Endalok línulega hagkerfisins Jón Viggó Gunnarsson skrifar 26. apríl 2021 10:00 Samfélagið stendur á tímamótum. Blekið í pennanum sem teiknar hið línulega hagkerfi er senn á þrotum og við þurfum á öllum okkar kröftum að halda til að teikna upp hið nýja hagkerfi: hringrásarhagkerfið. Í hringrásarhagkerfinu er allt kapp lagt á að tryggja þeim auðlindum sem við höfum yfir að ráða – hvort sem um er að ræða ómengað andrúmsloft, hráefni í jörðu eða hreint vatn – sem lengstan endingartíma. SORPA stendur einnig á tímamótum. Það var á þessum degi fyrir 30 árum sem Móttöku- og flokkunarstöð SORPU í Gufunesi var tekin í notkun og fagnar byggðasamlagið því 30 ára afmæli sínu. Nafn byggðasamlagsins, SORPA, er á vissan hátt barn síns tíma. Það er stytting á því þjála heiti Sorpeyðing höfuðborgarsvæðisins, sem lýsti í þá tíð einna best hvernig fólk sá sorp og úrgang. Því átti að eyða. Í dag hefur SORPA hins vegar fest sig í sessi sem mikilvægur hlekkur í keðju hringrásarhagkerfisins þar sem áhersla er lögð ekki á eyðingu úrgangs heldur að koma honum aftur inn í virðiskeðjuna. Úrgangur er nefnilega ekkert annað en auðlindir á villigötum og er ein skýrasta birtingarmynd sóunar. Horfið frá urðun Örlög stórs hluta úrgangs á Íslandi hafa lengst af verið að enda á urðunarstað, þar sem lítil sem engin tilraun er gerð til að nýta þau verðmæti sem felast í úrganginum. Eigendur SORPU hafa hins vegar tekið þá framsýnu ákvörðun að hætta urðun úrgangs á urðunarstað SORPU í Álfsnesi í lok árs 2023, sem kallar á nýjar lausnir í úrgangsmálum. GAJA, gas- og jarðgerðarstöð SORPU er ein metnaðarfyllsta aðgerð í úrgangsmálum síðari tíma og ein umfangsmesta loftslagsaðgerð og sem ráðist hefur verið í á höfuðborgarsvæðinu frá því heitt vatn var lagt í hús. Í henni er lífrænn úrgangur unninn og úr honum verkuð metan og molta. Með GAJU og þeirri umbreytingu sem felst í því að hætta að urða lífefni og brennanlegan úrgang dregst losun gróðurhúsalofttegunda saman um tugi þúsunda tonna á ári hverju. Þessar tölur eru af þeirri stærðargráðu að þær skipta máli í losunarbókhaldi íslensku þjóðarinnar innan Parísarsamkomulagsins. Þá eru ótalin þau jákvæðu áhrif sem moltan sem verður til í GAJA mun hafa á uppgræðslu lands, en vinnslu á fyrstu lotum tilraunamoltu í GAJU lauk fyrir skömmu og lofar tilraunamoltan góðu. GAJA minnir okkur á mikilvægi flokkunar. Vélarnar í Móttöku- og flokkunarstöð SORPU í Gufunesi ná töluverðum árangri við að flokka úrgang frá höfuðborgarsvæðinu. En vélarnar geta ekki unnið sigurinn einar. Því betur sem íbúar höfuðborgarsvæðisins flokka, því hreinni verður moltan sem GAJA framleiðir og því verðmætari eru endurvinnsluefnin sem skilað er til SORPU. Flokkun er einfaldasta, auðveldasta og ódýrasta aðgerðin sem við getum öll gripið til í eldhúsinu heima hjá okkur og á vinnustaðnum til að styðja við innleiðingu hringrásarhagkerfisins og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Glærir pokar á endurvinnslustöðvum Á þessum þröskuldi fertugsaldursins hafa stjórnendur SORPU ákveðið að skerpa á reglum um skil á úrgangi og endurvinnsluefnum á endurvinnslustöðvar. Frá og með deginum í dag á allt sem kemur inn á endurvinnslustöðvar að vera í glærum pokum. Þetta er gert til að auðvelda starfsfólki endurvinnslustöðvanna að leiðbeina viðskiptavinum um rétta flokkun. Þessar áherslur eru ekki úr lausu lofti gripnar. Rannsóknir SORPU benda til að meira en helmingurinn af öllu því sem viðskiptavinir endurvinnslustöðva SORPU setja í gáminn fyrir blandaðan úrgang á sér endurvinnslufarveg. Innihald gámsins er hins vegar allt urðað. Urðun verður aftur á móti ekki valkostur mikið lengur og því mikilvægt að koma sem mestum hluta þess efnis sem berst til SORPU aftur í vinnu í hringrás lífsins. Góði hirðirinn á Hverfisgötu festur í sessi Á þessum tímamótum er einnig viðeigandi að opna aftur útibú Góða hirðisins við Hverfisgötu 94-96. Verslunin opnar aftur eftir umfangsmiklar endurbætur á húsnæðinu. Endurnot – það þegar hlutir fá framhaldslíf í höndum nýrra eigenda – eru einn besti stuðningurinn við hringrásarhagkerfið sem völ er á. Góði hirðirinn er flaggskip endurnota hjá SORPU og hefur vaxið og dafnað frá stofnun og tekið vaxtarkipp með viðbótinni við Hverfisgötu og nýrri netverslun. Undir merkjum Góða hirðisins hefur auk þess nýlega verið komið á fót Efnismiðlun, þar sem hægt er að nálgast efni til framkvæmda sem hefur verið skilað í nothæfu ástandi á Endurvinnslustöðvar SORPU. Efnismiðlunin er ný af nálinni en SORPA bindur miklar vonir við að með henni megi koma enn meira af verðmætum aftur inn í hringrásina. Höfundur er framkvæmdastjóri Sorpu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sorpa Umhverfismál Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Samfélagið stendur á tímamótum. Blekið í pennanum sem teiknar hið línulega hagkerfi er senn á þrotum og við þurfum á öllum okkar kröftum að halda til að teikna upp hið nýja hagkerfi: hringrásarhagkerfið. Í hringrásarhagkerfinu er allt kapp lagt á að tryggja þeim auðlindum sem við höfum yfir að ráða – hvort sem um er að ræða ómengað andrúmsloft, hráefni í jörðu eða hreint vatn – sem lengstan endingartíma. SORPA stendur einnig á tímamótum. Það var á þessum degi fyrir 30 árum sem Móttöku- og flokkunarstöð SORPU í Gufunesi var tekin í notkun og fagnar byggðasamlagið því 30 ára afmæli sínu. Nafn byggðasamlagsins, SORPA, er á vissan hátt barn síns tíma. Það er stytting á því þjála heiti Sorpeyðing höfuðborgarsvæðisins, sem lýsti í þá tíð einna best hvernig fólk sá sorp og úrgang. Því átti að eyða. Í dag hefur SORPA hins vegar fest sig í sessi sem mikilvægur hlekkur í keðju hringrásarhagkerfisins þar sem áhersla er lögð ekki á eyðingu úrgangs heldur að koma honum aftur inn í virðiskeðjuna. Úrgangur er nefnilega ekkert annað en auðlindir á villigötum og er ein skýrasta birtingarmynd sóunar. Horfið frá urðun Örlög stórs hluta úrgangs á Íslandi hafa lengst af verið að enda á urðunarstað, þar sem lítil sem engin tilraun er gerð til að nýta þau verðmæti sem felast í úrganginum. Eigendur SORPU hafa hins vegar tekið þá framsýnu ákvörðun að hætta urðun úrgangs á urðunarstað SORPU í Álfsnesi í lok árs 2023, sem kallar á nýjar lausnir í úrgangsmálum. GAJA, gas- og jarðgerðarstöð SORPU er ein metnaðarfyllsta aðgerð í úrgangsmálum síðari tíma og ein umfangsmesta loftslagsaðgerð og sem ráðist hefur verið í á höfuðborgarsvæðinu frá því heitt vatn var lagt í hús. Í henni er lífrænn úrgangur unninn og úr honum verkuð metan og molta. Með GAJU og þeirri umbreytingu sem felst í því að hætta að urða lífefni og brennanlegan úrgang dregst losun gróðurhúsalofttegunda saman um tugi þúsunda tonna á ári hverju. Þessar tölur eru af þeirri stærðargráðu að þær skipta máli í losunarbókhaldi íslensku þjóðarinnar innan Parísarsamkomulagsins. Þá eru ótalin þau jákvæðu áhrif sem moltan sem verður til í GAJA mun hafa á uppgræðslu lands, en vinnslu á fyrstu lotum tilraunamoltu í GAJU lauk fyrir skömmu og lofar tilraunamoltan góðu. GAJA minnir okkur á mikilvægi flokkunar. Vélarnar í Móttöku- og flokkunarstöð SORPU í Gufunesi ná töluverðum árangri við að flokka úrgang frá höfuðborgarsvæðinu. En vélarnar geta ekki unnið sigurinn einar. Því betur sem íbúar höfuðborgarsvæðisins flokka, því hreinni verður moltan sem GAJA framleiðir og því verðmætari eru endurvinnsluefnin sem skilað er til SORPU. Flokkun er einfaldasta, auðveldasta og ódýrasta aðgerðin sem við getum öll gripið til í eldhúsinu heima hjá okkur og á vinnustaðnum til að styðja við innleiðingu hringrásarhagkerfisins og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Glærir pokar á endurvinnslustöðvum Á þessum þröskuldi fertugsaldursins hafa stjórnendur SORPU ákveðið að skerpa á reglum um skil á úrgangi og endurvinnsluefnum á endurvinnslustöðvar. Frá og með deginum í dag á allt sem kemur inn á endurvinnslustöðvar að vera í glærum pokum. Þetta er gert til að auðvelda starfsfólki endurvinnslustöðvanna að leiðbeina viðskiptavinum um rétta flokkun. Þessar áherslur eru ekki úr lausu lofti gripnar. Rannsóknir SORPU benda til að meira en helmingurinn af öllu því sem viðskiptavinir endurvinnslustöðva SORPU setja í gáminn fyrir blandaðan úrgang á sér endurvinnslufarveg. Innihald gámsins er hins vegar allt urðað. Urðun verður aftur á móti ekki valkostur mikið lengur og því mikilvægt að koma sem mestum hluta þess efnis sem berst til SORPU aftur í vinnu í hringrás lífsins. Góði hirðirinn á Hverfisgötu festur í sessi Á þessum tímamótum er einnig viðeigandi að opna aftur útibú Góða hirðisins við Hverfisgötu 94-96. Verslunin opnar aftur eftir umfangsmiklar endurbætur á húsnæðinu. Endurnot – það þegar hlutir fá framhaldslíf í höndum nýrra eigenda – eru einn besti stuðningurinn við hringrásarhagkerfið sem völ er á. Góði hirðirinn er flaggskip endurnota hjá SORPU og hefur vaxið og dafnað frá stofnun og tekið vaxtarkipp með viðbótinni við Hverfisgötu og nýrri netverslun. Undir merkjum Góða hirðisins hefur auk þess nýlega verið komið á fót Efnismiðlun, þar sem hægt er að nálgast efni til framkvæmda sem hefur verið skilað í nothæfu ástandi á Endurvinnslustöðvar SORPU. Efnismiðlunin er ný af nálinni en SORPA bindur miklar vonir við að með henni megi koma enn meira af verðmætum aftur inn í hringrásina. Höfundur er framkvæmdastjóri Sorpu.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar