Bush sakar flokk sinn um einangrunarhyggju og andúð á innflytjendum Kjartan Kjartansson skrifar 26. apríl 2021 11:04 George W. Bush var í viðtölum í bandarískum fjölmiðlum vegna útgáfu nýrrar bókar hans um innflytjendur í síðustu viku. Þar harmaði hann hvernig komið væri fyrir flokki hans. AP/Alyssa Pointer/Atlanta Journal-Constitution Repúblikanaflokkurinn í Bandaríkjunum hefur gefið sig á vald einangrunarhyggju og verndarstefnu, að mati George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Hann hefur sérstakar áhyggjur af orðræðu flokkssystkina sinna í garð innflytjenda. Bush var forseti Bandaríkjanna frá 2001 til 2009 á tíma en hann hafði áður verði ríkisstjóri í Texas þar sem margir íbúar eru innflytjendur, sérstaklega af rómansk-amerískum ættum. Í tíð Bush reyndu repúblikanar að höfða til rómansk-amerískra kjósenda en síðan þá hefur Repúblikanaflokkurinn aðhyllst vaxandi harðlínustefnu í innflytjendamálum. Í viðtali við NBC-sjónvarpsstöðina í síðustu viku lýsti Bush áhyggjum af þróun flokksins. „Þetta er fallegt land sem við eigum en það er ekki fallegt þegar við fordæmum, uppnefnum fólk og ölum á ótta fólks við innflytjendur,“ sagði fyrrverandi forsetinn í viðtalinu. Nefndi hann þó ekki Donald Trump, fyrrverandi forseta, á nafn en ríkisstjórn hans takmarkaði möguleika útlendinga á að koma til Bandaríkjanna, hvort sem er löglega eða ólöglega. Eitt helsta stefnumál Trump var að reisa múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó til að loka landinu fyrir innflytjendum frá Mið- og Suður-Ameríku. Hópur repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings íhugar nú að stofna sérstakan þingflokk utan um slagorð Trump um „Bandaríkin fyrst“. Þau áform virðast byggjast á útlendingafælni að hluta til. Í gögnum um stofnun þingflokksins var talað um að halda á lofti „engilsaxneskum stjórnmálahefðum“ og varað við því að innflytjendur ógnuðu „einstakri sjálfsmynd“ Bandaríkjanna. Þegar Bush var beðinn um að lýsa flokknum sínum í viðtalinu vafðist honum ekki tunga um tönn. „Ég myndi lýsa honum með einangrunarhyggju, verndarstefnu og að vissu leyti útilokandi þjóðernishyggju,“ sagði hann. Gerði Bush þó lítið úr eigin afstöðu. „Þetta er ekki beinlínis mín hugsjón sem gamals karls, en ég er bara gamall karl sem er búið að koma í helgan stein.“ Vill ekki kenna neinum um árásina á þinghúsið Margir kjörnir fulltrúar Repúblikanaflokksins tóku undir stoðlausar samsæriskenningar Trump fyrrverandi forseta um að stórfelld svik hefðu kostað hann sigurinn í forsetakosningunum síðasta haust. Þeir órar urðu hópi stuðningsmanna Trump hvatning til að ráðast inn í þinghúsið 6. janúar. Jafnvel eftir að þingmenn beggja flokka þurftu að yfirgefa þingsal og fela sig inni á skrifstofum og undir borðum fyrir æstum múgi sem talaði meðal annars um að hengja Mike Pence varaforseta greiddi meirihluti fulltrúadeildarþingmanna repúblikana atkvæði gegn því að staðfesta úrslit forsetakosninganna. Bush sagði að sér hefði boðið við árásinni á þinghúsið. Hún hafi verið hræðilegur hluti af sögu Bandaríkjanna. Sjálfur vildi hann þó ekki kenna neinum um hvernig fór þennan dag. „Sagan mun fella sinn dóm eftir því sem tíminn líður. Það munu frekari upplýsingar koma fram. En eitt er víst að þetta er bara dapurlegur kafli, dapurlegt augnablik, virkilega dapurlegt,“ sagði Bush. “It made me sick,” former Pres. George W. Bush says of the Jan. 6th assault on the U.S. Capitol. As more rioters continue to be prosecuted, “people deserve to be busted,” he says.“History is going to assess the blame...but one thing is for certain, it’s just a sorry chapter." pic.twitter.com/21o5ThN6YJ— CBS Evening News (@CBSEveningNews) April 20, 2021 Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Bush segir Bandaríkjamenn geta treyst því að úrslitin séu skýr Repúblikaninn George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur óskað Joe Biden og Kamölu Harris innilega til hamingju með sigurinn í bandarísku forsetakosningunum 8. nóvember 2020 19:38 Ræða það að stofna nýjan flokk vegna Trumps Tugir manna sem starfað hafa innan Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum íhuga nú að stofna nýjan flokk. Ástæðan er sú að þeir eru ósáttir við tak Donalds Trumps á Repúblikanaflokknum og það að forkólfar flokksins þori ekki að standa í hárinu á forsetanum fyrrverandi. 11. febrúar 2021 18:09 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Bush var forseti Bandaríkjanna frá 2001 til 2009 á tíma en hann hafði áður verði ríkisstjóri í Texas þar sem margir íbúar eru innflytjendur, sérstaklega af rómansk-amerískum ættum. Í tíð Bush reyndu repúblikanar að höfða til rómansk-amerískra kjósenda en síðan þá hefur Repúblikanaflokkurinn aðhyllst vaxandi harðlínustefnu í innflytjendamálum. Í viðtali við NBC-sjónvarpsstöðina í síðustu viku lýsti Bush áhyggjum af þróun flokksins. „Þetta er fallegt land sem við eigum en það er ekki fallegt þegar við fordæmum, uppnefnum fólk og ölum á ótta fólks við innflytjendur,“ sagði fyrrverandi forsetinn í viðtalinu. Nefndi hann þó ekki Donald Trump, fyrrverandi forseta, á nafn en ríkisstjórn hans takmarkaði möguleika útlendinga á að koma til Bandaríkjanna, hvort sem er löglega eða ólöglega. Eitt helsta stefnumál Trump var að reisa múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó til að loka landinu fyrir innflytjendum frá Mið- og Suður-Ameríku. Hópur repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings íhugar nú að stofna sérstakan þingflokk utan um slagorð Trump um „Bandaríkin fyrst“. Þau áform virðast byggjast á útlendingafælni að hluta til. Í gögnum um stofnun þingflokksins var talað um að halda á lofti „engilsaxneskum stjórnmálahefðum“ og varað við því að innflytjendur ógnuðu „einstakri sjálfsmynd“ Bandaríkjanna. Þegar Bush var beðinn um að lýsa flokknum sínum í viðtalinu vafðist honum ekki tunga um tönn. „Ég myndi lýsa honum með einangrunarhyggju, verndarstefnu og að vissu leyti útilokandi þjóðernishyggju,“ sagði hann. Gerði Bush þó lítið úr eigin afstöðu. „Þetta er ekki beinlínis mín hugsjón sem gamals karls, en ég er bara gamall karl sem er búið að koma í helgan stein.“ Vill ekki kenna neinum um árásina á þinghúsið Margir kjörnir fulltrúar Repúblikanaflokksins tóku undir stoðlausar samsæriskenningar Trump fyrrverandi forseta um að stórfelld svik hefðu kostað hann sigurinn í forsetakosningunum síðasta haust. Þeir órar urðu hópi stuðningsmanna Trump hvatning til að ráðast inn í þinghúsið 6. janúar. Jafnvel eftir að þingmenn beggja flokka þurftu að yfirgefa þingsal og fela sig inni á skrifstofum og undir borðum fyrir æstum múgi sem talaði meðal annars um að hengja Mike Pence varaforseta greiddi meirihluti fulltrúadeildarþingmanna repúblikana atkvæði gegn því að staðfesta úrslit forsetakosninganna. Bush sagði að sér hefði boðið við árásinni á þinghúsið. Hún hafi verið hræðilegur hluti af sögu Bandaríkjanna. Sjálfur vildi hann þó ekki kenna neinum um hvernig fór þennan dag. „Sagan mun fella sinn dóm eftir því sem tíminn líður. Það munu frekari upplýsingar koma fram. En eitt er víst að þetta er bara dapurlegur kafli, dapurlegt augnablik, virkilega dapurlegt,“ sagði Bush. “It made me sick,” former Pres. George W. Bush says of the Jan. 6th assault on the U.S. Capitol. As more rioters continue to be prosecuted, “people deserve to be busted,” he says.“History is going to assess the blame...but one thing is for certain, it’s just a sorry chapter." pic.twitter.com/21o5ThN6YJ— CBS Evening News (@CBSEveningNews) April 20, 2021
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Bush segir Bandaríkjamenn geta treyst því að úrslitin séu skýr Repúblikaninn George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur óskað Joe Biden og Kamölu Harris innilega til hamingju með sigurinn í bandarísku forsetakosningunum 8. nóvember 2020 19:38 Ræða það að stofna nýjan flokk vegna Trumps Tugir manna sem starfað hafa innan Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum íhuga nú að stofna nýjan flokk. Ástæðan er sú að þeir eru ósáttir við tak Donalds Trumps á Repúblikanaflokknum og það að forkólfar flokksins þori ekki að standa í hárinu á forsetanum fyrrverandi. 11. febrúar 2021 18:09 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Bush segir Bandaríkjamenn geta treyst því að úrslitin séu skýr Repúblikaninn George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur óskað Joe Biden og Kamölu Harris innilega til hamingju með sigurinn í bandarísku forsetakosningunum 8. nóvember 2020 19:38
Ræða það að stofna nýjan flokk vegna Trumps Tugir manna sem starfað hafa innan Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum íhuga nú að stofna nýjan flokk. Ástæðan er sú að þeir eru ósáttir við tak Donalds Trumps á Repúblikanaflokknum og það að forkólfar flokksins þori ekki að standa í hárinu á forsetanum fyrrverandi. 11. febrúar 2021 18:09