Mathöll í Pósthúsið: „Þetta verður veisla og nautn fyrir öll skynfærin“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 27. apríl 2021 14:42 Hönnuðurinn og athafnamaðurinn Leifur Welding talar um draum sinn um glæsilegustu mathöll landsins sem hann segir nú loksins verða að veruleika. Aðsend mynd/THG Arkitekar „Við erum búnir að vera í viðræðum við húseigendur í yfir þrjú ár og núna loksins er þetta að verða að veruleika,“ segir athafnamaðurinn og hönnuðurinn Leifur Welding í viðtali við Vísi. Vinsældir mathalla hafa sjaldan verið meiri og hafa þær sprottið upp eins og gorkúlur síðustu misseri. Næsta vetur mun opna ný mathöll í hjarta miðbæjarins í húsnæði Pósthússins að Pósthússtræti 5 og segir Leifur hugmyndina af þessu verkefni hafa verið lengi í gerjun. Ætla að bjóða upp á magnaða upplifun „Þetta ferli hefur tekið þónokkurn tíma og tafist eðlilega aðeins vegna heimfaraldursins, en núna er allt komið á fullt og við erum á fullu í viðræðum við mögulega rekstraraðila.“ Í heildina verður mathöllin sjálf um 860 fermetrar og verður byggð 140 fermetra glerbygging í porti gömlu lögreglustöðvarinnar sem verður partur af svæðinu. Aðspurður um hvers vegna þetta húsnæði hafi orðið fyrir valinu segir hann staðsetninguna sjálfa auðvitað hafa verið lykilatriði. Saga hússins er líka svo heillandi og arkitektúrinn passar svo vel í það concept sem við ætlum að vinna með. Framkvæmdir eru nú þegar hafnar á gamla Pósthúsinu og mun mathöllin rísa fyrir jól. Við hverju getur fólk búist varðandi þessa mathöll í Pósthúsinu, er eitthvað sérstakt sem mun aðgreina hana frá öðrum mathöllum bæjarins? „Já, algjörlega. En án þess að gefa of mikið upp strax þá munum við leggja alveg ofboðslega mikið upp úr upplifun gesta okkar. Stemningin er okkur mjög mikilvæg og þetta verður svo mikið meira en bara hádegisstemning eða staður til að droppa inn til að grípa sér bita. Við ætlum að bjóða fólki upp á magnaða upplifun og stað sem það langar til að sækja í góðra vina hópi til þess að njóta, borða góðan mat eða fá sér drykk í umhverfi sem gleður augað. Þetta verður veisla og nautn fyrir öll skynfærin, “ segir Leifur og hlær. Leifur var einn af forsprökkum mathallarinnar við Hlemm og hefur hann komið víða við á ferli sínum sem hönnuður og hugmyndasmiður. Hann hefur meðal annars hannað mörg af glæsilegustu hótelum og veitingahúsum landsins eins og Hótel Geysi, Apótekið, Grillmarkaðinn, Kol, Kopar, Fiskifélagið og ótal sumarhús í svokölluðum „lodge“ stíl svo eitthvað sé nefnt. Sjálfur segist hann sjaldan hafa verið spenntur eins og fyrir þessu verkefni og drauminn um glæsilegustu mathöll landsins hafa fengið að krauma og þróast í kollinum í mörg ár. Gríðarlegur áhugi rekstraraðila Þessa dagana segir Leifur eigendur vera í því ferli að taka á móti umsóknum og hugmyndum frá áhugasömum aðilum sem vilja tryggja sér pláss. „Við finnum fyrir ofboðslegum áhuga en við viljum endilega fá sem flesta að borðinu til þess að geta valið vel inn. Við leggjum mikið upp úr gæðum og því að hafa sem fjölbreyttasta framboðið af stöðum.“ Það mun enginn veitingastaður fara þarna inn sem er í öðrum mathöllum í dag. Við erum sjálfir búnir að leggja línurnar um það hvernig staði við viljum fá inn og erum að leita eftir einhverju frábæru sem passar við okkar hugmyndir, þó að við séum að sjálfsögðu opnir fyrir öllum góðum hugmyndum. Í kjallara hússins mun verða starfsmannaaðstaða, kælar og geymslur en einnig verður sérinnangur í bakarí sem að sögn Leifs mun verða eitt það glæsilegasta í bænum. „Það er algjörlega þörf á því að fá gott bakarí á þetta svæði. Stíllinn verður eins og aldrei hefur sést á Íslandi áður, svolítið franskur stíll og mikil gúrmé stemning. Mathöllin sjálf mun svo opna klukkan ellefu og verða opin fram eftir kvöldi. Þetta verður algjör gleðisprengja!“ Þrívíddarteikning af glerbyggingunni sem mun rísa í portinu. THG Arkitekar Búast við sprengju í veitingageiranum í haust Stefnt er að því að opna mathöllina fyrir jólin ef öll plön ganga eftir og eru framkvæmdir nú þegar hafnar. Aðspurður út í áhrif heimsfaraldursins á veitingareksturinn segist Leifur vera mjög bjartsýnn fyrir framtíðinni. „Auðvitað hefur þetta haft áhrif á allt en við erum fullkomlega sannfærðir um það að þegar faraldurinn er yfirstaðinn þá verður algjör sprengja hérna í þessum geira. Ég held að holskeflan byrji bara núna næsta vetur.“ Ásamt Leifi eru eigendurnir þeir Ingvar Svendsen, Hermann Svendsen og Þórður Axel Þórisson og munu þeir sjálfir sjá um rekstur kokteilbarsins sem mun verða staðsettur í glerbyggingunni. Leifur bendir áhugasömum rekstraraðilum að senda tölvupóst á info@posthusmatholl.is. Veitingastaðir Tíska og hönnun Hús og heimili Reykjavík Mest lesið Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira
Vinsældir mathalla hafa sjaldan verið meiri og hafa þær sprottið upp eins og gorkúlur síðustu misseri. Næsta vetur mun opna ný mathöll í hjarta miðbæjarins í húsnæði Pósthússins að Pósthússtræti 5 og segir Leifur hugmyndina af þessu verkefni hafa verið lengi í gerjun. Ætla að bjóða upp á magnaða upplifun „Þetta ferli hefur tekið þónokkurn tíma og tafist eðlilega aðeins vegna heimfaraldursins, en núna er allt komið á fullt og við erum á fullu í viðræðum við mögulega rekstraraðila.“ Í heildina verður mathöllin sjálf um 860 fermetrar og verður byggð 140 fermetra glerbygging í porti gömlu lögreglustöðvarinnar sem verður partur af svæðinu. Aðspurður um hvers vegna þetta húsnæði hafi orðið fyrir valinu segir hann staðsetninguna sjálfa auðvitað hafa verið lykilatriði. Saga hússins er líka svo heillandi og arkitektúrinn passar svo vel í það concept sem við ætlum að vinna með. Framkvæmdir eru nú þegar hafnar á gamla Pósthúsinu og mun mathöllin rísa fyrir jól. Við hverju getur fólk búist varðandi þessa mathöll í Pósthúsinu, er eitthvað sérstakt sem mun aðgreina hana frá öðrum mathöllum bæjarins? „Já, algjörlega. En án þess að gefa of mikið upp strax þá munum við leggja alveg ofboðslega mikið upp úr upplifun gesta okkar. Stemningin er okkur mjög mikilvæg og þetta verður svo mikið meira en bara hádegisstemning eða staður til að droppa inn til að grípa sér bita. Við ætlum að bjóða fólki upp á magnaða upplifun og stað sem það langar til að sækja í góðra vina hópi til þess að njóta, borða góðan mat eða fá sér drykk í umhverfi sem gleður augað. Þetta verður veisla og nautn fyrir öll skynfærin, “ segir Leifur og hlær. Leifur var einn af forsprökkum mathallarinnar við Hlemm og hefur hann komið víða við á ferli sínum sem hönnuður og hugmyndasmiður. Hann hefur meðal annars hannað mörg af glæsilegustu hótelum og veitingahúsum landsins eins og Hótel Geysi, Apótekið, Grillmarkaðinn, Kol, Kopar, Fiskifélagið og ótal sumarhús í svokölluðum „lodge“ stíl svo eitthvað sé nefnt. Sjálfur segist hann sjaldan hafa verið spenntur eins og fyrir þessu verkefni og drauminn um glæsilegustu mathöll landsins hafa fengið að krauma og þróast í kollinum í mörg ár. Gríðarlegur áhugi rekstraraðila Þessa dagana segir Leifur eigendur vera í því ferli að taka á móti umsóknum og hugmyndum frá áhugasömum aðilum sem vilja tryggja sér pláss. „Við finnum fyrir ofboðslegum áhuga en við viljum endilega fá sem flesta að borðinu til þess að geta valið vel inn. Við leggjum mikið upp úr gæðum og því að hafa sem fjölbreyttasta framboðið af stöðum.“ Það mun enginn veitingastaður fara þarna inn sem er í öðrum mathöllum í dag. Við erum sjálfir búnir að leggja línurnar um það hvernig staði við viljum fá inn og erum að leita eftir einhverju frábæru sem passar við okkar hugmyndir, þó að við séum að sjálfsögðu opnir fyrir öllum góðum hugmyndum. Í kjallara hússins mun verða starfsmannaaðstaða, kælar og geymslur en einnig verður sérinnangur í bakarí sem að sögn Leifs mun verða eitt það glæsilegasta í bænum. „Það er algjörlega þörf á því að fá gott bakarí á þetta svæði. Stíllinn verður eins og aldrei hefur sést á Íslandi áður, svolítið franskur stíll og mikil gúrmé stemning. Mathöllin sjálf mun svo opna klukkan ellefu og verða opin fram eftir kvöldi. Þetta verður algjör gleðisprengja!“ Þrívíddarteikning af glerbyggingunni sem mun rísa í portinu. THG Arkitekar Búast við sprengju í veitingageiranum í haust Stefnt er að því að opna mathöllina fyrir jólin ef öll plön ganga eftir og eru framkvæmdir nú þegar hafnar. Aðspurður út í áhrif heimsfaraldursins á veitingareksturinn segist Leifur vera mjög bjartsýnn fyrir framtíðinni. „Auðvitað hefur þetta haft áhrif á allt en við erum fullkomlega sannfærðir um það að þegar faraldurinn er yfirstaðinn þá verður algjör sprengja hérna í þessum geira. Ég held að holskeflan byrji bara núna næsta vetur.“ Ásamt Leifi eru eigendurnir þeir Ingvar Svendsen, Hermann Svendsen og Þórður Axel Þórisson og munu þeir sjálfir sjá um rekstur kokteilbarsins sem mun verða staðsettur í glerbyggingunni. Leifur bendir áhugasömum rekstraraðilum að senda tölvupóst á info@posthusmatholl.is.
Veitingastaðir Tíska og hönnun Hús og heimili Reykjavík Mest lesið Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira