár liðin síðan Alþingi þess tíma tók mikið framfaraskref og verndaði haförninn. Pelsar eru ekki nauðsynjavara 2. Á Íslandi eru nú starfrækt 9 minkabú með minna en 30 störfum samtals og skiptir minkarækt því nær engu máli efnahagslega. Markaðsverðið á skinni er meira að segja oft lægra en framleiðslukostnaðurinn. Ég fullyrði að ræktun minka vegna skins þeirra er algjör tímaskekkja og ekki í neinu samræmi við nútímann þegar kemur að dýravernd. Fjölmargir fataframleiðendur eru löngu hættir að nota skinn úr lifandi dýrum. Norðmenn hafa ákveðið að banna þessa ræktun frá og með 2025 og mörg önnur lönd í Evrópu hafa nú þegar bannað þessa ræktun. Pelsar eru alls ekki nauðsynjavara. Blóðmerar, selaveiðar og hvalveiðar 3. Ísland er eitt af fáum Evrópuríkjunum sem heimilar blóðmerahald hrossa, þar sem blóð úr fylfullum hryssum er tekið til að hægt sé að auka frjósemi svína. Um 5.000 íslensk hross eru nýtt í þessum tilgangi samkvæmt fyrirspurn minni á Alþingi og hefur framleiðslan þrefaldast síðan 2009. Mér finnst þetta vera ógeðfelldur iðnaður og vera mjög sérkennileg meðferð á íslenska hestinum. 4. Ísland er eitt af fáum ríkjum heims sem leyfir veiðar á næststærsta dýri jarðar, sem er langreyður en hún er er í útrýmingarhættu sé litið til heims-válista. 5. Íslensk stjórnvöld hafa veitt heimild til að veiða á selategundum, þar með talið á landsel sem er í „bráðri útrýmingarhættu“ hér á landi þar sem honum hefur fækkað um 80%. Til viðbótar hafa þúsundir sela drepist árlega sem meðafli í íslenskum netum og er magnið slíkt að það hefur meira að segja sett innflutning á fiski til Bandaríkjanna í uppnám. Veiðar á stórhvölum og selum í útrýmingarhættu eru fráleitar nú á tímum. Refir og kettir 6. Eini raunverulegi landnemi Íslands er íslenski refurinn en um 6-7.000 refir eru nú drepnir árlega. Á 12 ára tímabili voru um 70 þúsund refir voru drepnir á Íslandi. Ef æðarkollubóndi verður fyrir tjóni vegna refs þann takmarkaðan tíma sem fuglinn liggur á hreiðri, velti ég fyrir mér hvort ekki væri frekar hægt að bæta það tjón beint í stað þess að stráfella þetta eina upprunalega íslenska landsspendýr? 7. Á Íslandi lifa um 3.000 villikettir sem sjálfboðaliðar reyna að sinna eftir þörfum. Þrátt fyrir það hafa þessi sjálfboðasamtök ásamt mér inn á Alþingi, staðið í löngu stappi við stjórnvöld um hvernig hægt er að standa best að því að sinna þessum munaðarlausum köttum. Næsta umhverfisbylting verður dýraverndin Af þessum dæmum má sjá, að margt þarf að gera betur í málefnum dýraverndar á Íslandi. Fyrir nokkrum áratugum þótti sérkennilegt að berjast fyrir verndun fossa, fjalla og annarrar ósnortinnar náttúru. Ég spái því að næsta viðhorfsbreyting í umhverfismálum verði einmitt aukin vernd dýra. Ég hef ítrekað talað fyrir slíku á Alþingi. Í mínum huga á umhverfisvernd ekki einungis að snúast að vernda grjót og urð heldur einnig um að vernda hið fábreytilega dýralíf Íslands. Það á að koma fram við dýr af virðingu og væntumþykju og vernda þau þar sem verndunar er þörf. Höfundur er alþingismaður manna og dýra.
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun