Sjö dæmi um slæma dýravernd á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 20. apríl 2021 10:16 Íslenskt dýralíf er virkilega fábreytt. Það búa til dæmis fleiri tegundir landspendýra á Grænlandi en á Íslandi. Við þurfum því sérstaklega að hlúa að þeim dýrum sem hér lifa. Dýravernd er einnig mjög skammt á veg komin á Íslandi. Tökum sjö dæmi um slíkt: 1. Á Íslandi má veiða 15 fuglategundir sem eru á skilgreindum válista stjórnvalda því að þær eru í hættu samkvæmt fyrirspurn minni á Alþingi. Þar á meðal er hrafninn sem hefur fækkað mikið. Um 2-3.000 hrafnar hafa verið drepnir árlega undanfarin 10 ár. Þessi árlega veiði er talin vera vel yfir 20% af heildarstofni hrafnsins. Samkvæmt stjórnvöldum má þó skjóta hrafn allt árið þótt hann sé á válista þessara sömu stjórnvalda. Lundi er sömuleiðis talinn vera í „bráðri hættu“ en þrátt fyrir það voru tæplega 26.000 lundar veiddir 2018. Nú eru einmitt rúmlega 100 ár liðin síðan Alþingi þess tíma tók mikið framfaraskref og verndaði haförninn. Pelsar eru ekki nauðsynjavara 2. Á Íslandi eru nú starfrækt 9 minkabú með minna en 30 störfum samtals og skiptir minkarækt því nær engu máli efnahagslega. Markaðsverðið á skinni er meira að segja oft lægra en framleiðslukostnaðurinn. Ég fullyrði að ræktun minka vegna skins þeirra er algjör tímaskekkja og ekki í neinu samræmi við nútímann þegar kemur að dýravernd. Fjölmargir fataframleiðendur eru löngu hættir að nota skinn úr lifandi dýrum. Norðmenn hafa ákveðið að banna þessa ræktun frá og með 2025 og mörg önnur lönd í Evrópu hafa nú þegar bannað þessa ræktun. Pelsar eru alls ekki nauðsynjavara. Blóðmerar, selaveiðar og hvalveiðar 3. Ísland er eitt af fáum Evrópuríkjunum sem heimilar blóðmerahald hrossa, þar sem blóð úr fylfullum hryssum er tekið til að hægt sé að auka frjósemi svína. Um 5.000 íslensk hross eru nýtt í þessum tilgangi samkvæmt fyrirspurn minni á Alþingi og hefur framleiðslan þrefaldast síðan 2009. Mér finnst þetta vera ógeðfelldur iðnaður og vera mjög sérkennileg meðferð á íslenska hestinum. 4. Ísland er eitt af fáum ríkjum heims sem leyfir veiðar á næststærsta dýri jarðar, sem er langreyður en hún er er í útrýmingarhættu sé litið til heims-válista. 5. Íslensk stjórnvöld hafa veitt heimild til að veiða á selategundum, þar með talið á landsel sem er í „bráðri útrýmingarhættu“ hér á landi þar sem honum hefur fækkað um 80%. Til viðbótar hafa þúsundir sela drepist árlega sem meðafli í íslenskum netum og er magnið slíkt að það hefur meira að segja sett innflutning á fiski til Bandaríkjanna í uppnám. Veiðar á stórhvölum og selum í útrýmingarhættu eru fráleitar nú á tímum. Refir og kettir 6. Eini raunverulegi landnemi Íslands er íslenski refurinn en um 6-7.000 refir eru nú drepnir árlega. Á 12 ára tímabili voru um 70 þúsund refir voru drepnir á Íslandi. Ef æðarkollubóndi verður fyrir tjóni vegna refs þann takmarkaðan tíma sem fuglinn liggur á hreiðri, velti ég fyrir mér hvort ekki væri frekar hægt að bæta það tjón beint í stað þess að stráfella þetta eina upprunalega íslenska landsspendýr? 7. Á Íslandi lifa um 3.000 villikettir sem sjálfboðaliðar reyna að sinna eftir þörfum. Þrátt fyrir það hafa þessi sjálfboðasamtök ásamt mér inn á Alþingi, staðið í löngu stappi við stjórnvöld um hvernig hægt er að standa best að því að sinna þessum munaðarlausum köttum. Næsta umhverfisbylting verður dýraverndin Af þessum dæmum má sjá, að margt þarf að gera betur í málefnum dýraverndar á Íslandi. Fyrir nokkrum áratugum þótti sérkennilegt að berjast fyrir verndun fossa, fjalla og annarrar ósnortinnar náttúru. Ég spái því að næsta viðhorfsbreyting í umhverfismálum verði einmitt aukin vernd dýra. Ég hef ítrekað talað fyrir slíku á Alþingi. Í mínum huga á umhverfisvernd ekki einungis að snúast að vernda grjót og urð heldur einnig um að vernda hið fábreytilega dýralíf Íslands. Það á að koma fram við dýr af virðingu og væntumþykju og vernda þau þar sem verndunar er þörf. Höfundur er alþingismaður manna og dýra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýr Dýraheilbrigði Umhverfismál Ágúst Ólafur Ágústsson Blóðmerahald Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskt dýralíf er virkilega fábreytt. Það búa til dæmis fleiri tegundir landspendýra á Grænlandi en á Íslandi. Við þurfum því sérstaklega að hlúa að þeim dýrum sem hér lifa. Dýravernd er einnig mjög skammt á veg komin á Íslandi. Tökum sjö dæmi um slíkt: 1. Á Íslandi má veiða 15 fuglategundir sem eru á skilgreindum válista stjórnvalda því að þær eru í hættu samkvæmt fyrirspurn minni á Alþingi. Þar á meðal er hrafninn sem hefur fækkað mikið. Um 2-3.000 hrafnar hafa verið drepnir árlega undanfarin 10 ár. Þessi árlega veiði er talin vera vel yfir 20% af heildarstofni hrafnsins. Samkvæmt stjórnvöldum má þó skjóta hrafn allt árið þótt hann sé á válista þessara sömu stjórnvalda. Lundi er sömuleiðis talinn vera í „bráðri hættu“ en þrátt fyrir það voru tæplega 26.000 lundar veiddir 2018. Nú eru einmitt rúmlega 100 ár liðin síðan Alþingi þess tíma tók mikið framfaraskref og verndaði haförninn. Pelsar eru ekki nauðsynjavara 2. Á Íslandi eru nú starfrækt 9 minkabú með minna en 30 störfum samtals og skiptir minkarækt því nær engu máli efnahagslega. Markaðsverðið á skinni er meira að segja oft lægra en framleiðslukostnaðurinn. Ég fullyrði að ræktun minka vegna skins þeirra er algjör tímaskekkja og ekki í neinu samræmi við nútímann þegar kemur að dýravernd. Fjölmargir fataframleiðendur eru löngu hættir að nota skinn úr lifandi dýrum. Norðmenn hafa ákveðið að banna þessa ræktun frá og með 2025 og mörg önnur lönd í Evrópu hafa nú þegar bannað þessa ræktun. Pelsar eru alls ekki nauðsynjavara. Blóðmerar, selaveiðar og hvalveiðar 3. Ísland er eitt af fáum Evrópuríkjunum sem heimilar blóðmerahald hrossa, þar sem blóð úr fylfullum hryssum er tekið til að hægt sé að auka frjósemi svína. Um 5.000 íslensk hross eru nýtt í þessum tilgangi samkvæmt fyrirspurn minni á Alþingi og hefur framleiðslan þrefaldast síðan 2009. Mér finnst þetta vera ógeðfelldur iðnaður og vera mjög sérkennileg meðferð á íslenska hestinum. 4. Ísland er eitt af fáum ríkjum heims sem leyfir veiðar á næststærsta dýri jarðar, sem er langreyður en hún er er í útrýmingarhættu sé litið til heims-válista. 5. Íslensk stjórnvöld hafa veitt heimild til að veiða á selategundum, þar með talið á landsel sem er í „bráðri útrýmingarhættu“ hér á landi þar sem honum hefur fækkað um 80%. Til viðbótar hafa þúsundir sela drepist árlega sem meðafli í íslenskum netum og er magnið slíkt að það hefur meira að segja sett innflutning á fiski til Bandaríkjanna í uppnám. Veiðar á stórhvölum og selum í útrýmingarhættu eru fráleitar nú á tímum. Refir og kettir 6. Eini raunverulegi landnemi Íslands er íslenski refurinn en um 6-7.000 refir eru nú drepnir árlega. Á 12 ára tímabili voru um 70 þúsund refir voru drepnir á Íslandi. Ef æðarkollubóndi verður fyrir tjóni vegna refs þann takmarkaðan tíma sem fuglinn liggur á hreiðri, velti ég fyrir mér hvort ekki væri frekar hægt að bæta það tjón beint í stað þess að stráfella þetta eina upprunalega íslenska landsspendýr? 7. Á Íslandi lifa um 3.000 villikettir sem sjálfboðaliðar reyna að sinna eftir þörfum. Þrátt fyrir það hafa þessi sjálfboðasamtök ásamt mér inn á Alþingi, staðið í löngu stappi við stjórnvöld um hvernig hægt er að standa best að því að sinna þessum munaðarlausum köttum. Næsta umhverfisbylting verður dýraverndin Af þessum dæmum má sjá, að margt þarf að gera betur í málefnum dýraverndar á Íslandi. Fyrir nokkrum áratugum þótti sérkennilegt að berjast fyrir verndun fossa, fjalla og annarrar ósnortinnar náttúru. Ég spái því að næsta viðhorfsbreyting í umhverfismálum verði einmitt aukin vernd dýra. Ég hef ítrekað talað fyrir slíku á Alþingi. Í mínum huga á umhverfisvernd ekki einungis að snúast að vernda grjót og urð heldur einnig um að vernda hið fábreytilega dýralíf Íslands. Það á að koma fram við dýr af virðingu og væntumþykju og vernda þau þar sem verndunar er þörf. Höfundur er alþingismaður manna og dýra.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun