Óvíst hvort reglur hafi verið brotnar á hundrað manna árshátíð VA Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. apríl 2021 18:11 Tæplega hundrað mættu á árshátíðina á föstudag. Vísir Árshátíð í Verkmenntaskóla Austurlands, sem haldin var á föstudag, hefur verið rannsökuð af lögreglu og hefur málið nú verið sent til ákærusviðs embættisins sem mun taka ákvörðun um framhaldið. Talið er að mögulega hafi sóttvarnareglur verið brotnar en tæplega 100 voru viðstaddir árshátíðinni í Neskaupstað. Komist ákærusvið embættisins að þeirri niðurstöðu að sóttvarnalög hafi verið brotin gætu skipuleggjendur átt yfir höfði sér 250-500 þúsund króna sekt. Lilja Guðný Jóhannesdóttir, skólameistari Verkmenntaskólans, staðfesti það í samtali við fréttastofu um helgina að árshátíðin hafi farið fram í skólanum á föstudag. Sagðist hún þá hafa átt í samtali við lögregluna á Austfjörðum um hátíðina og varð niðurstaðan sú að ekki væri um sóttvarnabrot að ræða. Meint sóttvarnabrot, rannsókn Ábendingar bárust lögreglu um hugsanlegt sóttvarnarbrot á Austurlandi á föstudagskvöld....Posted by Lögreglan á Austurlandi on Monday, April 26, 2021 Ástæðu þess segir hún vera að hátíðin hafi fallið undir reglugerð um sviðslistir en þrír skemmtikraftar stigu á stokk á hátíðinni. Þegar um sviðslistir er að ræða mega alls hundrað koma saman. Veitingar voru hins vegar bornar fram á árshátíðinni en samkvæmt reglugerð um veitingastaði mega aðeins þrjátíu vera inni á veitingastað að hverju sinni. Á myndböndum, sem fréttastofa hefur undir höndum, frá hátíðinni sjást gestir sitja eða standa þétt saman án þess að bera grímur fyrir vitum. „Þau þurftu að fara með grímur frá sætum og þegar kemur að félagslífi fylgjum við reglum um sviðslistir. Þá þarftu að raða upp með meters millibili merktum sætum, 100 mega vera saman í sal og 50 á sviði. Þau mega hvergi safnast saman fleiri en 20 ef þau standa upp,“ sagði Lilja Guðný. Lilja segir hins vegar að grípa hafi þurft inn í einu sinni þegar skemmtikraftarnir hafi stigið á stokk. Þeir komu alla leið úr Reykjavík, Friðrik Dór Jónsson, Auðunn Blöndal og Steindi Jr. „Við hefðum líklega ekki leyft okkur að halda árshátíðina, þótt við megum það, ef við værum ekki í alveg smitlausum landshluta. Annars hefði ég ekki þorað þetta þó ég má,“ sagði Lilja. Síðast kom innanlandssmit upp á Austurlandi í nóvember. „Þessir krakkar eru líka saman í skólanum allan daginn alla daga.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Skóla - og menntamál Fjarðabyggð Framhaldsskólar Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent Fleiri fréttir Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík Sjá meira
Komist ákærusvið embættisins að þeirri niðurstöðu að sóttvarnalög hafi verið brotin gætu skipuleggjendur átt yfir höfði sér 250-500 þúsund króna sekt. Lilja Guðný Jóhannesdóttir, skólameistari Verkmenntaskólans, staðfesti það í samtali við fréttastofu um helgina að árshátíðin hafi farið fram í skólanum á föstudag. Sagðist hún þá hafa átt í samtali við lögregluna á Austfjörðum um hátíðina og varð niðurstaðan sú að ekki væri um sóttvarnabrot að ræða. Meint sóttvarnabrot, rannsókn Ábendingar bárust lögreglu um hugsanlegt sóttvarnarbrot á Austurlandi á föstudagskvöld....Posted by Lögreglan á Austurlandi on Monday, April 26, 2021 Ástæðu þess segir hún vera að hátíðin hafi fallið undir reglugerð um sviðslistir en þrír skemmtikraftar stigu á stokk á hátíðinni. Þegar um sviðslistir er að ræða mega alls hundrað koma saman. Veitingar voru hins vegar bornar fram á árshátíðinni en samkvæmt reglugerð um veitingastaði mega aðeins þrjátíu vera inni á veitingastað að hverju sinni. Á myndböndum, sem fréttastofa hefur undir höndum, frá hátíðinni sjást gestir sitja eða standa þétt saman án þess að bera grímur fyrir vitum. „Þau þurftu að fara með grímur frá sætum og þegar kemur að félagslífi fylgjum við reglum um sviðslistir. Þá þarftu að raða upp með meters millibili merktum sætum, 100 mega vera saman í sal og 50 á sviði. Þau mega hvergi safnast saman fleiri en 20 ef þau standa upp,“ sagði Lilja Guðný. Lilja segir hins vegar að grípa hafi þurft inn í einu sinni þegar skemmtikraftarnir hafi stigið á stokk. Þeir komu alla leið úr Reykjavík, Friðrik Dór Jónsson, Auðunn Blöndal og Steindi Jr. „Við hefðum líklega ekki leyft okkur að halda árshátíðina, þótt við megum það, ef við værum ekki í alveg smitlausum landshluta. Annars hefði ég ekki þorað þetta þó ég má,“ sagði Lilja. Síðast kom innanlandssmit upp á Austurlandi í nóvember. „Þessir krakkar eru líka saman í skólanum allan daginn alla daga.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Skóla - og menntamál Fjarðabyggð Framhaldsskólar Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent Fleiri fréttir Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík Sjá meira