Þúsundir mótmæltu ákvörðun um að rétta ekki yfir morðingja konu af gyðingaættum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. apríl 2021 08:09 Mótmælendur kölluðu eftir réttlæti til handa Halimi. AP/Daniel Cole Þúsundir hafa mótmælt í París og víðar í Frakklandi þeirri ákvörðun dómstóls að rétta ekki yfir manni sem myrti 65 ára gamla konu. Dómstólar höfðu áður komist að þeirri niðurstöðu að um hatursglæp hefði verið að ræða en fórnarlambið var gyðingur. Hinn 32 ára Kobili Traoré var ákærður fyrir að ráðast á Lucie Attal með ofbeldi og kasta henni síðan fram af svölum íbúðar hennar í París árið 2017. Æðsti áfrýjunardómstóll Frakklands (Cour de cassation) staðfesti hins vegar á dögunum þá niðurstöðu undirdómstóla að ekki væri hægt að rétta yfir Traoré, þar sem hann hefði verið „veruleikafirrtur“ sökum fíkniefnaneyslu og ekki haft stjórn á gjörðum sínum. Fjölskylda Attal, sem var betur þekkt sem Sarah Halimi, segir ákvörðunina „óréttláta“ og hefur systir hennar tilkynnt að hún hyggist freista þess að sækja málið fyrir dómstól í Ísrael, þar sem hún býr. Efnt var til mótmæla vegna málsins víðsvegar í Frakklandi í gær en einnig í Róm, Tel Aviv, Lundúnum, Los Angeles, Miami og New York. Frank Tapiro, sem skipulagði mótmælin í París, sagði mótmælendur kalla eftir réttlæti. „Við viljum réttarhöld, óháð niðurstöðunni. [Traoré] kaus að reykja kannabis. Sérfræðingar hafa skilað sínum skýrslum en dómstólar þurfa ekki að samþykkja þær. Þetta vandamál snertir alla Frakka, ekki bara gyðinga.“ Mótmælt var í París og víða um heim.AP/Michel Euler Traoré braust inn á heimili Halimi um nótt og réðist á hana þar sem hún lá sofandi. Er hann sagður hafa kallað „Allahu Akbar“ á meðan og farið með vers úr Kóraninum. Hann kastaði henni síðan fram af svölum íbúðarinnar, þar sem hún hafði búið í 30 ár. Nágrannar Halimi sögðu Traoré hafa kallað að hann hefði drepið djöfulinn, þar sem hann stóð á svölunum. Hann viðurkenndi seinna að hann hefði vitað að Halimi var gyðingur en neitaði því að um hatursglæp hefði verið að ræða. Dómsmálaráðherrann Éric Dupond-Moretti sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann greindi frá því að frumvarp yrði lagt fyrir þingið í maí en samkvæmt því yrði dómstólum gert kleift að taka það til greina ef sakborningur hefði viljugur neytt fíkniefna sem leiddu til þess að hann væri ekki ábyrgur gjörða sinna. Guardian fjallar um málið. Frakkland Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Fleiri fréttir „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Sjá meira
Hinn 32 ára Kobili Traoré var ákærður fyrir að ráðast á Lucie Attal með ofbeldi og kasta henni síðan fram af svölum íbúðar hennar í París árið 2017. Æðsti áfrýjunardómstóll Frakklands (Cour de cassation) staðfesti hins vegar á dögunum þá niðurstöðu undirdómstóla að ekki væri hægt að rétta yfir Traoré, þar sem hann hefði verið „veruleikafirrtur“ sökum fíkniefnaneyslu og ekki haft stjórn á gjörðum sínum. Fjölskylda Attal, sem var betur þekkt sem Sarah Halimi, segir ákvörðunina „óréttláta“ og hefur systir hennar tilkynnt að hún hyggist freista þess að sækja málið fyrir dómstól í Ísrael, þar sem hún býr. Efnt var til mótmæla vegna málsins víðsvegar í Frakklandi í gær en einnig í Róm, Tel Aviv, Lundúnum, Los Angeles, Miami og New York. Frank Tapiro, sem skipulagði mótmælin í París, sagði mótmælendur kalla eftir réttlæti. „Við viljum réttarhöld, óháð niðurstöðunni. [Traoré] kaus að reykja kannabis. Sérfræðingar hafa skilað sínum skýrslum en dómstólar þurfa ekki að samþykkja þær. Þetta vandamál snertir alla Frakka, ekki bara gyðinga.“ Mótmælt var í París og víða um heim.AP/Michel Euler Traoré braust inn á heimili Halimi um nótt og réðist á hana þar sem hún lá sofandi. Er hann sagður hafa kallað „Allahu Akbar“ á meðan og farið með vers úr Kóraninum. Hann kastaði henni síðan fram af svölum íbúðarinnar, þar sem hún hafði búið í 30 ár. Nágrannar Halimi sögðu Traoré hafa kallað að hann hefði drepið djöfulinn, þar sem hann stóð á svölunum. Hann viðurkenndi seinna að hann hefði vitað að Halimi var gyðingur en neitaði því að um hatursglæp hefði verið að ræða. Dómsmálaráðherrann Éric Dupond-Moretti sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann greindi frá því að frumvarp yrði lagt fyrir þingið í maí en samkvæmt því yrði dómstólum gert kleift að taka það til greina ef sakborningur hefði viljugur neytt fíkniefna sem leiddu til þess að hann væri ekki ábyrgur gjörða sinna. Guardian fjallar um málið.
Frakkland Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Fleiri fréttir „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Sjá meira