Úlfarnir frá Minnesota tileinkuðu fjölskyldu Floyds sigurinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. apríl 2021 08:30 Anthony Edwards og Karl-Anthony Towns fóru mikinn fyrir Minnesota Timberwolves í sigrinum á Sacramento Kings. getty/Daniel Shirey Leikmenn Minnesota Timberwolves tileinkuðu fjölskyldu Georges Floyd sigurinn á Sacramento Kings, 120-134, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Nokkrum klukkutímum fyrir leikinn var lögregluþjóninn fyrrverandi Derek Chauvin fundinn sekur um að hafa myrt Floyd í Minneapolis í fyrra. „Fyrir okkur alla snerist þessi leikur um meira en körfubolta,“ sagði Karl-Anthony Towns, leikmaður Minnesota, eftir leikinn í nótt. „Þetta augnablik var ekki fyrir okkur heldur fyrir borgina og fjölskyldu Georges Floyd. Ég held að öll Bandaríkin syrgi með þeim og við sendum þeim okkar bestu kveðjur.“ Towns skoraði 26 stig og tók átján fráköst fyrir Minnesota en nýliðinn Anthony Edwards og Di'Angelo Russell voru stigahæstir í liði Úlfanna með 28 stig hvor. Harrison Barnes og Maurice Harkless skoruðu báðir tuttugu stig fyrir Sacramento. KAT, Ant and D-Lo fuel the @Timberwolves.Towns: 26 PTS, 18 REB, 5 AST, 4 BLKEdwards: 28 PTS, 5 3PMRussell: 28 PTS, 6 3PM pic.twitter.com/C9Gcr84NRp— NBA (@NBA) April 21, 2021 Þrátt fyrir að vera án bæði Kevins Durant og James Harden sigraði Brooklyn Nets New Orleans Pelicans, 129-134. Kyrie Irving skoraði 32 stig og gaf átta stoðsendingar í liði Brooklyn sem er í 2. sæti Austurdeildarinnar. Fimmtán af 32 stigum Irvings komu í 4. leikhluta. Kyrie Irving goes for 32 PTS (15 in 4th), 8 AST and comes up clutch late in the @BrooklynNets win vs. New Orleans. pic.twitter.com/YfqEbCV2lp— NBA (@NBA) April 21, 2021 Zion Williamson skoraði 33 stig fyrir New Orleans og hitti úr fjórtán af nítján skotum sínum. Brandon Ingram skoraði 27 stig. Paul George tryggði Los Angeles Clippers sigur á Portland Trail Blazers, 112-113, með því að setja niður tvö vítaskot þegar tæpar fimm sekúndur voru eftir af leiknum. 33 PTS, 11 REB and the game-winning free throws for Paul George in the @LAClippers W. pic.twitter.com/9VxCj0uAwK— NBA (@NBA) April 21, 2021 George skoraði 33 stig og tók ellefu fráköst fyrir Clippers sem situr í 3. sæti Vesturdeildarinnar. CJ McCollum skoraði 28 stig fyrir Portland sem var án Damians Lillard í nótt. Úrslitin í nótt Sacramento 120-134 Minnesota New Orleans 129-134 Brooklyn Portland 112-113 LA Clippers Atlanta 112-96 Orlando NY Knicks 109-97 Charlotte NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Dauði George Floyd Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira
Nokkrum klukkutímum fyrir leikinn var lögregluþjóninn fyrrverandi Derek Chauvin fundinn sekur um að hafa myrt Floyd í Minneapolis í fyrra. „Fyrir okkur alla snerist þessi leikur um meira en körfubolta,“ sagði Karl-Anthony Towns, leikmaður Minnesota, eftir leikinn í nótt. „Þetta augnablik var ekki fyrir okkur heldur fyrir borgina og fjölskyldu Georges Floyd. Ég held að öll Bandaríkin syrgi með þeim og við sendum þeim okkar bestu kveðjur.“ Towns skoraði 26 stig og tók átján fráköst fyrir Minnesota en nýliðinn Anthony Edwards og Di'Angelo Russell voru stigahæstir í liði Úlfanna með 28 stig hvor. Harrison Barnes og Maurice Harkless skoruðu báðir tuttugu stig fyrir Sacramento. KAT, Ant and D-Lo fuel the @Timberwolves.Towns: 26 PTS, 18 REB, 5 AST, 4 BLKEdwards: 28 PTS, 5 3PMRussell: 28 PTS, 6 3PM pic.twitter.com/C9Gcr84NRp— NBA (@NBA) April 21, 2021 Þrátt fyrir að vera án bæði Kevins Durant og James Harden sigraði Brooklyn Nets New Orleans Pelicans, 129-134. Kyrie Irving skoraði 32 stig og gaf átta stoðsendingar í liði Brooklyn sem er í 2. sæti Austurdeildarinnar. Fimmtán af 32 stigum Irvings komu í 4. leikhluta. Kyrie Irving goes for 32 PTS (15 in 4th), 8 AST and comes up clutch late in the @BrooklynNets win vs. New Orleans. pic.twitter.com/YfqEbCV2lp— NBA (@NBA) April 21, 2021 Zion Williamson skoraði 33 stig fyrir New Orleans og hitti úr fjórtán af nítján skotum sínum. Brandon Ingram skoraði 27 stig. Paul George tryggði Los Angeles Clippers sigur á Portland Trail Blazers, 112-113, með því að setja niður tvö vítaskot þegar tæpar fimm sekúndur voru eftir af leiknum. 33 PTS, 11 REB and the game-winning free throws for Paul George in the @LAClippers W. pic.twitter.com/9VxCj0uAwK— NBA (@NBA) April 21, 2021 George skoraði 33 stig og tók ellefu fráköst fyrir Clippers sem situr í 3. sæti Vesturdeildarinnar. CJ McCollum skoraði 28 stig fyrir Portland sem var án Damians Lillard í nótt. Úrslitin í nótt Sacramento 120-134 Minnesota New Orleans 129-134 Brooklyn Portland 112-113 LA Clippers Atlanta 112-96 Orlando NY Knicks 109-97 Charlotte NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Sacramento 120-134 Minnesota New Orleans 129-134 Brooklyn Portland 112-113 LA Clippers Atlanta 112-96 Orlando NY Knicks 109-97 Charlotte
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Dauði George Floyd Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira