Umfjöllun og viðtöl: Fram – ÍBV 29-30 | Eyjamenn stálu sigrinum á lokasekúndunum Smári Jökull Jónsson skrifar 25. apríl 2021 18:45 Hákon Daði Styrmisson var markahæstur á vellinum með 9 mörk og skoraði sigurmark ÍBV undir lok leiksins. Vísir / Elín ÍBV vann gríðarlega sætan sigur á Fram í Olís deild karla í handknattleik í dag. Hákon Daði Styrmisson skoraði sigurmark Eyjamanna þegar örfáar sekúndur voru eftir en Framarar höfðu haft forystu lengst af í síðari hálfleik. Eyjamenn voru með yfirhöndina í fyrri hálfleiknum sem verður ekki minnst fyrir mikil gæði. Bæði lið töpuðu aragrúa af boltum sem skýrist kannski af því hléi sem hefur verið í deildinni síðustu vikur. ÍBV hafði tveggja marka forskot í háfleik. Framarar voru með boltann þegar örfáar sekúndur voru eftir og gátu þá jafnað en töpuðu boltanum og ÍBV skoraði úr hraðaupphlaupi. Þetta átti eftir að endurtaka sig síðar. Í seinni hálfleik mættu Framarar hins vegar mjög grimmir. Þeir náðu fljótt tökum á ÍBV liðinu og komust í fyrsta sinn yfir þegar skammt var liðið á hálfleikinn. Þeir héldu Eyjamönnum frá sér og Framliðið komst mest þremur mörkum yfir í stöðunni 24-21. Þá tók Kristinn Guðmundsson þjálfari ÍBV hins vegar leikhlé og það hafði góð áhrif. ÍBV minnkaði muninn strax í eitt mark og jafnaði metin 28-28 þegar rúmar tvær mínútur voru eftir. Framarar komust yfir á ný en Eyjamenn jöfnuðu strax í næstu sókn. Þegar 23 sekúndur voru eftir tóku Framarar leikhlé og settu upp í sína lokasókn. Hún misheppnaðist hins vegar herfilega, Eyjamenn stálu boltanum og komu honum á Hákon Daða Styrmisson sem var langfyrstur fram og skoraði sigurmarkið rétt áður en flautan gall. Eyjamenn fögnuðu gríðarlega en Framarar trúðu varla eigin augum. Af hverju vann ÍBV? Þeir sýndu seiglu og komu til baka í lokin eftir að Framarar voru komnir í góða stöðu. Þegar allt leit út fyrir að Eyjamenn færu í mesta lagi með stig heim til Eyja réttu Safamýrarpiltar þeim hins vegar hjálparhönd og færðu þeim sigurmark á silfurfati. Tapaðir boltar Fram voru þeim dýrkeyptir en bæði í fyrri og seinni hálfleik klúðruðu þeir sókn undir lokin og fengu mark í bakið. Sóknarleikur Eyjamanna virkaði þegar á þurfti að halda og sérstaklega gekk þeim vel að finna Kára Kristján á línunni á mikilvægum augnablikum undir lokin. Þessir stóðu upp úr: Hákon Daði skoraði mest hjá ÍBV og auðvitað sigurmarkið mikilvæga. Hann misnotaði tvö víti í dag sem er ólíkt honum og valdi ekki alltaf besta kostinn í sókninni. Heilt yfir átti hann góðan leik. Kári Kristján var drjúgur og skoraði átta mörk í dag, þar af þrjú af síðustu sex mörkum ÍBV. Gabríel Martinez Róbertsson átti einnig góða innkomu í hægri skyttustöðuna og gerði Framvörninni frekar erfitt fyrir. Dagur Arnarsson skilaði einnig sínu. Hjá heimamönnum var Arnar Snær Magnússon góður og Þorgrímur Smári Ólafsson skilaði sínu. Lárus Helgi bróðir hans varði einnig nokkra góða bolta í markinu og Stefán Darri Þórsson var öflugur í vörninni. Hvað gekk illa? Varnarleikur beggja liða hefur oft verið betri. Eyjamenn gerðu breytingar sem báru árangur á endanum en voru í vandræðum lengst af. Varnarleikur Fram var sérstaklega slakur í fyrri hálfleiknum og svo götóttur á lokamínútunum. Eyjamönnum gekk illa að nýta yfirtöluna í leiknum í dag. Þeir fengu á sig mörk í vörninni, þrátt fyrir að Framarar tækju markmanninn ekki útaf, og tóku skot í slæmum færum í sókninni. Hvað gerist næst? Fram á næst leik gegn Val og fá ekki mikinn tíma til að sleikja sárin. Færeyingarnir Rógvi Christianesen og Vilhelm Poulsen verða ekki með í þeim leik vegna landsleikja hjá Færeyjum og það munar um það. ÍBV leikur næst gegn Selfyssingum á heimavelli en aðeins einu stigi munar á liðunum í töflunni. Sebastian: Get ekki verið reiður því ég er svo sorgmæddur Framarinn Rógvi Christiansen skoraði tvö mörk í dag og er hér í baráttu við varnarmenn ÍBVVísir / Elín Sebastian Alexandersson þjálfari Fram var hálf niðurbrotinn eftir tap hans manna gegn ÍBV í Safamýri í dag en Eyjamenn skoruðu sigurmarkið þegar örfáar sekúndur voru eftir. „Í fyrsta lagi er höndin ekki einu sinni komin upp og þetta er bara slæm ákvarðanataka. Við erum að henda frá okkur sigri í dag, 10 sekúndur eftir og við erum búnir að tala um að láta þá ekki fá boltann aftur,“ sagði Sebastian en Fram var með boltann undir lokin en tapaður bolti færði ÍBV sigurmark á silfurfati. „Síðasta sóknin í fyrri hálfleik er líka svona. Miðað við hvernig við erum búnir að spila í vetur þá er þetta mér gjörsamlega óskiljanlegt hvað er að gerast í hausnum á leikmönnum. Við erum búnir að vera frekar agaðir í þessum stöðum og tökum núna tvo leiki í röð þar sem við missum boltann rétt fyrir hálfleik eða lok leiks þegar engin pressa er eða þörf á að flýta sér.“ „Ég því miður bara ekki svör við því af hverju þetta er að gerast.“ Fram tapaði mörgum boltum í dag, sextán boltum alls og flestir þeirra komu á fyrstu 40 mínútum leiksins. „Flestir þeirra eru ekki undir pressu. Við þurfum að líta í eigin barm með þetta. Við erum búnir að halda takti í öllu þessu rugli í vetur en við virðumst ekki vera að gera það núna.“ ÍBV leiddi með tveimur mörkum í leikhléi en Fram mætti af krafti í síðari hálfleik og komust mest þremur mörkum yfir. „Við erum að skora nærri 30 mörk en auðvitað er vörnin okkar ekki þar sem hún hefur verið í vetur, smá ryð í okkur þar. Þetta snýst um smáatriði og við vorum að henda frá okkur smáatriðum í dag sem kosta okkur dýrmæt stig fyrir úrslitakeppnina.“ „Við töpuðum unnum leik í jafntefli gegn Stjörnunni. Heilt yfir höfum við spilað vel á síðustu mínútum leikja í vetur og í dag erum við að kasta frá okkur allavega einu stigi. Ég er hræddur um að þetta muni telja þegar upp er staðið, ég vona svo sannarlega ekki. Ég get ekki einu sinni verið reiður því ég er svo sorgmæddur,“ sagði Sebastian. Hann bætti við að Fram myndi ekki óska eftir frestun leikja þó Vilhelm Poulsen og Rógvi Christiansen hafi verið kallaðir í færeyska landsliðshópinn sem á leiki framundan. „Við ætlum bara að spila, við græðum ekkert á því að fresta.“ Kristinn: Rosalega góð stig Kári Kristján Kristjánsson skorar hér eitt af sínum átta mörkum í leiknum.Vísir / Elín Guðmundsson þjálfari Eyjamanna var gríðarlega ánægður með sigur síns liðs í dag gegn Fram og sagði að svo virtist sem ÍBV spilaði bara spennandi leiki í Olís-deildinni. „Allavega eins og er, mikil spenna. Við erum leiðandi aflið í fyrri hálfleik og við klaufar og þeir seigir að láta okkur ekki slíta okkur frá þeim. Við erum sjálfum okkur verstir á kafla í síðari hálfleik og þetta var bara bölvuð brekka,“ sagði Kristinn í samtali við Vísi eftir leikinn í dag. Bæði lið töpuðu mikið af boltum í leiknum í dag og Kristinn sagði það eðlilegt miðað við að leikmenn hafa verið í töluvert langri pásu. „Við erum freðnir á tímabili í síðari hálfleik sem sést á færanýtingunni. Við erum neikvæðir og eitthvað inni í okkur. Þetta er bara þannig íþrótt að þú verður bara að vera í gírnum og bera ábyrgð á því sem þú ert að gera sjálfur. Við náðum kannski ekki alveg tengingu þar en löguðum það, breyttum vörn og annað slíkt. Það hafðist.“ Það vantaði aðeins í lið Eyjamanna í dag, Arnór Viðarsson og Theodór Sigurbjörnsson voru ekki með og þá verður Ásgeir Snær Vignisson frá í lengri tíma en hann meiddist fyrr í vetur. „Ég held að Ásgeir sé ekkert að koma til baka á næstunni. Arnór er meiddur á ökkla og það er spurning um einhverja daga. Theodór er smá spurningamerki, ég veit ekki alveg hver staðan er á honum varðandi bakið. Við erum með aðra stráka sem spila og taka sín hlutverk.“ Með sigri hefðu Framarar farið uppfyrir ÍBV í töflunni og sigur Eyjamanna enn mikilvægari í því ljósi. „Rosalega góð stig. Við erum búnir að henda okkur aðeins upp töfluna en það er fljótt niður aftur ef maður fer að tapa leikjum. Nú er bara að safna kröftum og mæta í næsta leik.“ „Svona verður þetta það sem eftir er, þetta er einn pakki og við hefðum getað dottið niður í 9.sæti í dag því spennan er það mikil. Ég held að það sé mjög gott að einbeita sér bara að sínu liði og því sem maður er að gera.“ Fannar: Fannst við heilt yfir ekkert sérstakir Fannar horfir á eftir Þorgrími Smára Ólafssyni í leiknum í Safamýri í dag.Vísir / Elín Fannar Friðgeirsson skoraði tvö mörk fyrir Eyjamenn í dag og var öflugur í vörn liðsins. Hann tók undir þegar blaðamaður spurði hvort það væri ekki vegna þessara leikja sem maður stundaði íþróttir. „Það er svolítið þannig. Þetta er extra skemmtilegt í svona leikjum en það var líka kannski smá heppni í þessu,“ sagði Fannar við Vísi eftir leik í dag. „Mér fannst við heilt yfir ekkert sérstakir. Við reyndum ýmislegt til að tapa þessum leik, vorum ekki nógu klókir. Vorum að missa þá klaufalega í gegn í vörninni og tapa boltanum klaufalega þannig að við eigum helling inni. Ég er ánægður með að við sýndum karakter og unnum leikinn.“ ÍBV tók leikhlé þegar um tólf mínútur voru eftir en þá leiddu Framarar með þremur mörkum og leikmenn ÍBV afar ósáttir með sinn leik mínúturnar þar á undan. „Við vorum ekki að halda plani í því sem við ætluðum að gera. Þegar maður er að glutra niður leik, eftir að hafa leitt lengi vel, þá getur maður ekki verið annað en ósáttur,“ sagði Fannar að lokum áður en Eyjamenn þutu upp í rútu og beina leið í Herjólf. Olís-deild karla Fram ÍBV
ÍBV vann gríðarlega sætan sigur á Fram í Olís deild karla í handknattleik í dag. Hákon Daði Styrmisson skoraði sigurmark Eyjamanna þegar örfáar sekúndur voru eftir en Framarar höfðu haft forystu lengst af í síðari hálfleik. Eyjamenn voru með yfirhöndina í fyrri hálfleiknum sem verður ekki minnst fyrir mikil gæði. Bæði lið töpuðu aragrúa af boltum sem skýrist kannski af því hléi sem hefur verið í deildinni síðustu vikur. ÍBV hafði tveggja marka forskot í háfleik. Framarar voru með boltann þegar örfáar sekúndur voru eftir og gátu þá jafnað en töpuðu boltanum og ÍBV skoraði úr hraðaupphlaupi. Þetta átti eftir að endurtaka sig síðar. Í seinni hálfleik mættu Framarar hins vegar mjög grimmir. Þeir náðu fljótt tökum á ÍBV liðinu og komust í fyrsta sinn yfir þegar skammt var liðið á hálfleikinn. Þeir héldu Eyjamönnum frá sér og Framliðið komst mest þremur mörkum yfir í stöðunni 24-21. Þá tók Kristinn Guðmundsson þjálfari ÍBV hins vegar leikhlé og það hafði góð áhrif. ÍBV minnkaði muninn strax í eitt mark og jafnaði metin 28-28 þegar rúmar tvær mínútur voru eftir. Framarar komust yfir á ný en Eyjamenn jöfnuðu strax í næstu sókn. Þegar 23 sekúndur voru eftir tóku Framarar leikhlé og settu upp í sína lokasókn. Hún misheppnaðist hins vegar herfilega, Eyjamenn stálu boltanum og komu honum á Hákon Daða Styrmisson sem var langfyrstur fram og skoraði sigurmarkið rétt áður en flautan gall. Eyjamenn fögnuðu gríðarlega en Framarar trúðu varla eigin augum. Af hverju vann ÍBV? Þeir sýndu seiglu og komu til baka í lokin eftir að Framarar voru komnir í góða stöðu. Þegar allt leit út fyrir að Eyjamenn færu í mesta lagi með stig heim til Eyja réttu Safamýrarpiltar þeim hins vegar hjálparhönd og færðu þeim sigurmark á silfurfati. Tapaðir boltar Fram voru þeim dýrkeyptir en bæði í fyrri og seinni hálfleik klúðruðu þeir sókn undir lokin og fengu mark í bakið. Sóknarleikur Eyjamanna virkaði þegar á þurfti að halda og sérstaklega gekk þeim vel að finna Kára Kristján á línunni á mikilvægum augnablikum undir lokin. Þessir stóðu upp úr: Hákon Daði skoraði mest hjá ÍBV og auðvitað sigurmarkið mikilvæga. Hann misnotaði tvö víti í dag sem er ólíkt honum og valdi ekki alltaf besta kostinn í sókninni. Heilt yfir átti hann góðan leik. Kári Kristján var drjúgur og skoraði átta mörk í dag, þar af þrjú af síðustu sex mörkum ÍBV. Gabríel Martinez Róbertsson átti einnig góða innkomu í hægri skyttustöðuna og gerði Framvörninni frekar erfitt fyrir. Dagur Arnarsson skilaði einnig sínu. Hjá heimamönnum var Arnar Snær Magnússon góður og Þorgrímur Smári Ólafsson skilaði sínu. Lárus Helgi bróðir hans varði einnig nokkra góða bolta í markinu og Stefán Darri Þórsson var öflugur í vörninni. Hvað gekk illa? Varnarleikur beggja liða hefur oft verið betri. Eyjamenn gerðu breytingar sem báru árangur á endanum en voru í vandræðum lengst af. Varnarleikur Fram var sérstaklega slakur í fyrri hálfleiknum og svo götóttur á lokamínútunum. Eyjamönnum gekk illa að nýta yfirtöluna í leiknum í dag. Þeir fengu á sig mörk í vörninni, þrátt fyrir að Framarar tækju markmanninn ekki útaf, og tóku skot í slæmum færum í sókninni. Hvað gerist næst? Fram á næst leik gegn Val og fá ekki mikinn tíma til að sleikja sárin. Færeyingarnir Rógvi Christianesen og Vilhelm Poulsen verða ekki með í þeim leik vegna landsleikja hjá Færeyjum og það munar um það. ÍBV leikur næst gegn Selfyssingum á heimavelli en aðeins einu stigi munar á liðunum í töflunni. Sebastian: Get ekki verið reiður því ég er svo sorgmæddur Framarinn Rógvi Christiansen skoraði tvö mörk í dag og er hér í baráttu við varnarmenn ÍBVVísir / Elín Sebastian Alexandersson þjálfari Fram var hálf niðurbrotinn eftir tap hans manna gegn ÍBV í Safamýri í dag en Eyjamenn skoruðu sigurmarkið þegar örfáar sekúndur voru eftir. „Í fyrsta lagi er höndin ekki einu sinni komin upp og þetta er bara slæm ákvarðanataka. Við erum að henda frá okkur sigri í dag, 10 sekúndur eftir og við erum búnir að tala um að láta þá ekki fá boltann aftur,“ sagði Sebastian en Fram var með boltann undir lokin en tapaður bolti færði ÍBV sigurmark á silfurfati. „Síðasta sóknin í fyrri hálfleik er líka svona. Miðað við hvernig við erum búnir að spila í vetur þá er þetta mér gjörsamlega óskiljanlegt hvað er að gerast í hausnum á leikmönnum. Við erum búnir að vera frekar agaðir í þessum stöðum og tökum núna tvo leiki í röð þar sem við missum boltann rétt fyrir hálfleik eða lok leiks þegar engin pressa er eða þörf á að flýta sér.“ „Ég því miður bara ekki svör við því af hverju þetta er að gerast.“ Fram tapaði mörgum boltum í dag, sextán boltum alls og flestir þeirra komu á fyrstu 40 mínútum leiksins. „Flestir þeirra eru ekki undir pressu. Við þurfum að líta í eigin barm með þetta. Við erum búnir að halda takti í öllu þessu rugli í vetur en við virðumst ekki vera að gera það núna.“ ÍBV leiddi með tveimur mörkum í leikhléi en Fram mætti af krafti í síðari hálfleik og komust mest þremur mörkum yfir. „Við erum að skora nærri 30 mörk en auðvitað er vörnin okkar ekki þar sem hún hefur verið í vetur, smá ryð í okkur þar. Þetta snýst um smáatriði og við vorum að henda frá okkur smáatriðum í dag sem kosta okkur dýrmæt stig fyrir úrslitakeppnina.“ „Við töpuðum unnum leik í jafntefli gegn Stjörnunni. Heilt yfir höfum við spilað vel á síðustu mínútum leikja í vetur og í dag erum við að kasta frá okkur allavega einu stigi. Ég er hræddur um að þetta muni telja þegar upp er staðið, ég vona svo sannarlega ekki. Ég get ekki einu sinni verið reiður því ég er svo sorgmæddur,“ sagði Sebastian. Hann bætti við að Fram myndi ekki óska eftir frestun leikja þó Vilhelm Poulsen og Rógvi Christiansen hafi verið kallaðir í færeyska landsliðshópinn sem á leiki framundan. „Við ætlum bara að spila, við græðum ekkert á því að fresta.“ Kristinn: Rosalega góð stig Kári Kristján Kristjánsson skorar hér eitt af sínum átta mörkum í leiknum.Vísir / Elín Guðmundsson þjálfari Eyjamanna var gríðarlega ánægður með sigur síns liðs í dag gegn Fram og sagði að svo virtist sem ÍBV spilaði bara spennandi leiki í Olís-deildinni. „Allavega eins og er, mikil spenna. Við erum leiðandi aflið í fyrri hálfleik og við klaufar og þeir seigir að láta okkur ekki slíta okkur frá þeim. Við erum sjálfum okkur verstir á kafla í síðari hálfleik og þetta var bara bölvuð brekka,“ sagði Kristinn í samtali við Vísi eftir leikinn í dag. Bæði lið töpuðu mikið af boltum í leiknum í dag og Kristinn sagði það eðlilegt miðað við að leikmenn hafa verið í töluvert langri pásu. „Við erum freðnir á tímabili í síðari hálfleik sem sést á færanýtingunni. Við erum neikvæðir og eitthvað inni í okkur. Þetta er bara þannig íþrótt að þú verður bara að vera í gírnum og bera ábyrgð á því sem þú ert að gera sjálfur. Við náðum kannski ekki alveg tengingu þar en löguðum það, breyttum vörn og annað slíkt. Það hafðist.“ Það vantaði aðeins í lið Eyjamanna í dag, Arnór Viðarsson og Theodór Sigurbjörnsson voru ekki með og þá verður Ásgeir Snær Vignisson frá í lengri tíma en hann meiddist fyrr í vetur. „Ég held að Ásgeir sé ekkert að koma til baka á næstunni. Arnór er meiddur á ökkla og það er spurning um einhverja daga. Theodór er smá spurningamerki, ég veit ekki alveg hver staðan er á honum varðandi bakið. Við erum með aðra stráka sem spila og taka sín hlutverk.“ Með sigri hefðu Framarar farið uppfyrir ÍBV í töflunni og sigur Eyjamanna enn mikilvægari í því ljósi. „Rosalega góð stig. Við erum búnir að henda okkur aðeins upp töfluna en það er fljótt niður aftur ef maður fer að tapa leikjum. Nú er bara að safna kröftum og mæta í næsta leik.“ „Svona verður þetta það sem eftir er, þetta er einn pakki og við hefðum getað dottið niður í 9.sæti í dag því spennan er það mikil. Ég held að það sé mjög gott að einbeita sér bara að sínu liði og því sem maður er að gera.“ Fannar: Fannst við heilt yfir ekkert sérstakir Fannar horfir á eftir Þorgrími Smára Ólafssyni í leiknum í Safamýri í dag.Vísir / Elín Fannar Friðgeirsson skoraði tvö mörk fyrir Eyjamenn í dag og var öflugur í vörn liðsins. Hann tók undir þegar blaðamaður spurði hvort það væri ekki vegna þessara leikja sem maður stundaði íþróttir. „Það er svolítið þannig. Þetta er extra skemmtilegt í svona leikjum en það var líka kannski smá heppni í þessu,“ sagði Fannar við Vísi eftir leik í dag. „Mér fannst við heilt yfir ekkert sérstakir. Við reyndum ýmislegt til að tapa þessum leik, vorum ekki nógu klókir. Vorum að missa þá klaufalega í gegn í vörninni og tapa boltanum klaufalega þannig að við eigum helling inni. Ég er ánægður með að við sýndum karakter og unnum leikinn.“ ÍBV tók leikhlé þegar um tólf mínútur voru eftir en þá leiddu Framarar með þremur mörkum og leikmenn ÍBV afar ósáttir með sinn leik mínúturnar þar á undan. „Við vorum ekki að halda plani í því sem við ætluðum að gera. Þegar maður er að glutra niður leik, eftir að hafa leitt lengi vel, þá getur maður ekki verið annað en ósáttur,“ sagði Fannar að lokum áður en Eyjamenn þutu upp í rútu og beina leið í Herjólf.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti