Telja 1. júní ekki raunhæfa dagsetningu Snorri Másson skrifar 22. apríl 2021 19:21 Nú hafa meira en 58 þúsund manns fengið fyrsta skammt bólusetningarinnar gegn Covid-19. Vísir/Vilhelm Dagsetningin 1. júní varð samkvæmt vísindamönnum ranglega að viðmiði um betri tíma í huga margra eftir að ríkisstjórnin sýndi glæru á blaðamannafundi í vikunni, þar sem á stóð að öllum takmörkunum yrði aflétt innanlands þegar stærstur hluti fullorðinna hefði verið „varinn“ með fyrri skammt af bóluefni. 67% Íslendinga yfir 16 ára eiga að vera komin með fyrsta skammt af bóluefni 1. júní, en það þýðir þó ekki að allir þeirra verði komnir með vörn. Þess vegna er 1. júní ekki raunhæf dagsetning að mati tveggja vísindamanna, sem benda á að vörn fáist ekki eftir bóluefnasprautu fyrr en að liðnum að minnsta kosti tveimur til þremur vikum. Þegar glærusýningin var samin virðist ríkisstjórnin hafa haft þessi 2-3 vikna tímamörk í huga, enda stendur þar að afléttingarnar komi til þegar búið er að „verja“ stærstan hluta fullorðinna með bóluefni, en ekki bara bólusetja. Orðalagið hefur þó ekki skilað sér betur en svo að Sjálfstæðisflokkurinn, einn þriggja ríkisstjórnarflokkanna, dreifir nú skilaboðum á Facebook, þar sem sagt er fullum fetum: „Öllum takmörkunum verður aflétt þegar stærsti hluti fullorðinna hefur fengið fyrri skammt bóluefnis.“ Slíkar fullyrðingar eru ekki alls kostar í takt við glærusýningu heilbrigðisráðherra, sem er þó enn um sinn eina heimildin um tímasetningar meiri háttar afléttinga í sumar. Ef marka má Jóhönnu Jakobsdóttur, lektor í líftölfræði við HÍ, og Ingileif Jónsdóttur, prófessor við læknadeild, verður erfitt að standa við loforð um afléttingar á öllum takmörkunum um leið og tilsettur fjöldi hefur fengið fyrri sprautu. „Það tekur 2+ vikur að fá vörn (að hluta) eftir einn skammt af bóluefni. Áætlun stjórnvalda þarf því að hliðra um a.m.k. tvær vikur,“ skrifar Jóhanna Jakobsdóttir á Twitter. Hún telur jafnframt að vegna aldursdreifingar í bólusetningu náist hjarðónæmisþröskuldur ekki við 65% bólusetningu. Ingileif skrifar að full vernd fáist ekki eftir bólusetningu fyrr en eftir mun lengri tíma en 2-3 vikur. „Þess vegna þarf að bíða helst mánuði lengur með opnun landamæranna en stjórnvöld gera ráð fyrir,“ skrifar Ingileif, en vægari ráðstafanir gagnvart ákveðnum löndum eiga að taka gildi á landamærunum 1. júní. Ingileif bendir á að jafnan veiti einn bóluefnaskammtur aðeins vernd upp á um 60-70% og það yfirleitt ekki fyrr en að liðnum nokkrum vikum. Pifzer veitti þannig 61% vernd fjórum vikum eftir fyrsta skammt samkvæmt rannsókn í Bretlandi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Öllum veirutakmörkunum gæti verið aflétt eftir sex vikur Stjórnvöld stefna að því að aflétta öllum kórónuveirutakmörkunum innanlands þegar stærstur hluti fullorðinna Íslendinga hefur fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni. Miðað er við að sá hópur, eða 67 prósent 16 ára og eldri, verði kominn með fyrri sprautuna 1. júní – og öllum takmörkunum gæti þannig verið aflétt um það leyti. 20. apríl 2021 20:21 Svandís segir aðgerðirnar tímabundnar og afmarkaðar en brýnar Heilbrigðisráðherra segir Íslendinga ekki mega láta kappið bera sig ofurliði í aðgerðum gegn covid 19 og gæta meðalhófs. Nýjustu aðgerðirnar miði að því að taka harðar á þeim sem komi til landsins frá hááhættusvæðum. Reiknað er með að frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á sóttvarna- og útlendingalögum verði lögfest í kvöld. 21. apríl 2021 19:20 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis Sjá meira
67% Íslendinga yfir 16 ára eiga að vera komin með fyrsta skammt af bóluefni 1. júní, en það þýðir þó ekki að allir þeirra verði komnir með vörn. Þess vegna er 1. júní ekki raunhæf dagsetning að mati tveggja vísindamanna, sem benda á að vörn fáist ekki eftir bóluefnasprautu fyrr en að liðnum að minnsta kosti tveimur til þremur vikum. Þegar glærusýningin var samin virðist ríkisstjórnin hafa haft þessi 2-3 vikna tímamörk í huga, enda stendur þar að afléttingarnar komi til þegar búið er að „verja“ stærstan hluta fullorðinna með bóluefni, en ekki bara bólusetja. Orðalagið hefur þó ekki skilað sér betur en svo að Sjálfstæðisflokkurinn, einn þriggja ríkisstjórnarflokkanna, dreifir nú skilaboðum á Facebook, þar sem sagt er fullum fetum: „Öllum takmörkunum verður aflétt þegar stærsti hluti fullorðinna hefur fengið fyrri skammt bóluefnis.“ Slíkar fullyrðingar eru ekki alls kostar í takt við glærusýningu heilbrigðisráðherra, sem er þó enn um sinn eina heimildin um tímasetningar meiri háttar afléttinga í sumar. Ef marka má Jóhönnu Jakobsdóttur, lektor í líftölfræði við HÍ, og Ingileif Jónsdóttur, prófessor við læknadeild, verður erfitt að standa við loforð um afléttingar á öllum takmörkunum um leið og tilsettur fjöldi hefur fengið fyrri sprautu. „Það tekur 2+ vikur að fá vörn (að hluta) eftir einn skammt af bóluefni. Áætlun stjórnvalda þarf því að hliðra um a.m.k. tvær vikur,“ skrifar Jóhanna Jakobsdóttir á Twitter. Hún telur jafnframt að vegna aldursdreifingar í bólusetningu náist hjarðónæmisþröskuldur ekki við 65% bólusetningu. Ingileif skrifar að full vernd fáist ekki eftir bólusetningu fyrr en eftir mun lengri tíma en 2-3 vikur. „Þess vegna þarf að bíða helst mánuði lengur með opnun landamæranna en stjórnvöld gera ráð fyrir,“ skrifar Ingileif, en vægari ráðstafanir gagnvart ákveðnum löndum eiga að taka gildi á landamærunum 1. júní. Ingileif bendir á að jafnan veiti einn bóluefnaskammtur aðeins vernd upp á um 60-70% og það yfirleitt ekki fyrr en að liðnum nokkrum vikum. Pifzer veitti þannig 61% vernd fjórum vikum eftir fyrsta skammt samkvæmt rannsókn í Bretlandi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Öllum veirutakmörkunum gæti verið aflétt eftir sex vikur Stjórnvöld stefna að því að aflétta öllum kórónuveirutakmörkunum innanlands þegar stærstur hluti fullorðinna Íslendinga hefur fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni. Miðað er við að sá hópur, eða 67 prósent 16 ára og eldri, verði kominn með fyrri sprautuna 1. júní – og öllum takmörkunum gæti þannig verið aflétt um það leyti. 20. apríl 2021 20:21 Svandís segir aðgerðirnar tímabundnar og afmarkaðar en brýnar Heilbrigðisráðherra segir Íslendinga ekki mega láta kappið bera sig ofurliði í aðgerðum gegn covid 19 og gæta meðalhófs. Nýjustu aðgerðirnar miði að því að taka harðar á þeim sem komi til landsins frá hááhættusvæðum. Reiknað er með að frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á sóttvarna- og útlendingalögum verði lögfest í kvöld. 21. apríl 2021 19:20 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis Sjá meira
Öllum veirutakmörkunum gæti verið aflétt eftir sex vikur Stjórnvöld stefna að því að aflétta öllum kórónuveirutakmörkunum innanlands þegar stærstur hluti fullorðinna Íslendinga hefur fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni. Miðað er við að sá hópur, eða 67 prósent 16 ára og eldri, verði kominn með fyrri sprautuna 1. júní – og öllum takmörkunum gæti þannig verið aflétt um það leyti. 20. apríl 2021 20:21
Svandís segir aðgerðirnar tímabundnar og afmarkaðar en brýnar Heilbrigðisráðherra segir Íslendinga ekki mega láta kappið bera sig ofurliði í aðgerðum gegn covid 19 og gæta meðalhófs. Nýjustu aðgerðirnar miði að því að taka harðar á þeim sem komi til landsins frá hááhættusvæðum. Reiknað er með að frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á sóttvarna- og útlendingalögum verði lögfest í kvöld. 21. apríl 2021 19:20