Maðurinn er sagður hafa stungið 49 ára gamla óvopnaða lögreglukonu í hálsinn í inngangi lögreglustöðvarinnar síðdegis í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hann er sagður hafa verið 36 ára gamall og hafa flutt til Frakklands frá Túnis fyrir nokkrum árum.
Ekkert liggur enn fyrir um tilefni árásarinnar. AP-fréttastofan segir að rannsókn beinist meðal annars að því hvort að um hryðjuverk hafi verið að ræða en saksóknari í hryðjuverkamálum segir að embætti sitt taki ekki þátt í henni að svo stöddu.
Jean Castex, forsætisráðherra, og Gérald Darmanin, innanríkisráðherra, komu á vettvang til að kynna sér aðstæður og sýna lögreglufólkinu stuðning.