Er nú skólastjóri í skólanum þar sem hún var í tossabekk Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. apríl 2021 09:15 Anna Greta Ólafsdóttir skólastjóri í Varmárskóla í Mosfellsbæ. Vísir/Vilhelm „Ég bý í Laugarási í Biskupstungum þannig að ég ferðast tvö hundruð kílómetra,“ segir Anna Greta Ólafsdóttir skólastjóri í Varmárskóla í Mosfellsbæ. „Ég keyri tvöhundruð kílómetra á hverjum degi sem er kannski einhvers konar yfirlýsing yfir því hvað mér finnst gaman hvað ég er að gera. Mér finnst alveg forréttindi að fá að starfa í skólakerfinu og auðvitað sem skólastjóri og geta haft áhrif.“ Önnu finnst of mikið um greiningar á börnum og að margar þeirra séu jafnvel óþarfar. Að hennar mati er líka of mikið um flokkun og aðgreiningu innan skólakerfisins. Sjálf er hún með ADHD og á lesblinda dóttur með ADHD. Anna Greta ræddi málefni barna í þættinum Spjallið með Góðvild. Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. Algjörlega úti á túni Anna Greta segir að það þurfi að passa að flokka nemendur ekki of mikið í skólanum. Að það sé einhver ein lína og svo fundin einhver sérlína fyrir aðra. Línuna þurfi einfaldlega að breikka svo allir hafi þar pláss. Anna Greta upplifði sig sjálf sem duglegan og góðan námsmann framan af á eigin grunnskólagöngu. „En ég held að það hafi ekki verið raunin. Ég held að ég hafi verið algjörlega úti á túni alveg örugglega alveg frá upphafi og svona í gegnum mína skólagöngu framan af.“ Anna Greta veltir fyrir sér hvað börnum muni finnast um greiningar sínar í framtíðinni. Hún telur að í mörgum tilfellum ættu skólar að geta aðstoðað barnið án formlegrar greiningar.Vísir/Vilhelm Mikilvægt að passa sjálfsmyndina Anna Greta fékk sérkennslu á sinni skólagöngu og var í svokölluðum „tossabekk“ í gagnfræðiskólanum, sem í dag er Varmárskóli, skólinn sem hún er skólastjóri yfir í dag. Það starf fékk hún eftir að vera með fyrstu einkunn í gegnum sex ára háskólanám, en hún segist samt ekki telja sig vera sterkan námsmann og talar stundum enn í dag um sjálfa sig sem tossa. „Ég brenn svolítið fyrir þennan hóp, að við séum að passa rosalega vel upp á sjálfsmyndina. Ég er mikið búin að velta fyrir mér sérkennslu og öll þessi börn með ADHD, einhverfu og börn með alls konar áskoranir, að við séum kannski að gefa þeim einhverjar vísbendingar um eitthvað sem við viljum ekkert vera að gefa vísbendingar um.“ Skóli án aðgreiningar gangi út á að allt sé í boði og svo fái börnin stuðning, að þeim sé mætt þar sem þau eru. „Ég held að við þurfum bara fjölbreyttari leiðir fyrir það heila en ekki bara fjölbreyttar leiðir fyrir suma.“ Þáttinn í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Þar talar hún meðal annars um greiningar barna, eigin ADHD greiningu og margt fleira. Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi Sjónvarp en einnig er hægt að hlusta á flestum hlaðvarpsstöðvum. Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar framkvæmdastjóra Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu. Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020. Skóla - og menntamál Spjallið með Góðvild Börn og uppeldi Grunnskólar Mosfellsbær Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið The Wire og Sopranos-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Sjá meira
„Ég keyri tvöhundruð kílómetra á hverjum degi sem er kannski einhvers konar yfirlýsing yfir því hvað mér finnst gaman hvað ég er að gera. Mér finnst alveg forréttindi að fá að starfa í skólakerfinu og auðvitað sem skólastjóri og geta haft áhrif.“ Önnu finnst of mikið um greiningar á börnum og að margar þeirra séu jafnvel óþarfar. Að hennar mati er líka of mikið um flokkun og aðgreiningu innan skólakerfisins. Sjálf er hún með ADHD og á lesblinda dóttur með ADHD. Anna Greta ræddi málefni barna í þættinum Spjallið með Góðvild. Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. Algjörlega úti á túni Anna Greta segir að það þurfi að passa að flokka nemendur ekki of mikið í skólanum. Að það sé einhver ein lína og svo fundin einhver sérlína fyrir aðra. Línuna þurfi einfaldlega að breikka svo allir hafi þar pláss. Anna Greta upplifði sig sjálf sem duglegan og góðan námsmann framan af á eigin grunnskólagöngu. „En ég held að það hafi ekki verið raunin. Ég held að ég hafi verið algjörlega úti á túni alveg örugglega alveg frá upphafi og svona í gegnum mína skólagöngu framan af.“ Anna Greta veltir fyrir sér hvað börnum muni finnast um greiningar sínar í framtíðinni. Hún telur að í mörgum tilfellum ættu skólar að geta aðstoðað barnið án formlegrar greiningar.Vísir/Vilhelm Mikilvægt að passa sjálfsmyndina Anna Greta fékk sérkennslu á sinni skólagöngu og var í svokölluðum „tossabekk“ í gagnfræðiskólanum, sem í dag er Varmárskóli, skólinn sem hún er skólastjóri yfir í dag. Það starf fékk hún eftir að vera með fyrstu einkunn í gegnum sex ára háskólanám, en hún segist samt ekki telja sig vera sterkan námsmann og talar stundum enn í dag um sjálfa sig sem tossa. „Ég brenn svolítið fyrir þennan hóp, að við séum að passa rosalega vel upp á sjálfsmyndina. Ég er mikið búin að velta fyrir mér sérkennslu og öll þessi börn með ADHD, einhverfu og börn með alls konar áskoranir, að við séum kannski að gefa þeim einhverjar vísbendingar um eitthvað sem við viljum ekkert vera að gefa vísbendingar um.“ Skóli án aðgreiningar gangi út á að allt sé í boði og svo fái börnin stuðning, að þeim sé mætt þar sem þau eru. „Ég held að við þurfum bara fjölbreyttari leiðir fyrir það heila en ekki bara fjölbreyttar leiðir fyrir suma.“ Þáttinn í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Þar talar hún meðal annars um greiningar barna, eigin ADHD greiningu og margt fleira. Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi Sjónvarp en einnig er hægt að hlusta á flestum hlaðvarpsstöðvum. Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar framkvæmdastjóra Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu. Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020.
Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi Sjónvarp en einnig er hægt að hlusta á flestum hlaðvarpsstöðvum. Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar framkvæmdastjóra Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu. Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020.
Skóla - og menntamál Spjallið með Góðvild Börn og uppeldi Grunnskólar Mosfellsbær Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið The Wire og Sopranos-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Sjá meira