Lokum þau inni - bara svona til vonar og vara Ásdís Halla Bragadóttir skrifar 20. apríl 2021 09:37 Fyrir margt löngu beið fíkniefnalögreglan mín á Keflavíkurflugvelli. Ég var tekin afsíðis í klefa, á mér leitað hátt og lágt, allt í töskunni tekið í sundur og skoðað gaumgæfilega. Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið en fíkniefnalögreglan var sannfærð um að ég væri að flytja inn ólögleg efni. Þegar ég bar um skýringar var svarið einfaldlega: Þú ert systir bræðra þinna! Bræður mínir, blessuð sé minning þeirra, höfðu báðir komist í kast við lögin og útgangspunktur fíkniefnalögreglunnar var sá að allt þetta hyski hlyti að vera eins. Mér fannst örla á vonbrigðum þegar ekkert fannst og mér var hleypt út með trega. Fas yfirvaldsins sýndi að ef það fengi einhverju ráðið þá ætti að loka mig inni. Bara svona til vonar og vara. Niðurlægingin var algjör og ég var fullkomlega varnarlaus. Eftir sat tilfinningin um að einstaklingurinn mætti sín lítils þegar yfirvaldið tekur til sinna ráða. Í næstu viku legg ég af stað heim til Íslands eftir að hafa unnið í Kaupmannahöfn í nokkrar vikur að verkefni sem hvergi er hægt að vinna nema hér í borginni. Ég hef unnið frá morgni til kvölds, að mestu ein með sjálfri mér, en reglulega farið í yndislegar í gönguferðir í danska vorinu. Eina manneskjan sem ég hef hitt utan vinnunnar er æskuvinkona sem vinnur á leikskóla þar sem allir starfsmenn fara í skimanir til að ekki komi upp hópsmit. Blessunarlega hafa þau vinnubrögð sveitarfélagsins skilað góðum árangri. Í Kaupmannahöfn hef ég farið eftir tilmælum um sóttvarnir og áður en ég legg í hann til Íslands fer ég í Covid próf og með neikvæða niðurstöðu í farteskinu verður mér hleypt inn í Icelandair vélina, annars ekki. Annað Covid próf bíður mín þegar ég lendi á Keflavíkurflugvelli og svo eitt í viðbót nokkrum dögum síðar. Fjölskyldan heima hefur gert ráðstafanir svo að ég geti farið beint í sóttkví í rými með sér inngangi og baðherbergi sem enginn annar notar. Ég fylgist með fréttum að heiman og sé að Samfylkingin ætlar að leggja fram frumvarp sem skyldar alla á sóttkvíarhótel sem koma til landsins. Ástæðan er einföld. Fyrir einhverju síðan kom til landsins maður sem virti hvorki reglur um sóttkví né einangrun. Í framhaldinu kom upp hópsmit og mér skilst að það hafi meðal annars gerst vegna þess að starfsmaður á leikskóla mætti til starfa þrátt fyrir að vera með flensueinkenni. Hvorugt er til eftirbreytni. Veruleikinn er því miður sá að alltaf eru einhverjir sem ekki fara eftir lögum, reglum og tilmælum. Þær fáu undantekningar mega aldrei verða til þess að öllum verði hegnt. Eitt það besta sem gerst hefur á Íslandi undanfarin ár og áratugi er að við höfum reynt að efla skilning á ólíkum aðstæðum fólks, reynt að auka umburðarlyndi og víðsýni. Reynt að taka á málum af þekkingu en ekki sleggjudómum. Fyrirhugað frumvarp Samfylkingarinnar er afturhvarf til fortíðar. En það er ekki bara forneskjulegt heldur ósmekklegur popúlismi. Það rifjar upp fordómana sem ég þekki svo vel. Gengur út frá því að allir sem koma frá útlöndum hljóti að vera eins. Glæpamenn. Línan er einföld: Lokum allt þetta hyski inni. Bara svona til vonar og vara. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Fyrir margt löngu beið fíkniefnalögreglan mín á Keflavíkurflugvelli. Ég var tekin afsíðis í klefa, á mér leitað hátt og lágt, allt í töskunni tekið í sundur og skoðað gaumgæfilega. Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið en fíkniefnalögreglan var sannfærð um að ég væri að flytja inn ólögleg efni. Þegar ég bar um skýringar var svarið einfaldlega: Þú ert systir bræðra þinna! Bræður mínir, blessuð sé minning þeirra, höfðu báðir komist í kast við lögin og útgangspunktur fíkniefnalögreglunnar var sá að allt þetta hyski hlyti að vera eins. Mér fannst örla á vonbrigðum þegar ekkert fannst og mér var hleypt út með trega. Fas yfirvaldsins sýndi að ef það fengi einhverju ráðið þá ætti að loka mig inni. Bara svona til vonar og vara. Niðurlægingin var algjör og ég var fullkomlega varnarlaus. Eftir sat tilfinningin um að einstaklingurinn mætti sín lítils þegar yfirvaldið tekur til sinna ráða. Í næstu viku legg ég af stað heim til Íslands eftir að hafa unnið í Kaupmannahöfn í nokkrar vikur að verkefni sem hvergi er hægt að vinna nema hér í borginni. Ég hef unnið frá morgni til kvölds, að mestu ein með sjálfri mér, en reglulega farið í yndislegar í gönguferðir í danska vorinu. Eina manneskjan sem ég hef hitt utan vinnunnar er æskuvinkona sem vinnur á leikskóla þar sem allir starfsmenn fara í skimanir til að ekki komi upp hópsmit. Blessunarlega hafa þau vinnubrögð sveitarfélagsins skilað góðum árangri. Í Kaupmannahöfn hef ég farið eftir tilmælum um sóttvarnir og áður en ég legg í hann til Íslands fer ég í Covid próf og með neikvæða niðurstöðu í farteskinu verður mér hleypt inn í Icelandair vélina, annars ekki. Annað Covid próf bíður mín þegar ég lendi á Keflavíkurflugvelli og svo eitt í viðbót nokkrum dögum síðar. Fjölskyldan heima hefur gert ráðstafanir svo að ég geti farið beint í sóttkví í rými með sér inngangi og baðherbergi sem enginn annar notar. Ég fylgist með fréttum að heiman og sé að Samfylkingin ætlar að leggja fram frumvarp sem skyldar alla á sóttkvíarhótel sem koma til landsins. Ástæðan er einföld. Fyrir einhverju síðan kom til landsins maður sem virti hvorki reglur um sóttkví né einangrun. Í framhaldinu kom upp hópsmit og mér skilst að það hafi meðal annars gerst vegna þess að starfsmaður á leikskóla mætti til starfa þrátt fyrir að vera með flensueinkenni. Hvorugt er til eftirbreytni. Veruleikinn er því miður sá að alltaf eru einhverjir sem ekki fara eftir lögum, reglum og tilmælum. Þær fáu undantekningar mega aldrei verða til þess að öllum verði hegnt. Eitt það besta sem gerst hefur á Íslandi undanfarin ár og áratugi er að við höfum reynt að efla skilning á ólíkum aðstæðum fólks, reynt að auka umburðarlyndi og víðsýni. Reynt að taka á málum af þekkingu en ekki sleggjudómum. Fyrirhugað frumvarp Samfylkingarinnar er afturhvarf til fortíðar. En það er ekki bara forneskjulegt heldur ósmekklegur popúlismi. Það rifjar upp fordómana sem ég þekki svo vel. Gengur út frá því að allir sem koma frá útlöndum hljóti að vera eins. Glæpamenn. Línan er einföld: Lokum allt þetta hyski inni. Bara svona til vonar og vara. Höfundur er rithöfundur.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun