Lögreglukonan sem fór íbúðarvillt vill losna úr fangelsi fyrir að skjóta nágranna sinn Samúel Karl Ólason skrifar 27. apríl 2021 14:26 Saksóknarar segja það litlu breyta þó Guyger hafi farið hæðavillt. Það breyti því ekki að Botham Jean sé dáinn. Getty/AP Lögmaður lögreglukonunnar fyrrverandi Amber Guyger munu í dag færa rök fyrir því að snúa eigi við sakfellingu hennar fyrir morð. Hún skaut nágranna sinn í Dallas í Texas til bana árið 2018 eftir að hún fór fyrir mistök inn í íbúð hans en ekki sína. Guyger var sakfelld fyrir morð árið 2018 og dæmd í tíu ára fangelsi fyrir að hafa skotið Botham Jean til bana. Hún var að koma af vakt og sá að hurð á íbúð sem hún hélt að væri hennar eigin var opin. Hið rétta er að hún var á vitlausri hæð og íbúð hennar var einni hæð neðar. Hún gekk inn í íbúðina, sá þar Jean og skaut hann til bana. Þá sagðist hún í kjölfarið hafa talið að Jean væri innbrotsþjófur. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að Jean hafi verið að borða ís þegar Guyger gekk inn í íbúð hans og skaut hann til bana. Jean var þeldökkur. Hann var 26 ára gamall og vann sem endurskoðandi. Þessi atburðarás liggur fyrir og Guyger viðurkenndi fyrir dómi að hafa skotið Jean. Áfrýjun hennar veltur þó í grófum dráttum á því að það hafi verið slys að hún hefði farið hæðavillt og þar sem hún hafi talið Jean vera í sinni íbúð væri ekki rétt að dæma hana fyrir morð. Lögmaður Guyger vill að dómurinn verði felldur niður eða breytt á þann veg að refsing verði stytt. Í skjölum frá saksóknurum segir að það að Guyger hafi farið hæðavillt geri hana ekki ósakhæfa og breyti ekki því að hún hafi skotið Jean til bana. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Lögreglukonan sem fór íbúðarvillt sakfelld fyrir morð Verjendur lögreglukonunnar byggðu meðal annars á neyðarrétti konunnar vegna þess að hún taldi sig vera í sinni eigin íbúð þegar hún skaut húsráðanda til bana. 1. október 2019 17:41 Lögreglukonan rekin sem skaut mann til bana í hans eigin íbúð Amber Guyger, lögreglukonunni sem varð Botham Jean að bana, þann 6. september þegar hún skaut hann í hans eigin íbúð, hefur verið leyst frá störfum sínum innan lögreglunnar í borginni Dallas í Bandaríkjunum. 24. september 2018 17:54 Sakar lögreglu um að sverta mannorð manns sem var skotinn af lögregluþjóni Lögreglan í Dallas í Bandaríkjunum opinberaði í gær að rúm tíu grömm af marijúana hefðu fundist í íbúð manns sem skotinn var til bana af lögregluþjóni á frívakt. 14. september 2018 07:46 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Sjá meira
Guyger var sakfelld fyrir morð árið 2018 og dæmd í tíu ára fangelsi fyrir að hafa skotið Botham Jean til bana. Hún var að koma af vakt og sá að hurð á íbúð sem hún hélt að væri hennar eigin var opin. Hið rétta er að hún var á vitlausri hæð og íbúð hennar var einni hæð neðar. Hún gekk inn í íbúðina, sá þar Jean og skaut hann til bana. Þá sagðist hún í kjölfarið hafa talið að Jean væri innbrotsþjófur. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að Jean hafi verið að borða ís þegar Guyger gekk inn í íbúð hans og skaut hann til bana. Jean var þeldökkur. Hann var 26 ára gamall og vann sem endurskoðandi. Þessi atburðarás liggur fyrir og Guyger viðurkenndi fyrir dómi að hafa skotið Jean. Áfrýjun hennar veltur þó í grófum dráttum á því að það hafi verið slys að hún hefði farið hæðavillt og þar sem hún hafi talið Jean vera í sinni íbúð væri ekki rétt að dæma hana fyrir morð. Lögmaður Guyger vill að dómurinn verði felldur niður eða breytt á þann veg að refsing verði stytt. Í skjölum frá saksóknurum segir að það að Guyger hafi farið hæðavillt geri hana ekki ósakhæfa og breyti ekki því að hún hafi skotið Jean til bana.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Lögreglukonan sem fór íbúðarvillt sakfelld fyrir morð Verjendur lögreglukonunnar byggðu meðal annars á neyðarrétti konunnar vegna þess að hún taldi sig vera í sinni eigin íbúð þegar hún skaut húsráðanda til bana. 1. október 2019 17:41 Lögreglukonan rekin sem skaut mann til bana í hans eigin íbúð Amber Guyger, lögreglukonunni sem varð Botham Jean að bana, þann 6. september þegar hún skaut hann í hans eigin íbúð, hefur verið leyst frá störfum sínum innan lögreglunnar í borginni Dallas í Bandaríkjunum. 24. september 2018 17:54 Sakar lögreglu um að sverta mannorð manns sem var skotinn af lögregluþjóni Lögreglan í Dallas í Bandaríkjunum opinberaði í gær að rúm tíu grömm af marijúana hefðu fundist í íbúð manns sem skotinn var til bana af lögregluþjóni á frívakt. 14. september 2018 07:46 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Sjá meira
Lögreglukonan sem fór íbúðarvillt sakfelld fyrir morð Verjendur lögreglukonunnar byggðu meðal annars á neyðarrétti konunnar vegna þess að hún taldi sig vera í sinni eigin íbúð þegar hún skaut húsráðanda til bana. 1. október 2019 17:41
Lögreglukonan rekin sem skaut mann til bana í hans eigin íbúð Amber Guyger, lögreglukonunni sem varð Botham Jean að bana, þann 6. september þegar hún skaut hann í hans eigin íbúð, hefur verið leyst frá störfum sínum innan lögreglunnar í borginni Dallas í Bandaríkjunum. 24. september 2018 17:54
Sakar lögreglu um að sverta mannorð manns sem var skotinn af lögregluþjóni Lögreglan í Dallas í Bandaríkjunum opinberaði í gær að rúm tíu grömm af marijúana hefðu fundist í íbúð manns sem skotinn var til bana af lögregluþjóni á frívakt. 14. september 2018 07:46